…getur komið frá ýmsum stöðum! Þetta er alltaf spurning um að hafa augun opin.
Það eru svo margir sem spyrja mig hvernig ég fái hugmyndir til þess að gera hitt og þetta sem að ég geri? Ég held að svarið við því sé bara að vera duglegur við að skoða myndir af hinu og þessu, t.d. bara á netinu, og nota síður eins og Pinterest til þess að vista myndirnar niður og skrifa jafnvel undir þær hvað það er sem heillar þig við myndina.
Ég var til dæmis að fletta í gegnum nokkrar heimasíður í gær og sá nokkrar myndir sem ég stoppaði strax við.
Fyrst og fremst var það þetta eldhús.
Mér finnst það algerlega frábærlega fallegt. Grófleiki stólanna á móti “fína” bekknum, gróft dökkt gólfið og ljósara borðið. Léttleiki borðskreytingarinnar. Loftljósin í eldhúsinu. Þetta er ekki í stíl, en samt er þetta allt í stíl, ljóst borðið á móti ljósum gardínunum. Ohhhhh, bara flott!
Núna er þetta ósjálfrátt komið inn í gagnabankann og ég verð ósjálfrátt alltaf að leita að einhverju sem líkist þessu – alveg óvart og án þess að reyna 🙂
Ég lendi stundum í þessu. Til dæmis um leið og ég sá stóru glerkrukkurnar, eins og ég er með í eldhúsinu, þá stökk ég á þær (og til allrar hamingju þá brotnuðu þær ekki). Enda var ég búin að skoða álíka krukkur í Pottery Barn í nokkur ár.
Hér er önnur mynd sem ég staldraði við, bekkurinn undir glugganum og við vegginn er náttúrulega bara dásemd. Síðan finnst mér skemmtilegt að sjá hvernig bastið kemur inn í rýmið, bæði í stólunum og ljósinu.
Yndisleg stofa. Það er allt mjög hvítt, en samt er hlýleiki og notalegheit.
Gólfið er að ráða mestu þar um, en síðan má líka horfa á púðana. Alls konar áferð og mynstur. Einnig eru gærurnar alveg að gera sig. Þarna finnst mér það gera gæfumuninn að blanda svörtu saman við, ásamt hlýju tónunum í viðnum.
Innbyggðir skápar og hillur. Þetta er það sem ég sé fyrir mér í herbergi litla mannsins þegar að við flytjum krakkana herbergja á milli. Það stóð reyndar til að gera það núna í sumar en við erum búin að ákveða að fresta því í eitt ár. Daman er enn með svo mikið af leikföngum og þarf það mikið pláss í kringum sig, meðan að litli kallinn gerir engar kröfur á pláss í kringum sig ennþá. En mig langar að láta byggja inn svona hillur ásamt sæti fyrir neðan gluggann. Svo kemur bara í ljós hvað gerist 🙂
Þannig að boðskapurinn er bara, hafið augun opin – kíkið í kringum ykkur á hluti sem ykkur finnast fallegir og það er aldrei að vita nema þið finnið eitthvað sem hægt er að nota á svipaðann hátt 🙂
Sérstaklega á þessi boðskapur við þegar farið er á staði eins og Góða Hirðinn. Þú veist aldrei hvað þú finnur eða hvernig er best að nýta það – það er alltaf sörpræs element í þessu.
Ég fór t.d. ekki í leiðangur á eftir “franska” speglinum, en um leið og ég sá hann þá var ekki aftur snúið..
…sama sagan með litla stólinn, ég var ekki að leita að litum stól, en hann fann mig þessi elska…
…þetta gamla borð var búið að eiga heima í geymslunni í lengri, lengri tíma. En allt í einu sá ég ljósið því að ég mig hefur alltaf langað í bekk við fótagaflinn inni hjá dömunni…
…ég var ekki í leiðangri til þess að kaupa lampa í strákaherbergi. En þegar ég sá starfsmanninn koma labbandi fram með þennan þá grínlaust elti ég hann og bað um lampann, hann komst aldrei í hilluna 🙂
Ég bara vissi um leið og ég sá hann að skermurinn myndi fitta vel á og þetta gæti orðið töff lampi í strákaherbergi.
Síðan hafa líka verið verkefni sem að hafa mistekist, langar ykkur kannski líka að heyra af þeim?
Já, ekki spurning að fá að heyra af verkefnum sem hafa mistekist, geta gefið hugmyndir líka og svo gaman að fá að sjá að það heppnist ekki allt fullkomlega hjá þér haHAHAHa 🙂
Takk fyrir þennan póst – ákkurat það sem mig vantaði – Þessi eldhús eru yndisleg… ef allt gengur upp er það einmitt eitt af því sem þarf að ganga í að gera upp og svona stemming er einmitt það sem við sækjumst eftir – hvítt, skandinavískt, smá hlýr viður með – náttúrulegt og rólegt – og bekkur undir glugga er náttúrulega bara æði!
Það væri auðvitað mjög skemmtilegt að sjá líka hluti sem hafa mistekist… doldið öðruvísi! 🙂
Takk fyrir þetta, ég skoða og skoða en gleymi svo að geyma það sem mér líst vel á. Það er auðvitað grundvallaratriði. Before and after póstarnir eru í uppáhaldi hjá mér en svo reynir maður eitthvað sjálfur sem annað hvort gengur ekki upp eða maður veit ekki alveg hvernig á að klára/leisa. Þess vegna væri alveg gaman líka að sjá frá þér það sem ekki gengur upp. 🙂
Kveðja
Kristín
Hæ hæ allt sem þú ert að gera er frábært því datt mér í huga ða leita ráða hjá þér 🙂
Ég er með eldhússtóla úr dökku gervi leðri sem er orðið mjög sjúskað, éger búin að vera að reyna að kíkja á pinterest til að fá hugmyndir að því að endurgera þá á sniðugan hátt en er ekki nógu góð að leita. Þetta eru þessir týpísku brúnu leðurstólar með háu baki úr Ego dekor. Getur þú hjálpað ?
Kv. IBS
Mikið væri nú gaman að sjá mislukkuðu verkefnin! 😉
Ertu ekki fullkomin? 🙂 það væri bara gaman að fræðast um allt sem þú gerir, heppnast eða ekki.
kv Guðrún B
🙂 já ég vil lika sjá misstökin þá veit ég að það má lika gera svoleiðis 😀
en nei grínlaust það hefur verið upplifun að skoða verkefnin sem þú ert að gera og margt mjöööööög sniðugt…. annað minna sniðugt en það er eðlilegt við erum sem betur fer ekki öll í sama farinu 🙂 Haltu bara áfram !!! Altaf gaman að skoða hvað þú ert að gera perfect or not 😀 😉
kv Anna Sigga
Hæhæ
Ég væri til í að vita hvar þú fékkst skerminn á dýralampann 🙂
Ég á 2 gamla rosa flotta lampafætur með svona gömlu lampastæði en finn hvergi skermi á þá
kv.
Íris
IBS, mér finnst svoldið erfitt að sjá fyrir mér hvað sé hægt að gera fyrir gervileður sem farið er að sjá á. En þú gætir sjálf hugsanlega klætt stólana eða keypt áklæði yfir þá. Reyndar las ég á einum stað að maður geti prufað að nudda skóáburði (í réttum lit) í og þá myndi stóllinn líta betur út – en ég hef ekki reynslu af því að prufa sjálf.
Hér eru hlekkir sem ég fann um viðgerðir á gervileðri:
http://www.ehow.com/how_7866545_repair-tear-faux-leather-couch.html
Íris, skermurinn er frá IKEA og heitir LÖBBO.
Sá glerkrukku sem þig gæti langað i, á þremur hæðum eins og var einu sinni til í Rúmfatalagernum. Hún er til i Húsasmiðjunni.
Takk æðislega 🙂 Bjargar algjörlega DIY mínu
kv.
Íris