Dásamlegur desember…

…er genginn í garð!  Nú geta allir innri jólaálfar glaðst og komið út úr skápnum, skreyttir til fullnustu.

Húrra fyrir því 🙂

09-2014-11-30-130322 - Copy

Við notuðum vonda veðrið til þess að príla upp á háaloft og tosa niður milljón jólapoka og kassa.
Síðan, að því loknu var eins og einhver hefði komið hingað og sprengt risastóra jólasprengju…

34-2014-11-30-165627
…nú og þar sem maður er að setja upp jólaljósin þá er það ekki úr vegi að skella upp aðventuljósunum í leiðinni, ekki satt?

Fyrir margt löngu síðan þá keypti ég þennan hérna í Góða Hirðinum, ég held að ég hafi keypt hann á 3-500kr, man ekki alveg…

10836418_10204669584872864_420386734_n

…og ég átti þessa hérna dásemdar gráu Vintage kalkmálningu frá Martha Stewart, sem ég fékk í Föndru, þá ákvað ég að sérsníða aðventuljósið fyrir herbergi dömunnar…

10818641_10204669629913990_1826972868_n

… og útkoman var þessi…

23-2014-11-30-131156

…sem að mínu mati smellpassar alveg inn hjá elsku stelpunni minni – og það sem meira er, hún var alveg alsæl með það…

14-2014-11-30-131108
…ég málaði allt ljósið með gráu málningunni, sem er með sérlega skemmtilegri svona gamaldags áferð.  Síðan klippti ég niður gamlan nótnapappír og hreinlega vafði utan um “kertin” og skellti bara smá límbandi aftan á, sést ekki neitt og það þýðir að ég get breytt aftur ef vill…

01-2014-11-30-124440 - Copy
…og á þrjú “kertin” setti ég síðan sæta svona gammel límmiða sem að ég keypti í A4 í fyrra.

Segið svo að það sé ekki gott að hamstra og geyma 🙂

05-2014-11-30-124523 - Copy

…ásamt litum slaufum á þessi sömu kerti…

06-2014-11-30-124534 - Copy
…bara dulítið kósý ekki satt?

03-2014-11-30-124454 - Copy

 

…pappírinn nær ekki alveg upp, þannig að það ætti ekki að skapast nokkur eldhætta frá honum…

07-2014-11-30-124552 - Copy
…inni í herberginu eru líka komnir gamlir englavængir á stólinn hennar, sem að gefa líka réttu stemminguna…

08-2014-11-30-130247 - Copy
11-2014-11-30-130421 - Copy
…og ef við kíkjum aðeins á smáatriðin, þá setti ég svona gammel silfurflögur á standinn, en ég fékk flögurnar á sínum tíma í elsku bestu Skrapp og Gaman, sem er því miður ekki starfandi lengur 🙁

17-2014-11-30-131128 - Copy

…litlu böndin fengust í Rúmfatalagerinum, og ég held að þau hafi verið keypt í fyrra (ég er sem sé hoarder – greinilega)…

18-2014-11-30-131131 - Copy

…og ég átti þessi hjörtu líka ofan í skúffu.  Ég er ekki að grínast, ég held að ég hafi keypt þau fyrir ca 8 árum í Köben.  Í hvítu, bleiku og bláu og svo blóm með.  En svipuð gætu fengist í Föndru

19-2014-11-30-131134 - Copy

…og falleg eru þau, ekki satt?

Límmiðinn með hjartascriptinu, kemur af sama límmiðablaði og stelpulímmiðarnir, úr A4

20-2014-11-30-131137 - Copy

…ég verð að segja að ég skotin í þessu – hvað finnst ykkur?

21-2014-11-30-131140 - Copy

…svo var bara eftir að setja upp restina af jóladótinu, það gerðist síðar um daginn…

25-2014-11-30-131212 - Copy

…en mál málanna var að sjálfsögðu að kveikja á aðventukertinu og við ákváðum að nota bara kassastjakann (ásamt þessum stóra í eldhúsinu) og fékk stóra daman að kveikja á kertinu…

30-2014-11-30-152643 - Copy

★★★★★★★★★★★★★

Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er.

★★★★★★★★★★★

32-2014-11-30-152715 - Copy

….elsku stóra stelpan okkar 

33-2014-11-30-152737 - Copy

…þannig hófst þessi desember, með litlu DIY sem væri hægt að beita á nánast hvaða aðventuljós sem er.  Til að mynda eru til mjög ódýr aðventuljós í Rúmfó sem gaman væri að gera smá “meikóver” á…

14-2014-11-30-131108 - Copy

Einhver í svoleiðis pælingum? 🙂

36-2014-11-30-203649 - Copy

7 comments for “Dásamlegur desember…

  1. Guðný Ruth
    01.12.2014 at 08:30

    Dásamlegur!
    Ofsalega fallegur – hver veit nema maður fari nú að föndra 😀

  2. Þuríður
    01.12.2014 at 08:35

    Þetta finnst mér flott, eins tók ég eftir blúndugardínunum í glugganum þar sem ljósinn eru þau gefa svo fallegan svip þegar myndin er tekinn. Ég er í þessum pakka sjálf er svo hrifinn af blúndugardínum.

  3. Gauja
    01.12.2014 at 09:05

    vá þetta er æðislegt aðventuljós 🙂
    Gleðilegan desember

  4. Sigrún
    01.12.2014 at 09:16

    Þvílík breyting á ljósinu 🙂 Gleðilega aðventu.

  5. Margrét Helga
    01.12.2014 at 10:27

    Vá! Þessi er æðislegur! 😀 Get trúað því að daman sé ánægð með hann! 🙂

    Gleðilegan desember 😀

  6. Sigga Helga
    01.12.2014 at 11:14

    Vá allt sem þú kemur nálægt verður töfrum líkast 😉
    Takk fyrir að deila með okkur ….Ert svo mikill innblástur <3

  7. Hrafnhildur Þórisdóttir
    01.12.2014 at 20:41

    þetta er alveg dásamlegt hjá þér eins og alltaf 🙂 það er svo gaman að geta nýtt svona gamalt dót það er svo margt fallegt til í dag til að gera fallega hluti enn fallegri 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *