1. maí…

…í dag!  Þannig að til lukku með daginn 🙂
Ég fékk mér svo svakalega fallega túlípana að ég varð bara að deila með ykkur myndum af þessum elskum…

…er að pæla í að fara að merkja myndirnar mínar svona?
Pælingin um að merkja myndirnar kom eftir að Erla kom með merkilega athugasemd inni í “Mislukkað…“-póstinum núna um daginn.  Takk kærlega fyrir þessa ábendingu Erla.
Ég er að vísu ekki búin að ná að leita mér almennilegra upplýsinga um þetta, en fyrst að myndirnar eru komnar á “flakk” um netið og fara inn á Pinterest og dreifast jafnvel um gjörvallan heim, þá er kannski eins gott að þær séu í það minnsta merktar heimasíðunni sem þær koma af.
Hvernig virkar þetta á ykkur?
Finnst ykkur þetta truflandi?
Hún Mæja sendi mér fyrirspurn um hvað ég gerði þegar ég keypti mér svona litla vendi, og í raun kaupi ég mér oftast bara túlípana eða rósir – sjaldnast svona blönduð búnt.  Ýmist set ég vöndinn í einn vasa eins og hérna, eða dreifi í marga litla vasa sem passa sama, eins og hér og hér og hér og í raun hér og líka hér.

…svo mæli ég með því að allir fái sér eins og eitt túlípana búnt þar sem að þessar elskur eru að hætta í sölu núna, þar sem að þeirra tímabili er að ljúka – ohhhhhh!

Gleðilegan 1.maí elskurnar mínar!  Takk fyrir að vera til 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “1. maí…

  1. 01.05.2012 at 08:28

    Túlípanar eru alltaf æðislegir, sá svo fallega i hagkaup i gær, alveg dimmfjólubláir.

  2. Anonymous
    01.05.2012 at 08:39

    Æðislegir Túlípanar! Mér finnst það alls ekki truflandi að þú merkir myndirnar;)

    Kv.Hjördís

  3. 01.05.2012 at 09:31

    Hæhæ og enn og aftur takk fyrir dásamlegt blogg.
    Það er eitt sem að mig langar til að vita, hvernig merkirðu myndirnar svona, mig langar til að gera þetta við mínar myndir.
    Kv Ásthildur Skessuskott

  4. 01.05.2012 at 09:57

    Fallegir túlípanarnir þínir… en ég spyr einsog Ásthildur hér fyrir ofan: hvernig merkir þú myndirnar þínar svona???

  5. Anonymous
    01.05.2012 at 09:57

    finnst mjög eðlilegt að merkja myndirnar svona, því það er svo auðvelt að taka myndir héðan og þaðan af netinu. Ekki truflandi að mínu mati, nema að það lendi á stað sem skiptir máli, en þú væntanlega munt spá í það, þú spáir það vel í það sem þú setur fram 🙂
    kveðja
    Kristín S

  6. Anonymous
    01.05.2012 at 11:41

    Túlipanar eru bara æðis!!! Mér finnst ekkert truflandi að skoða merktar myndir þegar það er gert á svona flottan hátt ;).
    Kv Dóra

  7. 01.05.2012 at 12:16

    æðislegir túlipanarnir.
    Ég er einmitt voða veik fyrir þessum elskum, og var einmitt að pósta túlipana myndum líka 😉
    Mér finst mjög eðlilegt að merkja myndirnar og hef gert það lengi, bæði til að aðgreina á síðunni minni, myndir sem eru mínar og þær sem ég tek af netinu. og líka til að eigna mér þær sem fara á flakk á netið eins og þú talar um.
    Ég hef mekinguna stundum hálf transparent svo hún sé ekki að trufla myndina mikið.
    Hafðu það annars sem allra best í dag mín kæra
    kv Stína

  8. Anonymous
    01.05.2012 at 12:34

    Fullkomlega sjálfsagt og eðlilegt að merkja myndirnar, þær eru þitt verk.
    Kv. Svala

  9. Anonymous
    01.05.2012 at 13:11

    Ekkert truflandi að hafa myndirnar merktar en ég mundi jafnvel hafa letrið aðeins skýrara þar sem að meirihluti td. Pinterest skilur ekkert hvað þetta orð þýðir 🙂 En viltu segja mér hvar þú fékkst þessa dásamlegu túlipana? Er alveg veik fyrir þessum lit?

    Kv. Kristín (kommentavirgin :))

  10. 01.05.2012 at 19:19

    endilega merkja myndiranr… og hvaða rugl er það að fólk sé að taka myndir án þess að biðja um leyfi??

    en oohhh afskornir túlipanar eru bara yndi 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *