…eða áfram með smérið.
Beint framhald frá seinasta föstudegi, og þegar við skyldum the “the skank” eða skenkinn, þá stóð hann um það bil svona…
…en í dagrenningu næsta dag, þá var víst svona…
…já – ég verð víst seint sökuð um að vera til friðs í lengri tíma…
…ramminn fór niður og kransinn með´onum og í staðinn skoppuðu tvö kát basthjörtu upp á vegg…
…hengd upp í blúndu og oggulítið af smá gervigreni úr Ikea stungið inn á milli.
Hjörtun eru úr Rúmfó, og fást líka í hvítu, og kosta að mig minnir bara um 400kr – eitthvað oggu smá…
…krúttaralegu litlu kertstjakarnir mínir fengu að vera áfram, og ég setti seríuna ofan í þá – aftur.
Gamla vigtin hennar lille mor fékk að koma út að leika við nýja vigtar-klukkuna úr Rúmfó. Skemmst er frá því að segja að þeim kemur vel saman og hafa hagað sér prýðisvel allan tímann…
…þetta litla krukkukrútt er alveg að sprengja mig úr dúllerí-i. Bambinn er gamall og var gjöf frá yndislegri vinkonu, og þar sem ég er svo hrædd um að hann detti þá er alveg indælt að geta bara geymt svona á nokkuð öruggum stað. Svo auðvitað smá snjór…
…glerkrukkurnar geyma hins vegar norsku innflytjendurnar. Það er eina leiðin að halda þeim hérna á landi, því það er víst mikið hagstæðara að búa í Norge 😉
…elskulegu, yndislegu gömlu kúlurnar eru alveg að njóta sín svona í glerkúpli…
…og svo finnst mér svo gaman að vera bara með þessa litlu almenni nytjahluti með – því í raun er ekkert jóló komið á skenkinn, nema serían og kúlurnar…
…þetta er bara svona samtýningur, eins og þetta blúndukefli og smá snæriskefli með..
…lítið jólatré í sykurkari og gamla kortið hennar ömmu komið á flakk, aftur…
…og skápurinn verður reyndar einstaklega fallegur svona upplýstur.
Gjafapappírinn í bakið nýtur sín betur og hlutirnir sjást svo vel…
…ákvað að snúa Ikea-glösunum mínum á hvolf og fékk þannig svona skemmtilega upphækkun fyrir litlu fugla bollana sem ég fékk í Köben í sumar…
…eins er glerskál á fæti upphækkun fyrir lítið silfurfat, og mjólkurkannan geymir köngul.
Þetta er saurlíferni í skápunum hjá mér, allir með öllum og allt í vitleysu – það er örugglega þess vegna sem ég á svona mikið af dóti, þetta sér um að fjölga sér sjálft…
…kanna og míní ljónaskálarnar…
…og stærri ljónaskálar…
…silfurkanna sem kallar á ærlega pússun – eða sko nei alls ekki, ef mamma les þetta…
…og litlu “heimalöguðu” eggjabikararnir geyma gömul heimalöguð egg…
…eins finnst mér svo fallegt að sjá fallegu stafina þarna í baksýn…
…og svo er þetta bara samtýningur af hinu og þessu – sem fær yfir sig einhvern töfrahjúp í seríuljóma…
…ofan á skápnum hvílir thing-a-mabob-ið sem ég keypti í Góða hérna í denn, stendur upp við vegg og stendur fyrir sínu…
…sjáið þennan krútturass – maður verður allur svona mússí mússí…
…og rebbi litli fær að vera með – líka geymdur í krukku eins og hver önnur sulta…
…og þannig er það nú – nú þarf maður að fara að jóla! Enda ekki seinna vænna því að aðventan er bara næstu helgi, juminn!
…og svona séð frá jólaborðinu frá því um daginn, yfir í eldhúsið…
Eruð þið búnar að grafa upp skrautið að einhverju, eða bara öllu leyti?
Knúsar ❤
Yndislegur póstur og þú ert frábær penni! Búin að hlæja upphátt nokkrum sinnum! 😀 Hlakka til að lesa næsta 🙂
flottur póstur og já jólin eru að byrja að riðjast upp á mínu heimili.
já þetta er allt að koma hjá þér 😀 og flott eins og alltaf 😉
ég er hins vegar voðalega lengi að koma mér í gírinn sótti smá jóló í gær en ekki í neinu stuði til að gera neitt með það 😀 Well það hlýtur bara koma eins og þú bentir réttilega á aðventan að hefjast um næstu helgi og það er löglegt að fara skreyta 🙂
kv AS
Ef ég ætti bara 20% af dótinu þínu væri ég alltaf að dúlla eitthvað. Mig vantar svo fallegt smádót til að skreyta með, mamma lumar á allskonar krútti eftir að hafa búið í 40 ár og hún getur alltaf hent í eitthvað fallegt. Ég á bara 6 ár í eigin íbúð svo dúllkassinn er alltof lítill. Ég fer í það að safna.
Yndislegur póstur, ég les allt sem kemur inn en skil aldrei eftir mig spor, þú ert með eindæmum smekkleg kona!
flott eins og allt hjá þér, ég er ekki kominn í jólagírinn er samt byrjuð á aðventuskreytingunni, Ég er að reyna að nota það sem til er hét því að kaupa ekkert fyrir þessi jól. og ætlaði að standa við það en keypti svo sæta uglu í rúmfó, setti sjálf mynd á kerti sé til hvað verður úr þessu. Takk fyrir þig sem ert alltaf til með ráð og fallegar myndir
Dásamlega fallegt að venju 🙂
Elska að lesa póstana þína og spá og spööögulera og fá ýmsar hugmyndir sem gaman er að útfæra 😉
YOU GO GIRL!!! <3