…og snöggar að finna leynigestinn í póstinum frá því í gær.
Auðvitað var það bara hún Hjördís sem spottaði þetta í öðru kommenti dagsins, ekki að spyrja að fastagestunum. Þær vita sko hvað á að vera inn á myndunum og hvað á ekki heima þar…
Ég fékk sem sé þessi flottu 3ja hæða krukku í Blómavali í Grafarholti, hjá henni Betu minni, þannig að þið getið allar skundað þangað með bros á vör – sagt henni að þið viljið frá krukku eins og Soffia í Skreytum Hús fékk 🙂 – kostar 3.990kr.
…í glervasanum eru tvær orkídeur saman og önnur þeirra er núna að koma með blóm – jeyyyyy!
Gauja spurði líka hvernig ég hugsaði um þær. Svar: Þær standa venjulega í eldhúsglugganum mínum yfir veturinn, en ég færi þær úr glugganum yfir á eyjuna (úr sterkri sólinni) á sumrin.
Sem sé næg birta, ekki of mikil bein sól (brennir blöðin) og svo skelli ég smá vatni á þær inn á milli, þegar að ég man eftir því! Ekki ofvökva þær. Ef þú sérð að blöðin eru að verða lin og krumpuð þá er hún þyrst og ef blöðin verða gul, þá getur verið of mikil sól – eins og sést á þessari bleiku – hún stóð í glugganum en sólin var að verða of sterk fyrir hana. Síðan er líka til næring fyrir þær sem gerir þeim gott.
Ég setti lítil gerviepli, stór gerviepli og sítrónur, og gerviegg í krukkuna mína.
Krukkan er þó ekki gervi og ég er mjög kát með hana. Hanna benti á í kommentunum í gær að hennar krukka úr Rúmfó væri úr þunni gleri, og það kvarnaðist upp úr henni. Ég verð á vaktinni með mína krukku…
…annars held ég að krukkan væri líka æði inni á baði með alls konar glingri í og ég er bara happy með krukkuna mína 🙂 …
Margar bentu reyndar á hliðarborðið, en það er líka rétt 🙂
Það er “nýtt” og á von á einni allsvakalegri yfirhalningu…
…ég keypti borðið á bland.is og ætla að fara í tilraunastarfsemi með það.
Eins og sést á prufunum ofan á, þá er ég að spá í að mála það með kalkmálningu frá Auði Skúla.
…Ég fór í Litaland og þar var einkar elskulegt starfsfólk sem hjálpaði mér áfram með þetta, fékk prufur til að hjálpa mér að finna rétta litinn og svo líka blað með leiðbeiningum um hvernig eigi að bera sig að til þess að mála með kalklitum…
…ég held að ég endi í litnum hægra megin og svo ætla ég að reyna að finna lítil hjól undir!
Hvernig lýst ykkur á þetta?
Hverjar ætla að fá sér krukkur?
Krukkan er auðvitað bara æði. Eg fekk mer svona i siðustu viku og geymi i henni fjólublá spritt kerti en svo á ég eftir að finna eitthvað annað sætt til að hafa i henni.
ok ég VERÐ að eignast svona krukku!!! geggjuð!
bara æðislegar krukkur
aaaa ég hef orkediuna mína alltaf í suðurglugga… hmm það er sennilega of mikil sól nún :-þ
hlakka mikið til að sjá útkomuna á borðinu… vel valinn litur 🙂
Hlakka til að sjá borðið.
Spurning líka að gera aftur tilraunir með orkideur. Mér hefur aldrei tekist að halda lífi í þeim…
Krukkan mjög flott. Sá einmitt þessa í Rúmfatalagernum á sínum tíma og langaði mikið var einmitt að spá í glerið í henni því ég á það til að brussast smá… Heldurðu að þessi sé með þykkara gleri ?
kv. Gulla
Haha já ég var fljót að koma auga á hana enda er mér búið að la´nga í svona lengi;) Hlakka til að sjá útkomuna á borðinu.
Kv.Hjördís
Like á krukkuna og orkideurnar! 🙂 og hlakka til að sjá hvernig sæta hliðarborðið kemur út (er veik fyrir svona hliðarborðum!)
Kv, Kolbrún
langar í krukkuhópinn, hægt að nota hana í margt :-)hlakka til að sjá borðið hjá þér!! kv GUÐRÚN
Tharf ad finna hvad krukka er á thýsku og leita á ebay.de 😉
knúz Svandís
Flottir litirnir bíð spennt eftir að sjá hvernig borðið endar 😉
kv.Auður
Ég horfði svo lengi á krukkurnar um daginn en ég á svo lítið eldhús og á svo mikið af dóti þar fyrir að ég bakkaði í burtu… en svo minnist þú á baðherbergi!!! og ég er mikið að hugsa þetta núna hehe. 🙂