Stelpuhorn – makeover…

…elsku sálusystir mín á von á lítilli stelpu núna á næstu dögum.  Hún var búin að vera í miklum pælingum um hvernig væri best að gera horn fyrir krilluna inni í hjónaherbergi (eins og svo margir gera) og leitaði til mín eftir smá aðstoð.  Plássið sem um var að ræða var ekki stórt, rétt þannig að við gátum verið með rúmið og síðan stól sem fyrir var inni í herberginu.
Við ræddum fram og til baka og hún var alveg viss á því að hún vildi ekki hafa of mikið bleikt, vildi vera með snert af bleiku en aðallega bara hlutlausir og mjúkir tónar sem að myndu ganga vel með hlutunum sem fyrir voru inni í svefnherberginu.
Eftir að við fórum í verslunarleiðangur og fórum í smá föndur, þá var þetta útkoman:
…rammagrúbban er í miklu uppáhaldi.  Ég set síðar inn póst um hvernig við gerðum þá.
Rammarnir eru úr Góða Hirðinum…
…ég notaði demantatítiprjóna til þess að pinna niður hlutina í rammana…
 …og fyrir þær sem eru spreyóðar (nei ég er ekki að tala bara við sjálfa mig 😉 þá er ástæðan fyrir að hafa rammana áfram gyllta sú að: a) þeir eru gamlir og fallegir og svo b) þeir koma með svo mikinn hlýleika sem að kæmi ekki með silfur eða hvítum römmum.
    
…ég gerði heiðarlega tilraun til þess að laumast út úr herberginu með stólinn, og taka hann með heim, en það tókst ekki alveg 😉 en ég er ekki búin að gefast upp…
…ég hef fulla trú á að þetta sé ein fallegasta stelpukápa sem að ég hef séð…
…sjáið bara hvernig bangsinn starir á hana löngunaraugum…
…þetta guðdómlega snagabretti var fyrir í herberginu, og já þetta er eins og ég er með í mínu svefnherbergi, ég sagði líka að við erum sálusystur 😉
…himnasæng gerð að vanda úr blómapottahengi úr Blómaval, og síðan tók ég Alvine gardínur úr Ikea og pinnaði þær bara saman með nokkrum nælum.  Notaði síðan líka nælur á tveimur stöðum undir stönginni til þess að festa gardínurnar á sinn stað.  Orkídeulengjan var happafengur sem við fundum í Góða Hirðinum, óopnuð í pakka á 250kr…
…veggirnir voru málaðir fyrir með kalkmálningu – svo fallegt!
…keyptum rúmteppi og púða…
…þessa ferlega flottu hillu keyptum við í Bauhaus, hún er algert æði og var líka til í fleiri lengdum,
alveg kjörin fyrir mömmuna til að leggja frá sér drykki eða duddur eða annað slíkt sem maður þarf þegar maður er að sinna litlum krílum…
…hér sést hvernig herbergið var fyrir:
…og svo kemur hið fagra eftir:
…hér sést þegar við vorum rétt að festa upp stöngina og himnasængina:
…og svo þegar allt var komið á sinn stað:
…hér er síðan eitt af mínu uppáhalds, blúndugardína úr Ikea sem við gerðum himnasæng úr,
og svo svona blúndubókahillur í stíl!
    
…nú blúndubókahillurnar, þetta eru einmitt Liksidig serviettustandar úr Ikea sem kosta 495kr.
Tvær “hillur” á 990 kr – gerið mikið betur en það 😉
 …bara bora í vegginn tvær skrúfur og síðan hengja standinn á…
    
…ég verð að segja að ég elska þessa hugmynd mína svoldið mikið 🙂
Mér finnst þetta koma svo fallega út og væri líka æði bara í eldhús fyrir matreiðslubækur!
Smá sundurliðun á kostnaði:
Rúmteppi og púði – Rúmfó –  4500
Rammar og það sem þurfti í þá – Góði Hirðir – 3000
Hvít hilla – Bauhaus – 2500
Hengi fyrir himnasæng – Blómaval – 800
Gardínur í himnasæng – Ikea -1890
Blúnduhillur – Ikea – 990
Blómalengja – Góði Hirðir – 250
__________________
Samtals:  13.930
…sjáið skónna, óóóó ég dey úr krúttleika…
…þetta……er……of…..sætt……aaaaahhhh…
   
…ég verð að segja að mér finnst nú bara ekki neitt að borga tæpar 14þús fyrir svona meikóver snúlluhorn…
Hvað segið þið, kátar með þetta?
Hvað er uppáhalds?
Rammagrúbban?
Blúnduhillur?  Hveru margar ætla að skunda í Ikea og sækja sér?
Himnasæng?
Bauhaushilla?
 Ég eeeeeeeeelska að gera svona barnaherbergi, eða í þessu tilfelli barnahorn.
Þarna er lítið pláss en samt er hægt að koma öllu haganlega fyrir.  Undir rúminu verða geymslukörfur fyrir föt sem eru of stór og fyrir þau sem verða of lítil.  Við hliðina á stólnum á síðan að bæta við körfu fyrir leikföng og gjafapúða og svoleiðis hluti sem gott er að hafa við hendina.
Eitt af því sem mér finnst skemmtilegt við þetta líka er að barnahornið passar inn í herbergið, þetta er bara hluti af herberginu og er ekki að “óverdósa” á einhverjum karakter úr teiknimynd eða svoleiðis, þetta er bara mjúkt og fallegt og bíður eftir nýja eigandanum 🙂

32 comments for “Stelpuhorn – makeover…

  1. Anonymous
    09.05.2012 at 08:34

    Æðislegt stelpuhorn og algjör snilld með servéttustandana. Finnst líka rúmteppið og púðinn svo fallegt.

    Kv.Hjördís

  2. 09.05.2012 at 08:36

    Ég er eiginlega bara virkilega afbrýðisöm! Mig langar að búa í þessu kósý plássi!!

    ÓTRÚLEGA FALLEGT!!

    Elska þessa síðu!
    -Kolbrún

  3. Anonymous
    09.05.2012 at 08:40

    Guð þetta er ekkert smá fallegt 🙂 himnasængin, fötin, skórnir, hillurnar, rammarnir…. já bara allt !! æði 🙂

    Kv. Karítas

  4. Anonymous
    09.05.2012 at 08:43

    Þetta er yndislegat 🙂 Ég held að ég fari og kaupi svona blúnduhillur úr Ikea – love it 🙂

    Kv. Bylgja Dögg

  5. 09.05.2012 at 08:43

    vá hvað þetta er yndislega fallegt. Upphalds hjá mér er rammagrúbban… gyllt er bara að osom þarna, og blúnduhillan… ég skunda í ikea í matartímanum að ná í svona, æðislegt að setja svona hjá rúmi barnanna til að leggja frá sér bókina sem þau eru að lesa, rúmteppið finnst mér líka geggjað og og og, þetta er bara allt uppáhalds, verð að fara að prófa að mála með kalkmálingu 🙂 liturinn er svo rólegur og kósý

  6. Anonymous
    09.05.2012 at 08:56

    Takk fyrir okkur elsku Soffía,við erum að springa úr gleði með þetta.
    Knús á þig
    Vala

  7. Anonymous
    09.05.2012 at 09:00

    Glæsilegt hjá þér/ykkur.. 🙂

    kv
    Sigga Harpa

  8. Anonymous
    09.05.2012 at 09:06

    Bara dásemd allt saman og með þessu áframhaldi ættir þú að vera á launum hjá hinum ýmsu verslunum :)Bara grín en í alvöru þá held ég að blúnduhillurnar úr Ikea eigi fullt erindi inn á síðuna hjá ikea allavega hjá Ikeahackers. Það er á hreinu hillurnar eru í bráðri útrýmingarhættu eftir þetta blogg 😉
    Takk fyrir, Kv. Hanna

  9. Anonymous
    09.05.2012 at 09:37

    Tær snilld og svo fallegt 🙂
    bara allt uppáhalds,blúnduhillan og bauhaushillan og hafa þetta bara notalegt og fallegt og án áhrifa frá Disney 🙂
    kv.
    Halla

  10. Anonymous
    09.05.2012 at 09:45

    Svo flott. Gæti alveg passað inn hjá eldri stelpum ef maður sleppir ungbarnafötunum. 🙂
    kv.
    Kristín

  11. Anonymous
    09.05.2012 at 09:48

    jæja elskurnar, hvenær mætið þið sálusystur í makeover heim til mín! kv Gulla

  12. 09.05.2012 at 09:48

    yndislegt! Blúnduhillan er uppáhalds 🙂 verð að ná mér í svoleiðis!

