Framhaldsliljur…

…hún Stína Sæm (sem er með yndislegu síðuna Svo margt fallegt) setti inn fyrirspurn varðandi páskaliljulaukana sem að ég stakk upp og setti í vasa: 

En halda þeir bara áfram að springa út eftir að inn er komið?

Svarið við þeirri spruningu er sem sé: já 🙂
Laukarnir eru í fullum blóma og hreint að springa úr hamingju á borðstofu- og stofuborðinu.
Ástæðan fyrir að ég ákvað að taka laukana í heilu lagi, í stað þess að klippa bara blómin af, er sú að þegar að þú klippir blómin af þá ertu í raun að “gelda” blómið.  Í það minnsta gerðist það í garðinum hennar mömmu minnar, hún klippti páskaliljurnar af og þá hættu að koma blóm upp þar sem þau uxu áður.

Það þarf að gæta þess að setja mosa í botninn og hafa raka á mosanum, 
vatn má aldrei fara yfir laukinn sjálfann.  

…ég á í endurnýjuðu ástarsambandi við páskaliljur, mér finnast þær ósköp fallegar núna.
Kannski af því að þær koma úr garðinum mínum 🙂
…ég væri samt alveg til í að fá þær í hvítu!
Planið er síðan að setja laukana aftur niður þegar að blómin eru búin, og það verður spennó að sjá hvort að þeir komi aftur upp að ári
Þær eru ósköp fallegar þessar elskur!
Ef þið hafið tekið eftir hvernig páskaliljan hneigir höfuðið þá er einmitt grísk goðsögn sem tengist því.
Sagan um Narcissus:
Til er merkileg saga um grískt goð, sem nefndist Narcissus. Hann var fagur sveinn, sem dísir og gyðjur hrifust af. En hann þýddist enga og ein þeirra var hefnigjörn og sá til þess, að hann varð bundinn þeim álögum að geta ekki elskað aðra. Eitt sinn er Narcissus átti leið hjá vatnsbakka varð honum litið niður í sléttan vatnsflötinn og sá spegilmynd sína. Hann varð hugfanginn af þeirri mynd er hann sá. Hann felldi ást til sjálfs sín! Æ síðan sat hann við vatnið vegna þess, að hann elskaði sjálfan sig svo heitt, að hann vildi ekki hverfa frá ástinni sinni, elskaði eigin mynd. En þessi sjálfsást varð honum að aldurtila. Hann gat ekki slitið sig frá eigin spegilmynd og sjálfhverf ástin varð banamein hans. Upp af dauðastað hans spratt síðan blómið Narcissus, sem við köllum páskalilju.

En þið sem eruð kisufólk þá skuluð þið ekkert vera að setja inn hjá ykkur páskaliljur, ég rakst á þetta hérna á netinu.  Þær eru sem sé stórhættulegar kisum, það er að segja ef kisuanginn ákveður að smakka á blóminu. 

3 comments for “Framhaldsliljur…

  1. Anonymous
    10.04.2012 at 08:52

    Kisan mín hvæsir á páskaliljurnar og tekur stóran sveig framhjá…takk fyrir frábært blogg

    Hrönn

  2. Anonymous
    11.04.2012 at 10:37

    Elska páskaliljur. Sammála sérstaklega hvítar. Spurning um að spreyja 😉
    Kv. Auður

  3. 11.04.2012 at 16:23

    Takk fyrir þetta, þær eru æðislegar, það verður svo gaman að vita hvort laukarnir lifa ferðalagið af. verður sem sagt framhald næstu páska? 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *