…elskuleg vinkona mín var svo yndisleg að leyfa mér að deila með ykkur myndum af fallega heimilinu sínu. Þarna er svo mikið af flottum hlutum og sniðugum lausnum. En leyfum myndunum að tala sínu máli…
Stofan…
….þessi pappahaus er sko alveg að gera sig! Big like! Hann er af síðunni www.uncommongoods.com og hægt er að panta sér svona snilld með því að smella hér.
Ferlega flottar myndir eftir Stein (www.steinn.net)…
…það sem mér finnst svo flott er hvernig þau blanda á töff hátt saman nýjum og gömlum munum…
…verð að dáðst að þessum smekklegu hnöttum þarna í skálinni ( en við erum sálu og innkaupasystur, ég og húsmóðirin 😉 og svo elska ég hvítu pulluna á gólfinu, bara flott…
Glæsileg borðstofan.
Ljósakrónan er frá Ego Decor en húsgögnin eru frá Ilva…
…sniðug lausn: þessi glæsilegi dúkur er bara efni úr Ikea sem var faldað í réttri stærð, einfalt, ódýrt og bara flott 🙂
Í eldhúsinu – Hávamál…
….ohhhhhhhjátakkfyrirsvomikið, opnar hillur fullar af góssi.
Kökurdiskar og glerkrukkur – jömmí!
…borðkrókurinn í eldhúsinu.
Sjáið þið flottu ljósin fyrir ofan borðið, þetta er Löbbo-skermurinn úr Ikea. Sá sami og er á fílalampanum hjá litla manninum mínum. Ódýr, einföld en ferlega smart lausn…
…og eigum við eitthvað að ræða það hvað þetta er kósý allt saman!
…geggjaður glerveggskápur í eldhúsinu…
…og þetta er ekki einu sinni allt húsið!
Mér finnst þetta svo fallegt.
Persónulegt, smart og töff – frábært þegar þetta fer allt saman!
Rosalega flott og töff heimili!
Kv.Hjördís
Svo sannarlega fallegt heimili!
mjög flott… snild að búa til dúk úr efni 🙂
Mjög fallegt heimili 🙂
kv. Svandís
Virkilega fallegt, hugmyndaríkar samsetningar og bjart yfir öllu. Mikill innblástur.
-Guðrún
Flott! Það er líka hægt að kaupa svona hreindýrshaus (og fleiri dýr) í Hrím á Laugaveginum.. gaf einn svona lítinn í skírnargjöf og vakti hann mikla lukku.
Kveðja,
Elva