  13. Anonymous
    09.05.2012 at 09:48

    Þetta er annars æðislegt hjá ykkur, þið eruð algjörir snillingar.

    kv Gulla

  14. Anonymous
    09.05.2012 at 09:48

    Þetta er annars æðislegt hjá ykkur, þið eruð algjörir snillingar.

    kv Gulla

  15. Anonymous
    09.05.2012 at 11:10

    Æðislegt! Blúnduhillurnar eru snilld og já bara allt saman 🙂

    Bið að heilsa Völu, við erum gamlir “roommates” 🙂

    Kv. Helga Rún

  16. Anonymous
    09.05.2012 at 13:08

    er sjúk í þetta.. er eimnmitt með eina litla skottu inni í hjónaherbergi hjá mér.. 🙂 uppáhalds: himnasængin og blúnduhillurnar..
    kv. Dóra Björk

  17. 09.05.2012 at 16:10

    enn ein aldeilis frábær breyting hjá þér Dossa mín. Gylltu rammarnir koma mjög vel út en mesta snilldin finnst mér vera servíettustandarnir ég bara verð að fá að stela þessari hugmynd
    kveðja Adda

  18. Anonymous
    09.05.2012 at 17:36

    Frábært eins og alltaf. R

  19. 09.05.2012 at 17:41

    Rosalega vel heppnað og yndislegt! Uppáhaldið mitt eru servíettustandshillurnar!
    Kv. Kolbrún

  20. Anonymous
    09.05.2012 at 19:04

    Dàsamlega fallegt. Himnasængin og blúnduhillurnar algjör snilld. Er einmitt með servéttustand hér heima og fór strax að spá hvar ég gæti sett hann í eldhúsinu.

    Kv. Gulla (hin) 😉 sé að ég á nöfnu…. 😉

  21. 09.05.2012 at 20:43

    Váá vildi að mín gæti fengið svona horn en herbergið okkar er alltof lítið fyrir svona fínt !!

  22. Anonymous
    09.05.2012 at 21:02

    Vá segi ég nú bara, mig langar að leggja mig þarna 🙂 kostnaðurinn er ekki mikill heldur.
    kv Guðrún Björg

  23. 09.05.2012 at 21:08

    Ouwwwwwwww….þið eruð nú meiri krúttin sem bara kommentið og kommentið 🙂 Ég verð bara meyr í hjartanu og með höfuðið bólgið af hrósi!

    Hjartans þakkir!

    G.Albertína: það þarf í raun ekkert pláss til að gera smá svona kósý, það þarf t.d. bara vegg til að hengja upp himnasæng og setja smá skraut og la voila – smá dásemt! 😉

  24. Anonymous
    09.05.2012 at 21:42

    VÁÁÁ hvað þetta er fallegt og kósý! stóllinn er aðeins of flottur! og ég elska blúnduhillurnar…..

    Þetta er svo æðislegt horn 🙂

    kv.Birna

  25. Anonymous
    09.05.2012 at 21:54

    váááá hvað þetta er megafallegt 🙂

    hvernig málning er á veggjunum??

    kv
    Sísí

  26. Rut
    09.05.2012 at 22:57

    guð ég ELSKA sérvettuhaldara hugmyndina þína!! var búin að sjá þetta einmitt í Ikea en datt þetta ekki í hug!! algjör snild
    herbergið er ekkert smá fallegt!

  27. Anonymous
    09.05.2012 at 23:41

    Þú er auðvitað bara snillingur …. endalausar hugmyndir, eins og alltaf á þessari síðu hjá þér.

    Kv. Anna

  28. 10.05.2012 at 12:50

    Er sko á leiðinni í ikea og blómaval í dag 😀 Thank god ég var ekki búin að gera neitt við barnaherbergið 🙂 heheh

  29. 11.05.2012 at 00:51

    Fór í ikea í dag að kaupa ”bókahilluna” og það var uppselt ! 🙁

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *