…handa mér, það dugar bara ekkert minna 🙂
Ég á í ástarsambandið við kort þessa dagana, kort og hnetti – eins og margt oft hefur verið talað um áður á þessu litla bloggi mínu. Því rak ég upp hamingjuóp um daginn þegar að ég fór inn í My ConceptStore í Kópavogi (er líka með frábæra vefverslun hér) og fann gjafapappír hjá þeim. Pappírinn er nefnilega þykkur og alveg jafnflottur í ramma sem plakat eða bara beint upp á vegg.
Það var af nægu að taka en ég valdi að sjálfsögðu gamaldagsheimskort, eins og þetta hér.
Síðan þegar heim var komið þá vissi ég reyndar ekki aaaaalveg hvar ég ætlaði að pota kortinu. Veggplássið er svo til uppselt hérna innanhúss og ég var bra í stökustu vandræðum með fallega gripinn minn.
En koma tíma og koma ráð, eða í þessu tilfelli hugmyndir. Blessaður skápurinn minn er búinn að standa “eins” í lengri tíma, og þeir sem mig þekkja vita að svoleiðis vitleysa gengur náttúrulega ekki upp…
…því tók ég bókina mína gömlu og góðu (það var nú eins gott að þetta var löng rifin bók sem ég fann í GH 🙂 og fór að festa upp blaðsíður. Ég tók venjulegt límband sem ég festi í hring og setti aftan á hverja blaðsíðu í hornin. Það borgaði síg greinilega að festa upp Bravo-plagötin í gamla daga…
…ég festi síðurnar þvers og krus, ákvað að hafa enga reglu á þessu…
…og síðan festi ég plakatið inn. Helst hefði ég viljað hafa plagatið þannig að það fyllti út í hilluna en ég ræð víst ekki við að stækka plakat…
…og svo raðað inn…
…síðan byrjaði ég að gera næstu hillu. Þá var eitthvað svo einmannalegt að vera bara með blaðsíður þar. Bókin stóra á efri myndinni er gömul Websters-orðabók frá 1944, og þegar ég var að skoða hana sá ég að þar voru landakort og þær blaðsíður voru lausar (sökum aldurs – komnar á eftirlaun). Þannig að ég ákvað að festa landakort líka inn í hverja hillu, svona til að tengja saman efstu hilluna og þær fyrir neðan…
..ég límdi upp blaðsíður þrátt fyrir að þær væru rifnar og fannst það bara meiri karakter, svona í stíl við aldur kortanna og svona…
…og áfram höldum við, hillu fyrir hillu…
…þetta kort var fyrir tengdapabba, ohh Kanada 🙂
…kampavínskristalsglösin sem að mamma og pabbi fengu í trúlofunargjöf fyrir rúmum 50 árum, með gyllingu og látum 🙂
…og þegar öllu þessu er lokið, eru allar hillur fullar, saman við og landakortið komið upp á miðjan veeeeegg (hverjar sungu Piparkökusönginn með?)…
..eins lét ég hnettina mína góðu ofan á skápinn, stillti þeim upp á kertastjaka og la voila, þrír mínihnettir…
…pssst… ekki segja mömmu að silfrið sé ekki fægt, þá verður allt vitlaust 😉
…hérna er svoldið sniðug lausn til þess að nýta betur skápapláss, stilla bollum upp á tveggja hæða kökudisk…
…stellið er líka gamalt frá foreldrum mínum, elska það þegar að hlutir eiga sér sögu…
…brúðarglösin okkar og kökustyttan…
…gordjöss Iittala Thule glösin okkar, sem eiga sér líka sögu, koma frá tengdaforeldrum mínum 🙂
..og smá nærmynd af kortinu fallega frá MyConceptStore.is
…ok ég veit að þetta er ekki allra. En mér finnst þetta í það minnsta skemmtileg tilbreyting og gaman að breyta svona til. Þetta er ekki varanlegt, alltaf hægt að kippa úr og hægt að setja kortið fína í ramma í framtíðinni 🙂
Það birtir líka yfir skápnum og allir hlutirnir líta allt öðruvísi út. Mér finnst líka einhvern veginn eins og skápurinn minn sé orðinn svona veraldarvanur og smá þreyttur ferðalangur. Hann eignaðist sína sögu við þetta (aðra en að vera keyptur í smáauglýsingum hjá mbl.is :)…
…í það minnsta er hægt að yfirfæra þessa hugmynd og nota öðruvísi efni í bakið. Skrapppappír, veggfóður eða bara efni…
Hvað segið þið, spilun eða bilun?
Like eða dislike? 🙂
Mjög fínt! 🙂 Var einmitt búin að sjá þennan pappír og ætla að kaupa svona til að hengja upp inní herbergi hjá stelpunum mínum 🙂
Alveg hroðalega sniðugt. Þessi bók er algjer snilld og að kortin úr henni skuli passa við stóra kortið……!
Kveðja
Kristín
Big LIKE
kv.
Sigga Maja
þú ert bara “snillingur”
kv GUÐRÚN
Vá hvað mig langar í svona kort og kortin úr bókinni er algjörlega gordjös, mér finst snilld að nota þetta svona. Helst myndi ég nú bara líma þetta endanlega í (já og sjálfsagt myndi ég bara mála allann skápinn og gera gamlann í stíl við rifnar og gamlar blaðsíðurnar) En það þætti líklega flestum algjör synd og skömm haha. Ótrúlegt hvað allt breytist í skápnum (og það er alltaf svo gaman)
Gaman að sjá þetta hjá þér og eflaust eigum við eftir að sjá fleyri sniðugar útfærslur á þessum kortum 😉
Bjútífúl!
kv.Dýrley
Flott! Búin að fá mér og setti í ramma og upp á vegg beint á móti bókaskápnum með Íslandskortinu. Manninum mínum finnst þetta orðið gott í bili s.s 2 kort og samtals 7 hnettir af ýmsum stærðum og gerðum. 🙂 kv. Gulla
PS. Sástu seglana og litlu kortin og og. …. 😉
Gleymdi að segja að ég er að spá í að fá annað og plasta það ofan á “ljótu” skjalaskápana í vinnunni hjá mér.
Kv. Gulla
Snilldarhugmynd! Kemur mjög vel út 🙂
Bestu kveðjur
Margrét
geggjuð kort, glæsileg hugmynd hjá þér 🙂 kv. Ína
Algjör sniiiild 🙂
Ég keypti eins kort og setti í ramma frá Ikea og er með inni hjá stráknum mínum 🙂
Kv. Sara Björk