Fyrsti í aðventukransi…

…er mál málanna í dag 🙂

Ég ætlaði að taka skilmerkilegar myndir af þessari uppröðun og efninu,
en þetta var svo einfalt að það tók því ekki.

Í þetta fór:
*Skál úr hinum Góða Hirði, áður úr Ikea
* Fullt af sandi
* Kerti í öllum stærðum, það stæðsta úr Ikea líka
* Gervigrenigrein
* Maríustytta
* Könglar og barkarstjarna

Útkoman varð svo þessi…

03-2014-11-20-152932

…en mér fannst kertin eitthvað berrössuð og því fann ég þessa hérna miða í A4 í Smáralind (sjá hér).  Þetta er í raun svona límmiðar sem þú bleytir upp í og setur á kertin og svo festast þeir…

04-2014-11-20-153017

…klippir í sundur og setur í volgt vatn…

05-2014-11-20-153102

…og setur beint á kertið, þú hefur smá svigrúm með að færa þá á meðan þetta er enn blautt…

06-2014-11-20-153138

…og þá var sá fyrsti kominn á…

07-2014-11-20-153142

…nr 2…

08-2014-11-20-153158

…kominn á…

09-2014-11-20-153308

…og það getur verið þægilegt að láta kertið liggja á “bakinu” á meðan þú setur myndina á – þá er gott að setja tusku eða viskustykki undir…

10-2014-11-20-153507

…og lokaútkoman með kertunum 4 var þá svona…

12-2014-11-20-165745

…mér finnst þessir miðar alveg yndislegir…

13-2014-11-20-165805

…smá script, tölustafir og könglar – eins og sérlagað fyrir mig…

15-2014-11-20-165810

…og síðan bætti ég við einni bling-aðri jólakúlu, svona upp á gleðina…

16-2014-11-20-170440

…og þetta var þá lokaútkoman (þar til ég bætti við einni lítilli kúlu og smá snjó, og litlum stjörnum)…

17-2014-11-20-170457

…er þetta ekki bara bjútífúlt?

18-2014-11-20-170819

…enda getur enginn kvartað yfir kertaljósi…

19-2014-11-20-171604

…María blessunin var í það minnsta bara þögul og þæg…

21-2014-11-20-171612

…annars segi ég bara eigið góða og yndislega helgi, reynið að gera eitthvað extra skemmtilegt og jafnvel pínu jóló!

♥ knúsar ♥

22-2014-11-20-171621

13 comments for “Fyrsti í aðventukransi…

  1. Margrét Helga
    21.11.2014 at 09:56

    Ég held svei mér þá að hönnuðir séu farnir að hafa þig í huga þegar þeir framleiða svona dúlludót 😉 Passar akkúrat fyrir þig!! 😀

    En aðventukransinn er æði! Hlakka til að sjá næstu 🙂

  2. Þuríður
    21.11.2014 at 10:02

    Þessi er virkilega fallegur

  3. Jenný
    21.11.2014 at 10:49

    Virkilega fallegt eins og allt sem þú gerir

  4. Kristin Gunnarsdottir
    21.11.2014 at 11:12

    Æðislega fallegur hjá þér eins og alt sem þú dúllar með 🙂

  5. Hjördís Inga
    21.11.2014 at 15:04

    Búin að panta mér svona límmiða. Uppseldir í Smáraanum en enn til í A4 Skeifunni. Kransinn er bara jóladúlló <3

  6. Sigrún
    21.11.2014 at 23:39

    Vá fallegt dúllerí 😉

  7. Hrafnhildur Þórisdóttir
    21.11.2014 at 23:52

    Þetta er æðislegt hjá þér hlakka til að sjá næstu skreitingar frá þér 🙂

  8. Kolbrún
    22.11.2014 at 12:36

    Æðislegur krans

  9. Aðalheiður Hreiðarsdóttir
    22.11.2014 at 15:46

    Glæsinlegt hjá þér Dossa mín eins og alltaf

  10. Kristjana Axelsdóttir
    23.11.2014 at 18:01

    Fallegt fallegt fallegt…..

  11. Guðrún
    25.11.2014 at 16:12

    Hlakka alltaf til að skoða bloggið þitt endalaust fallegar hugmyndir.

    Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.

  12. 25.11.2014 at 18:54

    Jú þetta er Bara Bjútífúl hjá þér 🙂

  13. Andrea
    26.11.2014 at 22:42

    Ofboðslega falleg og stílhrein skreyting hjá þér. Hvar fær maður svona fallega gervigrenigrein?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *