..alla leið! Ég veit ekki hvort að ég á að vera ánægð með það hversu margir urðu ofsa kátir og spenntir við tilhugsunina að sjá misheppnuð verkefni frá mér 😉
Byrjum á einhverju sem var langt frá því að vera misheppnað, sem voru þessar orkídeur sem að ég átti 2010 (og á reyndar enn :)…
…stundum horfir maður á hilluna sína…
…og horfir svo á auða vegginn í eldhúsinu…
…og prufar síðan að færa hilluna. Niðurstaða = ekki að gera sig!
Hillan gekk alls ekki á þennan vegg og átti ekki heima þar.
Lexían = það er samt allt í góðu að prufa 🙂
…keypti efni og var að prufa nýja leið til þess að búa til jólasokka…
…klæddir að innan með hvítu flísefni…
…þeir urðu bara aldrei fallegir þannig að ég tók ekki einu sinni eftir mynd af þeim.
…ahhh, smá project – lím, glimmer og glerkrukka. Teikna mynstur með líminu og setja glimmer yfir…
…hrista glimmer af. Niðurstaða = nahhhh
….ég hef áður sagt söguna af gíröffunum, frá Jón Indíafara-árunum…
…fyrst var stóri málaður blár, með veggjamálningu og það var ekkert mál.
En svo notaði ég akrýl föndurmálningu á þennan minni – og hann varð disaster….
…eigum við eitthvað að ræða þessa neongulu martröð á sýrutrippi, og sjáið áferðina á málningunni…
…en aaaaaaah, er þetta ekki aðeins betra?
Lexían = ef eitthvað mistekst, þá bara reyna aftur, og aftur og aftur 🙂
…þessir hérna voru reyndar ekki misheppnaðir, en þeir voru einhvernveginn ekki ég.
Flest öll verkefnin sem ég geri, eru enn á sínum stað hérna innanhúss, en ekki þessir – þeir rötuðu eiginlega strax út í skúr greyjin…
…plastrammar úr Megastore, þeir nánast bráðnuðu og allt lak þegar ég prufaði að spreyja þá – það var alls ekki fallegt!
…eins með þennan lamparæfil, það var einhvernveginn ekkert meir gert fyrir hann…
…síðan keypti ég hræódýran körfustól til að spreyja…
…og eftir spreyingu varð hann einhverv veginn ekkert skárri…
…hann var eitthvað svo þurr og ómögulegur. Ég sendi hann sömu leið aftur í Góða Hirðinn 🙂
…borði með límbaki…
…utan um kerti – flaaaaaaaa…
…stimpilbrögð…
…ekki að gera sig, nóbb….
…meiri tilraunir með stimpla….
…og aftur, neibbs…
…fékk segla sem ég ætlaði að skreyta…
…aftur með stimplum…
…jújú, svosemalvegsætt, en þurrkaðist af um leið – þarf þá að ModPodge-a þetta einhvernveginn…
…reyndar er þetta alls ekki mislukkað!! Dóttir mín, þegar var verið að skreyta fyrir afmælið hennar, ákvað að skreyta sjálfa sig með því að pota blómunum niður í brækur…
…eiginlega verst að það skuli ekki vera hreyfingar og hljóð með þessu.
Þið bara hefðuð átt að sjá sveifluna á blómunum, og dömunni 🙂
…tómur vasi…
…skreytiefni…
…mosi…
…spítur og gróft…
….nnahhhhhhh – setti þetta ekki inn á bloggið…
….var ekki skotin!
…fallegur stimpill frá Söstrene Grenes…
…mjög fagur…
…útkoman = eitt ljótasta fúlegg sem sögur fara af 🙂
….keypti skermi og ákvað að klæða hann með nótnablöðum….
…sem gekk bara vel, þar til ég setti ljós undir skerminn og öll samskeytin komu í ljós = ekki fallegt!
….þessi gamli góðu tókst vel, sælla minninga….
…en þessi var bara ekki að gera sig, á neinn hátt…
…eða svo fannst mér ekki!
…Ég vona að þið hafið getað haft gott og gaman af.
Það gera allir mistök, það tekst aldrei allt og sumt verður aldrei eins flott og maður hélt að það yrði inni í hasunum á manni. Ef þið eruð að fara að prufa ykkur áfram, farið í GH og kaupið inn eitthvað ódýrt og prufið ykkur áfram. Ekki byrja á einhverju sem tengist tilfinningaböndum.
Ég er að kaupa sprey í Exodus, Europris, Múrbúðinni og bara hvar sem ég finn ódýr sprey í réttum lit.
Gangi ykkur vel, og segið mér – hefur eitthvað mistekist hjá ykkur? 🙂
Ég var að prufa að spreyja myndaramma sem ég var búin að fá leið á og það heppnaðist ekki neitt sérlega vel. Ertu með góð ráð varðandi Sprey vinnu??
Kveðja, Hrönn
Bæði sorglegt og skemmtilegt að lesa þennan póst 😀 takk fyrir mig!
frekar gaman að fá að sjá að það heppnast ekki allt fullkomlega hjá þér, veitir okkur hinum meiri kjark 🙂
skemmtilegur póstur
kv. Kristín S
🙂 gaman að lesa þennan póst
oohhh já það heppnast ekki alveg allt… ég er ekki nógu dugleg að grunna hluti… fer bara beint í að spreyja, ekki alltaf sniðugt :-þ
haha, skondinn og skemmtilegur póstur, gott að minna mann á að þetta gengur ekki alltaf eftir áætlun!
Kv. Kolbrún
Ég var búin að hafa fyrir því að leita að réttu diskunum og tengilið þar á milli til þess að búa til þriggja hæða kökudisk, það tók mig nokkra daga, svo hófst ég handa við að spreyja, setti diskinn ofan í pappakassa til þess að spreyjið færi ekki útum allt, þegar ég var búin að spreyja ætlaði ég að lyfta kassanum … botninn var ekki límdur og diskurinn smallaðist á grjótharðri stéttinni. Langaði til að grenja en fór þess í stað í fýlu og hef ekki reynt þetta aftur 😛
Skemmtilegur pistill
Talandi um mistök þá hef ég í nokkurn tíma notað Pinterest og ég er í skýjunum með þá vefsíðu. Í stað þess að bookmarka hægri, vinstri þá “pinna” ég hana þar. Þvílíkur munur, allt svo vel skipulagt og auðvelt að finna aftur alla sniðugu krækjurnar.
Ég las ekki skilmála pinterest þegar byrjaði þar. Kemur í ljós að fyrirtækið Pintrest gerir ráð fyrir að þú hafir fengið leyfi hjá höfundi til að “pinna”. Þegar ég “pinna” mynd inn á síðuna mína hjá Pintrest þá öðlast fyrirtækið rétt til að gera það sem þeim sýnist með þá mynd. T.a.m. selja hana, setja hana á varning, græða pening.
Ekki nóg með það ef höfundar myndarinnar er ósáttur og kærir Pintrest þá beinist kæran að mér því ég setti myndina inn og ég þarf að auki að greiða lögfræðikostnað Pintrest. Ef til sakfellingar kemur þá þarf ég að greiða skaðabæturnar sem fara til ljósmyndarans og bæta þann fjárhagslega skaða sem Pintrest hefur orðið fyrir vegna málsins.
Ég ELSKA þessa síðu en verða að viðurkenna að mér finnst þessir skilmálar ógnvekjandi.
Veistu eitthvað um þetta? Mig langar svo að halda áfram að nota þessa síðu en svolítið leiðinlegt að þegar ég “pinna” mynd af síðunni þinni þá öðlast Pintrest rétt til að gera hvað sem er við myndirnar þínar.
kv. Erla (afsakaðu hvað þetta varð langt)