…er mál málanna í dag 🙂
Ég ætlaði að taka skilmerkilegar myndir af þessari uppröðun og efninu,
en þetta var svo einfalt að það tók því ekki.
Í þetta fór:
*Skál úr hinum Góða Hirði, áður úr Ikea
* Fullt af sandi
* Kerti í öllum stærðum, það stæðsta úr Ikea líka
* Gervigrenigrein
* Maríustytta
* Könglar og barkarstjarna
Útkoman varð svo þessi…
…en mér fannst kertin eitthvað berrössuð og því fann ég þessa hérna miða í A4 í Smáralind (sjá hér). Þetta er í raun svona límmiðar sem þú bleytir upp í og setur á kertin og svo festast þeir…
…klippir í sundur og setur í volgt vatn…
…og setur beint á kertið, þú hefur smá svigrúm með að færa þá á meðan þetta er enn blautt…
…og þá var sá fyrsti kominn á…
…nr 2…
…kominn á…
…og það getur verið þægilegt að láta kertið liggja á “bakinu” á meðan þú setur myndina á – þá er gott að setja tusku eða viskustykki undir…
…og lokaútkoman með kertunum 4 var þá svona…
…mér finnst þessir miðar alveg yndislegir…
…smá script, tölustafir og könglar – eins og sérlagað fyrir mig…
…og síðan bætti ég við einni bling-aðri jólakúlu, svona upp á gleðina…
…og þetta var þá lokaútkoman (þar til ég bætti við einni lítilli kúlu og smá snjó, og litlum stjörnum)…
…er þetta ekki bara bjútífúlt?
…enda getur enginn kvartað yfir kertaljósi…
…María blessunin var í það minnsta bara þögul og þæg…
…annars segi ég bara eigið góða og yndislega helgi, reynið að gera eitthvað extra skemmtilegt og jafnvel pínu jóló!
♥ knúsar ♥
Ég held svei mér þá að hönnuðir séu farnir að hafa þig í huga þegar þeir framleiða svona dúlludót 😉 Passar akkúrat fyrir þig!! 😀
En aðventukransinn er æði! Hlakka til að sjá næstu 🙂
Þessi er virkilega fallegur
Virkilega fallegt eins og allt sem þú gerir
Æðislega fallegur hjá þér eins og alt sem þú dúllar með 🙂
Búin að panta mér svona límmiða. Uppseldir í Smáraanum en enn til í A4 Skeifunni. Kransinn er bara jóladúlló <3
Vá fallegt dúllerí 😉
Þetta er æðislegt hjá þér hlakka til að sjá næstu skreitingar frá þér 🙂
Æðislegur krans
Glæsinlegt hjá þér Dossa mín eins og alltaf
Fallegt fallegt fallegt…..
Hlakka alltaf til að skoða bloggið þitt endalaust fallegar hugmyndir.
Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.
Jú þetta er Bara Bjútífúl hjá þér 🙂
Ofboðslega falleg og stílhrein skreyting hjá þér. Hvar fær maður svona fallega gervigrenigrein?