Góss…

…þegar að ég fer í Gutez Hirdoz þá fer ég ávalt í bókahornið og kíki á bækurnar.  
Um daginn fann ég nokkrar gamlar, gullfallegar barnabækur.  
Þær eru þó ekki ætlaðar til lestrar – heldur sé ég það fyrir mér að nota myndir úr þeim í ramma sem skreytingar í barnaherbergi 🙂
…ohhh man eftir þessum frá því að ég var lítil…

…svo fallegir litir og myndir…

…sæta kisann…

…ekki prinsessan á bauninni, heldur kóngsdóttirin 🙂

…þessi hérna yrði geggjuð í ramma…

…og þessi…

…ég er samt með smá áhyggjur af því hversu mikið málaður prinsinn er, hann er mjög metró…

…þessi í ramma = luv….

…þannig að ef þið þekkið þann sem var með númerið 85-723 þá getið þið sagt viðkomandi að ég er með gömlu bókina hennar/hans 🙂

11 comments for “Góss…

  1. Anonymous
    18.04.2012 at 08:49

    Yndislegar bækur og ekki eru myndirnar síðri.

    Ég er með fóbíu fyrir því að rífa í sundur gamlar heillegar bækur, en ég er hinsvegar hrifin af því að nýta myndir úr barnasögum sem skreytingar í herbergi barnanna þar sem ég er einnig með fóbíu fyrir stöðluðum barnaherbergjum með Bangsímon, cars, Dóru og guð má vita hvað þetta heitir út um allt.

    Langar þess vegna að benda þér á möguleikann að skanna inn myndirnar og prenta þær út, þá er jafnvel hægt að eiga við þær og hafa þær í stærð sem hentar ákveðnum römmum!

    Hlakka annars til þess að sjá útkomuna, þetta er spennandi verkefni 🙂

    kv. maría

  2. 18.04.2012 at 08:57

    ooohhh þetta er sko góss sem þú ert með. Æðislegar myndir og gaman að sjá þessar bækur man svo eftir þeim síðan ég var lítil… pældi man ég mikið í því hvernig prinsessan fann fyrir bauninni haha

  3. Anonymous
    18.04.2012 at 10:11

    Sammála Maríu myndi ekki tíma að taka þær sundur hugsaði einmitt strax… nei skannaðu haha 🙂 en æðislegar myndir!

  4. Anonymous
    18.04.2012 at 10:20

    Æðislegt að nota skannaðar myndir úr bókum og nota í ramma. Skanna líka mikið myndir úr bókum í kort. Og af því að þu ert hrifin af landakortum hef ég líka skannað þau inn búið til kort og síðan pakkað inní kortið. Frábært bloggið þitt allra flottast:)
    KV HIA

  5. mAs
    18.04.2012 at 12:00

    Yndislegar bækur, svo er ein í viðbót í þessum stíll sem heitir Gréta og grái fiskurinn alger fjársjóður:-)

    Knús Stína (MAS)

  6. Anonymous
    18.04.2012 at 22:24

    Ó plís ekki taka síður úr bókunum. Þetta eru svo fallegar bækur og vel hægt að skanna eins og þessar á undan mér skrifa.

    Kv, Jórunn

  7. 19.04.2012 at 19:18

    Haha, ekki halda að ég sé einhver brjálaður bókaníðingur sem geng um og ríf í tætlur heilar bækur.

    Það er bara eitthvað við það að kaupa bækur í Góða Hirðinum og setja í hendurnar á krílunum mínum sem ég er ekki alveg að fíla. Vil ekki kaupa neitt þar nema ég get hreinsað þetta og þrifið alveg í ræmur. Kannast enginn við svoleiðis? 🙂

  8. Anonymous
    19.04.2012 at 21:48

    Kannast við þrif- syndromið;) Gaman að sjá þessar gömlu bækur og æðislegar myndirnar í þeim.

    Kv.Hjördís

  9. Anonymous
    19.04.2012 at 23:02

    Ég skal kaupa kóngsdótturina af þér 😉 þú getur skannað allar myndirnar. Þessi bók vekur upp margar minningar hjá mér 😀

    Kv, Jórunn
    jorunngro@gmail.com

  10. 20.04.2012 at 11:48

    skil einmitt þetta með þrifin á svona notuðum hlutum… ég gæti alveg rifið þær úr og sett í ramma híhí, myndi hins vegar ekki gera það við bækur sem ég átti þegar ég var lítil 🙂

  11. 20.04.2012 at 21:24

    já ótrúlega skemmtilegar bækur ! en ég veit ekki hvort ég myndi taka myndirnar úr þeim frekar að eiga og lesa fyrir börnin 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *