…eða svona bland í poka.
Var um daginn í Rúmfó á Korpu og rak augun í þessa mottu, mér finnst hún æði! Ég var reyndar að leita í strákaherbergið, þannig að mér fannst hún helst til dömuleg, en svo æææææði…
…á sama stað voru þessar, bara sætar!
…Love rammi…
…fór svo í Góða og hver var þar?
Barasta bróðir “bekksins” míns í forstofunni (sjá hér)…
…ég fékk líka að skoða vörur hjá Esja Dekor, og ætla að sýna ykkur þær í vikunni…
…en ég varð svo skotin í þessum hérna að ég er enn að hugsa um þá…
…myndirnar eru ekki að ná að sýna hversu dásamlegir litirnir í þessum myndum eru…
…margir hafa spurt mig um nýja “töframeðalið” sem ég hef talað um inni í Skreytum Hús hópnum, en það er þessi hérna Scrubstone frá Bónus. Þetta er pjúra snilld – við náðum blettum af veggjum sem við vorum búin að reyna allt annað á, og þetta er bara nauðsynlegt!
…þessi hérna litla kom með heim úr Rúmfó um daginn, fór í hillu inni hjá dömunni og er svo krúttaraleg fyrir litlar styttur og annað punt…
…datt inn í Söstrene og þar eru þessar hérna, alveg töluvert stórar og gætu tekið morgunkorn…
…þar var líka komið mikið af dásamlegu jólapunti…
…og meira segja sitt hvað sem gæti hangið áfram eftir jól…
…auðvitað hreindýr og litlu trén eru komin aftur…
…þessar fundust mér dásamlegar – mig langaði bara til þess að týna bland í poka eins og á nammibar á laugardegi…
…og eitt af uppáhöldunum mínum voru þessir merkimiðar – elska þá – söööörpræææs 🙂
…fór í Ilva á laugardag, og þar fann ég sko bara skálarnar eins og ég notaði í Aðventukransinn á föstudaginn (sjá hér) – svona fyrir áhugasamar þá er hlekkurinn á hana hérna…
…í gær fórum við svo og hittum Línu Langsokk og félaga – ótrúlega skemmtileg sýning…
…sést nokkuð hvað þessi litli kall er spenntur?
…eftir það kíktum við í alveg ótrúlega flotta búð sem stendur niðri við Ingólfstorg…
…þetta var bara eins og að labba inn í jólaland…
…mikið af fallega vintage jólaskrauti…
…í bland við það nýja og vinsæla.
Eins og hreindýrin frá House Doctor…
…íslenskir jólasveinar…
…og sko alvöru hreindýr…
…sem vakti mikla lukku…
…fallegu pappastjörnurnar frá House Doctor…
…og auðvitað pompoms…
…síðan eru það klassískar jólastyttur…
…rauð jólahjörtu…
…og sveinarnir aðeins fleiri en 13…
…en þessi búð er alveg hreint ævintýralega falleg…
…með flestum týpum af jólaskrauti…
…og þið eruð sko ekki svikin af því að kíkja inn með krakkana…
…flottar kúlur frá House Doctor…
…og mig langar svo í þetta tré…
…sannkallað jólahús…
…sem er eins og sætabrauðshús að innan…
…og gluggarnir eru ekki síðri…
…og ná vel stemmingunni!
Vona að þið hafið átt góða helgi, hugsið ykkur – bara mánuður til jóla!
Vá! Þetta jólahús verð ég að kíkja inn í!! Er það komið til að vera eða verður það bara fram að jólum?
En já…yndislegur póstur hjá þér svona á mánudagsmorgni…hlakka til að sjá hvað þú hefur uppi í erminni fyrir okkur næstu daga 😀
Þetta yndis Jólahús er eftir því sem ég best veit algjörlega komið til að vera, alveg heilsárs og það sem betra er verðin þar eru fyllilega samkeppnisfær við annað. Það er alveg dásamlegt að koma þarna, svo fallegt og kósí.
Æðislegur jólapóstur hjá þér! Fór einmitt í Söstrene í gær og “þurfti” auðvitað að kaupa smá jóló.
En hvernig get ég átt eftir að fara í þetta jólahús? Bæti úr því strax.
Jólabúðin er í Hafnarstræti 2 og síminn er 519 6050
Mikið hefur þú átt góða helgi, takk fyrir að deila þessu með okkur 🙂
Kv
Vala
Sæl. Hvar nánar tekið er þessi jólabúð Hvað heitir gatan ? þeir finna ekkert um þessa búð í 118
Jólabúðin er í Hafnarstræti 2 og síminn er 519 6050
Vá, ég þarf greinilega að drífa mig í kaupstaðarferð! Takk fyrir þetta, það er gaman að sjá svona smá héðan og þaðan, hvað er komið í búðirnar 🙂
Ég ætla líka að drífa mig í Bónus og kaupa svona undraefni, vissi ekki einu sinni af þessu.
Kv.Guðný