Ég fór svo mikið að hugsa um mistök eftir að ég gerði póstinn í gær. Það voru margar að tala um að það væri gott að sjá að ég gerði líka mistök og það tækist ekki allt sem að maður tekur sér fyrir hendur. Ég held að við hljótum allar/ir að vita að svo er ekki, við gerum öll mistök!
Ég veit bara með sjálfa mig að þrátt fyrir að ég sýni ykkur eitthvað hérna inni, og þið hrópið húrra fyrir mér, þá er maður sinn eigin versti óvinur. Ég er líka í þeim pakka að draga úr sjálfri mér og þrátt fyrir að bloggið hjálpi oft að hífa upp sjálfstraustið af því að það eru komin 10 komment, þá getur það jafnframt dregið úr manni af því að það er bara komin 2 komment. Ef þið skiljið hvað ég meina 😉
Maður er einhvern veginn alltaf að miða sig við fyrri árangur, eða það sem verra er, miða sig við aðra. Stundum finnst mér ég t.d. vera alveg út úr kú af því að ég er ekki með hvítmálaða shabby chic stílinn eins og svo margir aðrir. Ég er bara áfram með mín dökku húsgögn og meira svona grófan stíl, en það er líka bara eitthvað sem að hentar mér og mínu heimafólki. Við erum með tvö lítil börn og tvo hunda og ég myndi sennilegast ekki gera neitt annað en að þrífa ef allt væri hvítt. Síðan finnst mér líka dökkur viðurinn og dökkir tónar vera svo hlýlegir. Hann er notalegur og kósý og hann hentar okkar heimilisfólki vel, og er þrifvænn 🙂
Þannig að ég held að maður verði að miða sig við það sem hentar manni sjálfum og fjölskyldunni allri. Við búum jú víst hérna öll saman og öllum þarf að líða vel og heimilið þarf að fúnkera fyrir alla.
Reynið bara að finna ykkar stíl, eða ef þið finnið ykkur ekki í ákveðnum stíl, þá bara veljið hluti sem að ykkur finnast fallegir – þrátt fyrir að koma hver úr sínu horninu. Ef þið umkringið ykkur með hlutum sem að ykkur finnast flottir eða ykkur þykir vænt um þá hlýtur ykkur að líða vel heima hjá ykkur.
En jæja, ég er búin að tuða nóg í bili og skal hætta núna 🙂
Yfir í eitthvað skemmtilegra….
…þegar ég fór í Skrapp og gaman þá pikkaði ég upp þessa sætu félaga. Þeir eru eins og upphleypt, þrívíddar gipseitthvað með lími aftan á…
…og ég fann litla bambanum tímabundið hlutverk núna um daginn…
…e hann ekk dætr?
….”There’s a deer just outside eating fruit from the orchard”…
…en Bambi litli er sáttur í bili og það er ég líka!
Góða helgi elskurnar 🙂
Sé ekkert mislukkað hér… langt því frá 🙂
Ég er hrifin af stílnum hjá þér, þó svo ég sé ekki með nein dýr og börnin löngu flutt að heiman þá mundi mér ekki líða vel í öllu hvítu 😉
Þessi hús sem þú ert með eru æðisleg, hvar nálgast maður svona ?
Góða helgi 🙂
Nafnið mitt kom ekki með athugasemdinni hér fyrir ofan… skrifaði það samt…
Á eftir óskum um góða helgi átti að koma:
Jónína Dúadóttir 🙂
ég hef einmitt verið að spá í þegar maður er að skoða hvítu heimilin á netinu hvernig fer fólk að þessu! kannski ekkert mál þegar maður er ekki með börn, dýr eða neina vini haha
Sammála þér að dökki liturinn er svo hlýr á móti og finnst mér þér hafa tekist einstaklega vel með að finna stíl sem er flottur og hentar heimili með börn og dýr 🙂
kvet alla sem kíkja hérna við að skilja eftir sig smá spor í kommentunum…. 🙂
Góða helgi
Sæl,
Mikil og djúp speki á föstudagsmorgni 🙂 Er sammála þér með að maður á að hafa hluti í kringum sig sem henta og manni þykir vænt um. Það er misjafnt hvað passar hverjum og einum og reyndar eins og í mínu tilfelli breytist það oft milli mánaða 🙂 en þá er ég meira í að færa til og þá fá hlutir oft nýtt líf.
Takk fyrir skemmtilegt blogg og fínar hugmyndir.
kv. Gulla
Hef aldrei séð neitt mislukkað sem að þú hefur gert. Ég dáist alltaf að hvað þú ert hugmyndarík og sniðug. Já það er nauðsynlegt að finna sér sinn stíl sem að hentar sér og heimilinu sínu. Takk enn og aftur fyrir þetta fráæra blogg!
Kveðja,
Hjördís
það er alltaf jafn gaman að fylgjast með þessu hjá þér ;0)
Alltaf jafn gaman að kíkja inn á þetta dásamlega blogg,góða helgi og hlakka til að kíkja inn næst:-)
kveðja GUÐRÚN
Bambinn er náttúrulega ómótstæðilegur! Og bloggið þitt er æði- hef sko heyrt fleiri en eina og fleiri en tvær af vinkonum mínum vitna í það!
Ég kíki alltaf reglulega á bloggið þitt og er náttúrulega alltof löt við að kommenta. Allavega þá er bloggið æði og þú dásemd 🙂
Má maður koma með eitt lítið request?
Ég kaupi stundum svona þúsund krónu vendi í Krónunni, einn eða tvo eða þrjá ef ég er alveg villt, og hef verið að dúlla mér við að gera skreytingar í allskonar vasa og glös. Ég vil helst alltaf hafa afskorin blóm hjá mér! Ertu ekki með einhver blómaskreytingbudgetahint? 🙂
Takk fyrir að vera eins og þú ert… Alltaf gaman að kíkja inn til þín, bæði að sjá hvað þú ert að gera og hvað þú skrifar, þú hefur skemmtilegan húmor fyrir sjálfri þér… það er það besta sem okkur er gefið… Hefði svooooo gaman að því að vita í hvaða stjörnumerki þú ert í…
Kv. Anna
Flott speki á föstudegi 🙂
“home is where the heart is” stóð einhvers staðar og ég held að það sé mikið til í því 🙂
Er mikill aðdáandi bloggsins þíns og er farin að vitna í það í gríð og erg við vinkonur 🙂
kveðja,
Halla
Gott að það hafa ekki allir sama stíl, ekkert spennandi að öll heimili séu eins. Þitt heimili er alltaf jafn ótrúlega fallegt og yndislegt heim að sækja Soffía mín.
Kíki alltaf hér inn reglulega en er alltof löt að kommenta.
Knús á þig og þína,
kv. Helena og co
Þú ert alls ekki mislukkuð og heimilið þitt er mjög fallegt. Ég kíki hingað inn nánast daglega og hef alltaf jafn gaman að. Mig langar samt að vita eitt (svona fyrst við erum farin að kynnast þér betur…spyrja um stjörnumerki og svona) 🙂 Ertu heimavinnandi? Ég sé mig nefnilega ekki fyrir mér hafa tíma í allt þetta dundur. Þótt ég glöð myndi vilja 🙂
kv. Halla
Æi hvað væri nú ekki gaman ef allir vildu endilega vera að mála allt hvítt og “slitið”. Kveðja.
Ég skil þig svo fullkomlega í þessum pistli! maður kannast alveg við þetta blessaða sjálfstraust, stílinn og það sem maður er að fást við, eitthvað sem maður heldur að sé brilliant hugmynd en verður svo bara eitthvað fáranlegt.. en þú mátt eiga það að vera alveg stórskemmtilegur penni og mjög hugmyndarík, skapandi og framkvæmdaglöð manneskja 🙂 kv Ína