…og í þetta sinn held ég mig á heimaslóðum, waaaaa?
Skvo, leyfið mér að útskýra – frá því að ég sá hann fyrst, þá er mér búið að langa í Krumma – herðatréð hennar Ingibjargar Hönnu. Ekki það að ég held að hann sé til á næstum hverju heimili – sem er gott – en mér langar svooo í hann.
Síðan kom Ingibjörg með Ekki Rúdólf, og viti menn, mig langar svoooooo í Ekki Rúdólf – mér finnst hann æði!
Líka kominn í svörtu og er bara flottur! Núna get ég ekki ákveðið hvort ég vil hvítann eða svartann, æææææji!
Síðan núna á HönnunarMars, þá sá ég nýjasta frá henni….. og vitið þið hvað?
Ég vil líka fá sniglana frá henni, mér finnst þeir vera alveg geggjaðir!!
Ég veit að þeir verða til sölu í Epal, og ég held að þeir séu að koma þangað bara í dag!
Þeir koma í þessum tveimur gráu tónum sem sjást á myndinni, en þessu guli er bara svona spari – gerður fyrir sýninguna. Þeir eru úr steypu og eru bara dásamlegir – einu sniglarnir sem að ég myndi vilja láta vera á veggjunum mínum!
Reyndar var líka fullt af fleiri fallegum hlutum hjá henni.
Geggjuð viskustykki – Experienced Tea Towel
eða Viskustykki með reynslu…
Frame It – ferlega flottar hillur sem að leyfa hlutunum virkilega að njóta sín…
Púðar með reynslu…
…ferlega töff – elska gula litinn…
…smá yfirsýn…
…og stellið – ahhhhhh 🙂
Myndir: Odd Stefan, með leyfi frá IHB
Krummi er æði, hann er buinn að vera a oskalistanum minum i töluverðan tima.
Ég á tvo, segi og skrifa, tvoooo krumma – hvíta, langar í einn svartan 🙂
Kv.
Gurrý
Sniglarnir eruð æææði!
wwwwaaaaaaahhh mig langar í frame it 😀
langar ekkert í krumma hann hangir alltaf hérna upp á húsþaki alveg nóg 😀
kv AS
Sælar ! ég á einn svartann sem ég setti herðatréskrók í en auðveldlega hægt að setja hanka til að hengja upp.
er að selja hann ef þið hafið áhuga 🙂
https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=28422051&advtype=4
kv. Erla
Keypti svartann Krumma með 50% afslætti í Epal fyrir ekkert allt of löngu síðan og elska hann! Sem og allar vörurnar hennar, hún er algjör snillingur!:)
ohhh svo mikið fallegt!
Frame it, fást þeir í Epal?