…litla famelían lagði land undir fót um páskana.
Við kíktum út um gluggan og sáum til sólar og eins og sönnum Íslendingum sæmir vorum við sannfærð um að sumarið færi komið og nú bæri okkur að fara í smá dagsferð.
Að vísu komumst við að því að það var skííííííítakuldi, sandrok og almennur íslenskur ofsavindur. En fjandinn hafi það, við ætluðum að fara í leiðangur!
…við kítum í fjöruna á Stokkseyri og stóðum fyrir utan Draugasetrið, lengra þorði daman ekki. Henni varð nóg um að sjá húsið að utan 🙂
…fundum fullt af fallegum smákuðungum í fjörunni…
…nú ef þið hafið séð okkur þá vorum við skuggalega fjölskyldan…
…en þrátt fyrir kuldan þá var ofsalega fallegt að horfa út á sjóinn, sem var ansi úfinn sökum þess hversu hratt lognið hreyfist á Íslandinu okkar..
…en litlir víkingar láta svoleiðis ekki á sig fá og klífa sandhóla með aðstoðarhunda með sér…
…sem reyndar stinga af við fyrsta sniff af spennandi lykt…
…þessi hvíti er hundurinn Stormur, eins og þið sjáið kannski þá fer hann hratt yfir en svona getur hann nú verið virðulegur…
…mun algengari sjón er hins vegar þessi hér,
hann er sem sé alltaf út um allt og upp um allt – ber nafnið sitt með réttu.
Tungann út um allt, rassinn fer stundum á undan hausnum og almennt svoldið eins og brjálæðingur …
…en saman eru þeir góðir félagarnir, sá eldri og dekkri er Raffi – en hann verður 13 ára í ár!
…reynt að brosa framan í rokið…
…síðan fórum við í gegnum Þorlákshöfn og áfram að Strandakirkju í Engilsvík…
…þar stendur Jesústyttan í gluggan með útbreidda arma og býður alla velkomna á sama tíma og þjófavarnakerfið fælir þá óréttvísu frá 🙂
…kirkjan sjálf er sérlega falleg og gaman að koma inn í hana…
…loftið minnti mig á kirkjuna okkar í Stafholti…
…fallegt að sjá út á sjóinn í gegnum kirkjugluggana…
…kirkjan er víst ein sú ríkasta á landinu sökum þess hversu algeng er að fólk heiti á hana,
það er hægt að lesa nánar um kikjuna hér ef einhver vill…
…falleg stytta stendur við kikjunam en þetta á að vera engillinn sem að víkin er kennd við
Ok, rétt upp hönd, hversu margir eru sofnaðir í ferðasögunni og sögukennslunni??? 😉
haha ég sofnaði ekki 🙂
alltaf gaman að fara í svona dagsferð, óborganlegar myndirnar af Stormi 🙂
Ég sofnaði svo sannarlega ekki! Frábærar myndir, skemmtileg frásögn, sæt fjölskylda og yndislega fallegir hundar! 🙂
laumaði paddington sér inn á skuggamyndina (lengst til hægri á myndinni)?
kv. Bryndís
Skemmtilegar myndir hjá þér 🙂
Við vorum líka á þessum slóðum um páskana, skoðuðum öll fallegu húsin á Eyrarbakka.