Lengi getur gott “bessnað”…

…er það ekki örugglega andstæðan við “lengi getur vont versnað”?

Haha 🙂

En svona í alvöru, ég get ekki séð neitt í friði til lengri tíma.  Það er sennilegast bæði minn löstur og kostur, bæði í bland – haldast í hendur.

Munið þið eftir dásemdar ljósunum úr Litlu Garðbúðinni, sem ég hengdi upp í eldhúsinu, og finnst svoooo falleg.
Það er ekki eins og það hafi vantað eitthvað upp á fegurðina á þeim, en ég varð samt að potast aðeins…

01-2014-11-26-102130

…þið sjáið það ekki satt?

02-2014-11-26-102135

…ég átti sem sé nokkra svona “kristalla” eða bara glerglingur, hérna heima og ákvað að skella þeim neðan í ljósin mín fínu…

03-2014-11-26-102141

…ó hvílík gleði…

04-2014-11-26-102150

…ég er sennilegast mjög einföld sál því að það þarf mjög lítið til þess að gleðja mig…

06-2014-11-26-102200

…síðan munið þið eftir aðventukransinum góða.  Sem ég setti á svona kertatattoo (sjá hér), á sama tíma fékk ég í A4 þetta hérna, og hugsaði mér því gott til glóðarinnar að útbúa mér dagatalakerti…

07-2014-11-20-170314

…sett í volgt vatn til þess að þetta losni af pappírinum, og svo er þessu komið fyrir á kertinu…

08-2014-11-20-170431

…fékk líka nokkrar stjörnur, því að allt verður betra með stjörnum…

09-2014-11-20-185338

…og hipp hipp hipp – barbabrella!
Svona líka sérdeilis stórt og fínt dagatalakerti.

Ég er búin að sannfæra sjálfa mig að desember líði hægar og að ég nái að gera ALLT ef kertið er nógu stórt…

25-2014-11-26-153157

…límmiðana setti ég síðan bara svona hér og þar…

12-2014-11-26-102225

…og slaufan, hún er nú bara gamalt málband sem ég fann úti í skúr og setti saman í slaufu, sem ég festi með svörtum borða…

13-2014-11-26-102227

…og fyrst ég er að þvælast um í eldhúsinu, þá er best að sýna aðeins aftur kransinn…

14-2014-11-26-102250

…hann fékk nefnilega smá upplyftingu þessi elska…

15-2014-11-26-102256

…og ég tók sem sé sandinn úr og setti bakka ofan á skálina stóru….

19-2014-11-26-102552

…og síðan eru allri súpunni raðað ofan á hann…

20-2014-11-26-102555

…og þá varð hann svona, aðeins hærri, aðeins reisulegri og bara ágætur greyjið…

17-2014-11-26-102408

…og saman standa þau keik þarna í eldhúsinu, og bíða jólanna…

16-2014-11-26-102306

…eða í það minnsta þessi hérna…

18-2014-11-26-102412
…mikið eru þessi nú að gleðja mig mikið!

22-2014-11-26-102639

…og svo í rökkrinu, þá varpa þeir svo dásamlegum skuggum í kringum sig…

27-2014-11-26-214439

…og verð að segja að “eyrnalokkarnir” gerðu ljósin nú bara enn sætari…

29-2014-11-26-214513

…ekki sammála?

30-2014-11-26-214521

…draumur og dásemd í dós…

31-2014-11-26-214529

…og oggulítið bling á dag, kemur skapinu í lag!

Annars bara, jáhá tvo blogg í dag Soffia mín, asskoti ertu dugleg!!! 😉

32-2014-11-26-214539

p.s. like-takkinn er hættur að bíta, þannig að ykkur er óhætt að nota hann.  Það eru allar líkur á að það detti konfektmoli út úr tölvunni 😉

11 comments for “Lengi getur gott “bessnað”…

  1. Íris Björk Hlöðversdóttir
    27.11.2014 at 18:58

    Ég er svo nýlega dottin inn í bloggið þitt og vonandi mun ég geta gefið mér tíma til að brása það allt í gegn því það er svo gefandi, fallegt og hlýtt.
    Ljósin eru virkilega fín svona.. sammála, bling á dag kemur skapinu í lag 😉
    kveðja, Íris.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      27.11.2014 at 19:31

      Takk fyrir þessi fallegu orð Íris, mikið er gaman að heyra svona!
      Velkomin 🙂

  2. Anna sigga
    27.11.2014 at 19:30

    🙂 já sko bara jóla blingið komið hahaha frábært hjá þér….en ertu byrjuð að brenna aðventuljósin?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      27.11.2014 at 19:33

      Ég get sko lofað þér að þetta er heilsársbling, en ekki bara jólabling!

      Er ég byrjuð að brenna aðventuljósin? Í fyrsta lagi þurfti ég að nota þessi kerti í myndatöku og var búin að kveikja á þeim, svona er ég nýtin, í annan stað – hefuru séð stærðina á þessu kerti. Ég hefði getað byrjað að brenna það á seinstu jólum og það myndi ekki sjást högg á vatni!:)

  3. Margrét Helga
    27.11.2014 at 19:49

    Æ hvað smá bling gerir heiminn betri 😉 Flott að hengja svoleiðis í ljósin…þessi göt biðja nú bara næstum því um að láta hengja bling í sig 😉

    Yndislegur póstur, þarf greinilega að fara í A4 og athuga með svona kertatattú 😉

  4. Hrönn
    27.11.2014 at 19:53

    Allt svo yndisfagurt sem þú kemur nálægt og alveg ómetanlegt að fylgjast með þér og öllu því sem þér dettur í hug að framkvæma 🙂

  5. 27.11.2014 at 19:54

    Þetta er alger dásemd og það allar bessnasta sem ég hef séð! 😉

  6. Margrét Milla
    27.11.2014 at 21:15

    Eins og ég var nú ánægð með mín svona bling laus, nei nei þá kemur þú og betrar þau og núna verð ég að fara í bling leiðangur!

  7. Alma
    28.11.2014 at 07:49

    Allt svo fallegt hjá þér 🙂 Veist hvar ég fæ fallega tölustafi ? ( mega vera límmiðar,tré eða járn )

  8. Asa
    28.11.2014 at 08:10

    Bling bling bling… Dásemd!
    Aðventukransinn þinn er fyrirmynd mín – vantar samt nokkra hluti svo hann verður langt frá því að vera eins. Takk takk,
    þú ert altaf jafn hugmyndarík.

  9. Bjargey
    28.11.2014 at 13:58

    Miklu flottari með blingi…segir sig sjálft! Ótrúlega flottur gluggi hjá þér 🙂

    Ég elska það hvað þú ert óhrædd við að taka hluti og gera þá að þínum eigin, svona eins og söngvari sem syngur lag eftir annan listamann en gerir það á sinn hátt 🙂 enda hef ég sagt að áður og held því áfram, þú ert algjör listakona Soffía!

    Jólakveðju
    Bjargey

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *