Allt er breytingum háð…

…sér í lagi barnaherbergi.  
Við fluttum inn í húsið okkar þegar ungfrúin var bara 3ja ára og svítan varð að hennar ósk, mjög svo bleikt…

…og nú svo varð Extreme 24tíma meikóver seinasta sumar, sjá nánar hér
…og þegar að fyrstu lotu lauk (áður en hengt var uppá veggi og gengið frá smáatriðum) þá setti ég eldhúsið hennar aftur inn í herbergið, en eftir að daman kom heim þá tillkynnti hún mér að hún væri sko alveg að verða 6 ára og væri bara hætt að leika með dúkkur ( með öðrum orðum, út með eldhúsið og það sem því fylgdi )…

…eftir stóð þá herbergið svona: 

…en núna eru dúkkur að koma inn aftur, og eru búnar að vera í miklu uppáhaldi í nokkra mánuði þannig að eldhúsinu var kippt út úr geymslunni, ásamt borði og stólum og dúkkurúmi.  En ég vildi færa skápinn frá glugganum og ég prufaði því að færa dúkkuhúsahilluna yfir á vegginn þar sem skápurinn var áður og færði svo kommóðuna yfir á vegginn sem dúkkuhúsahillan var áður…

…en ég var ekki alveg seld á þetta þannig að ég svissaði þessum tveimur hlutum aftur, þannig að kommóðan er komin þar sem skápurinn var áður.  Svo til sýnis þá er það svona sem ég færi öll húsgögn á eigin spýtur, skelli taubleium eða handklæðum undir og hreinlega dreg þau…

…þannig að tröppuhillan úr Ikea fékk að fara út úr herberginu, enda rúmaðist ekki allt þetta þarna inni…

…og kaffihús dömunnar er reddí í notkun… 

…gerviorkídea í stelpuherberginu…

…ég gat ekki annað en hlegið, hún dóttir mín er svo hrifin af dúkkunni sinni þessa dagana að hún háttar hana á kvöldin og klæðir á morgnana.  Þegar ég fór inn til hennar þá var hún búin að leggja náttfötin þeirra svona fallega frá sér á rúmið sitt, frekar sætt 🙂

…skápurinn er núna kominn í hornið þar sem að kommóðan var áður – þetta er svona eins og stólaleikur þarna inni, þetta er á stöðugri hreyfingu… 

…gömul taska sem ég átti þegar ég var lítil…

…nú svo komu krílin heim úr leikskóla og frá dagmömmu og það var ekkert annað en að hafa drekkutíma inni í herbergi…

…sætu börnin mín…

…þrátt fyrir að stóra systir noti snyrtiaðstöðuna þá má sjá á hausnum á litla kallinum að hann er ekki mikið fyrir hárburstann.  Hann skartar hinni glæsilegu “ég-var-með-húfu-hjá-dagmömmu-og-hárið-er-útum-allt-greiðslu”…

…daman kallaði svo á mig, “mamma, komdu og sjáðu hvað ég gerði huggó” og var þá búin að setja diska undir glösin líka, svona til að hafa í stíl – uppeldið að skila sér… 

…gamli þreytti fylgist vel með, hvaða molar detta niður…

…hann Raffi okkar er sérlega fallegur gamall hundur 😉

…hér er dúkkan sem startaði endurvakningu dúkkuæðisins, dúkkan er þessi vinstra megin 🙂

“Takk fyrir mig Vava”…

…allt að gerast, krakkar að leik og hundar á gólfi – svona eiga barnaherbergi að vera! 

Eigum við að fá póst með smáatriðum?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

8 comments for “Allt er breytingum háð…

  1. Anonymous
    04.05.2012 at 09:28

    Bjútífúl
    Gamla taskan frá thér er hrikalega falleg 🙂

    kv. Svandís

  2. 04.05.2012 at 09:37

    jjii huggó hjá henni 🙂

  3. Anonymous
    04.05.2012 at 15:14

    svo fallegt!!
    Kv GUÐRÚN

  4. Anonymous
    04.05.2012 at 23:25

    Skemmtilegt 😉 kv.Ína

  5. Anonymous
    05.05.2012 at 11:05

    Svo kósí í stúdíó íbúð heimasætunnar 😉
    Kv. Auður

  6. Anonymous
    05.05.2012 at 11:05

    Svo kósí í stúdíó íbúð heimasætunnar 😉
    Kv. Auður

  7. Anonymous
    07.05.2012 at 00:24

    Hæjjj, oh, ég átti líka svona Holly Hobby-tösku, og núna sakna ég hennar! Knús, Helena.

  8. Anonymous
    08.05.2012 at 12:00

    Þetta er svo flott herbergi, ég er í nostalgíukasti eftir að sjá myndina á töskunni.
    Kveðja Guðrún H.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *