Gleðilega páska…

…elsku krúttin mín!
Hér kemur restin af páskaskreytingum þessa árs…
…ég gerði mér sem sé páskaskreytingar sem að kostuðu mig ekki krónu.  
Er það ekki næs?
Undirbúningur:
Við erum með ansi stóran garð og koma upp páskaliljur í ýmsum beðum, meðal annars á stöðum þar sem þær ættu ekkert endilega að vera, því fór ég úr í garð vopnuð skóflu og stakk upp eitt “búnt”.
Ég tók síðan liljurnar, enn á lauknum (eins og mér finnast þær flottastar), inn í bílskúr og spúlaði af þeim alla mold.  

…síðan erum við með vafningsvið sem vex á grindverkinu og ég klippti af honum smá greinar, þær voru blautar sökum rigningar og því var auðvelt að móta þær að vild…
…síðan setti ég hreindýramosa ofan í vasa og bleytti vel upp í honum… 

…gamli góði tveggjahæða bakkinn var skreyttur með smá mosagrindverki…

…og vafningsviðurinn var vafinn í lítil hreiður…

…sem að ég síðan spreyjaði með smá Elephant-spreyji…

…og kom síðan “hreiðrunum” fyrir á réttum stöðum…


Afraksturinn:
…hluta af liljunum setti ég í skál á eldhúsborðið, og notaði hluta greinanna til að gera “hreiður” í kringum liljurnar.  Þar að auki stakk ég nokkrum plasteggjum ofan í og setti líka nokkur fiðrildi með, gerð með besta fiðrildagatara í heimi.

…hina laukana setti ég ofan í gamlan blúndu-Ikea-vasa sem ég átti fyrir…

…notaðist við eins greinar, mosa og egg með – og auðvitað fiðrildi líka…

…nú tveggja hæða bakkinn er kominn á sinn stað…

..búið að koma fyrir litlum eggjum í hreiðrin, nokkrum eplum til að fá græna litinn, litum kertastjaka og auðvitað fuglunum fallegu…

..og svo er komin smá uppröðun í eldhúsglugganum…

…og snillingurinn dóttir mín kom heim með snilldarskraut og myndir,
takið eftir ungaröðinni sem byrjar með eggi og endar á risaunga…

…ég hef ekki áður prufað að stinga upp laukana svona í garðinum en þetta virðist vera að ganga vel upp.
Liljurnar eru að byrjaðar að springa út og virðast vera hinar ánægðustu…

…hér sést mosinn og egginn ásamt greinaflækjunni…

…enn og aftur Gleðilega páska allir saman 🙂
Takk fyrir að nenna að fylgjast með mér hér!

8 comments for “Gleðilega páska…

  1. Anonymous
    08.04.2012 at 01:24

    Flott að venju,sniðugt hvað þú getur endalaust endurnýtt hlutina…

  2. Anonymous
    08.04.2012 at 01:44

    Gleðilega páskahátíð mín kæra. Undursamlega fallegt hjá þér alltaf og ég er viss um að liljurnar vilja miklu frekar vera inni í fallegum vasa en úti í rigningunni.
    Kveðja, Svala

  3. 08.04.2012 at 12:08

    Gleðilega páska 🙂

    Fiðrildapönsinn er alveg að gera sig 🙂 bara love it

  4. Anonymous
    08.04.2012 at 12:49

    Gleðilega páska og takk fyrir tímann sem þú gefur þér til að gleðja aðra 🙂 Guðrún

  5. Anonymous
    08.04.2012 at 14:37

    Æði, að vanda 🙂 Finnst páskaskrautið úr leikskólanum alveg sérstaklega fallegt og krúttlegt!
    Kv. Kolbrún

  6. Anonymous
    08.04.2012 at 15:23

    Bara flott. Gleðilega páska. R

  7. Anonymous
    08.04.2012 at 19:49

    Fallegt, fallegt og ennþá meira fallegt.
    Gleðilega Páska

    kv.
    Sigga Maja

  8. 09.04.2012 at 02:18

    Frábært hjá þér og gleðilega páska.
    mér finst það algjör snilld að nota svona páskalilju laukana, en það eru nokkrir hér í garðinum hjá mér sem eiginlega fara framhjá mér á þessum árstíma þar sem ég er nú ekkert mikið úti í garði eins og er. myndi amk njóta þeirra betur á eldhúsborðinu td.
    En halda þeir bara áfram að springa út eftir að inn er komið?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *