Nú þurfum við að ræða svolítið saman…

…eða þannig sko 🙂
Ég stend á ákveðnum krossgötum.  Ég myndi vilja snúa mér alfarið að blogginu, skreytingum og breytingum.  Ég prufaði að selja nokkur skilti í seinustu viku, sem og vasa, og það gekk vonum framar.  Því er ég með spurningu sem ég hendi nú til ykkar, elskurnar mínar sem lesið hérna á degi hverjum.  
Hvernig lýst ykkur á það ef ég færi stundum að selja einhverja hluti sem að ég heillast af hérna á blogginu?
Myndi það fæla ykkur frá?
Mynduð þið bara versla það sem ykkur langaði í?
Eða myndi þetta bara pirra ykkur?
Mynduð þið nýta ykkur ef það kæmi “alvöru netverslunarsíða”?
Ég er alls ekki að tala um að bloggið yrði einungis sölublogg, langt því frá.  Frekar bara að stundum gæti ég sagt: “Ó og þetta getið þið keypt hér” í stað þess að segja alltaf: “Þetta fæst í Ikea ;)”
Ég myndi ekki setja neitt hérna inn nema að mig langaði sjálfa í hlutinn eða þætti hann ótrúlega fallegur – þannig að hann fengi “Skreytum Hús fegurðarstimpilinn”!  Hlutirnir sem sjást í þessum pósti eru svona dæmi um vörur sem myndi vera til sölu hjá mér.
Yrði afar þakklát að heyra hvað ykkur finnst, því síst af öllu vil ég fæla ykkur yndislega fólkið mitt í burtu.
Takk fyrir öll kommentin og að vera til, þið eruð yndi!

41 comments for “Nú þurfum við að ræða svolítið saman…

  1. Anonymous
    22.05.2012 at 08:19

    Ég myndi alveg örugglega kaupa eitthvað flott frá þér í nýja húsið!
    Eins og til dæmis þetta flotta “HOME the perfect nest” skilti 😉

    A

  2. 22.05.2012 at 08:38

    Myndi ekki pirra mig neitt, kaupi bara það sem ég myndi vilja og hefði efni á 🙂

  3. Anonymous
    22.05.2012 at 08:39

    Kannski ég kaupi eitthvað. Allavega held ég áfram að skoða bloggið á meðan þú sýnir líka skemmtilegar uppstillingar og ódýrar lausnir 🙂
    kv. Hanna

  4. 22.05.2012 at 08:43

    myndi alls ekki fæla mig frá 🙂 og bara gaman að geta verslað einn og einn hlut án þess að þurfa að leita í búðum 🙂
    go for it 🙂

  5. Anonymous
    22.05.2012 at 08:50

    Það myndi ekki fæla mig frá, ég veit að það myndu bara vera fallegir hlutir sem þú myndir selja.

    Kveðja María

  6. Anonymous
    22.05.2012 at 08:54

    Það fælir mig ekki frá ef þú ferð að selja eitthvað. Það væri samt kannski sniðugra að hafa link sem heitir ” TIL SÖLU ” sem maður getur séð hvað er til sölu og verð.

    Kv. Margrét

  7. Anonymous
    22.05.2012 at 08:56

    Mér finnst þetta fara eftir því hversu mikið þú myndir hafa til sölu. Ef þú ætlar að fara að kaupa að ráði og bjóða til sölu (sem ég er meira en til í að kaupa oft) myndi ég vilja fá “hliðarsiðu” fyrir það, því ég hreinlega elska að skoða uppstillingarnar þinar og ráðin, spurning hvort að þú gætir linkað yfir í þá síðu, fæst hér eða eitthvað. Annars ræður þú þessu alveg, en þú ert oft með eitthvað fallegt sem fleirum langar í, þannig að það væri klárlega til bóta að auka við fjölbreytnina um hvað er í boði 🙂
    kveðja
    Kristín S

  8. Anonymous
    22.05.2012 at 08:59

    Bara spennó fyrir mitt leiti 🙂
    kveðja frá einni sem les á hverjum degi 🙂
    Halla

  9. Anonymous
    22.05.2012 at 09:04

    Ég myndi bara alveg elska það að geta verslað eitthvað flott hjá þér,bý úti á landi og þarf stundum liggur við að gráta mig í svefn yfir að komast ekki í búðirnar í Reykjavík að kaupa alls kyns fínerí.Fínt að hafa flotta netverslun þá myndi alveg tryllast af kæti yfir því 🙂
    Bestu kveðjur Sigga Dóra

  10. Anonymous
    22.05.2012 at 09:10

    Bara snilld !
    Frábært bloggið þitt, ég byrja minn vinnudag á því að fá mér einn kaffisopa og kíkja hingað inn.
    Miklu betra að geta keypt hlutina hjá þér heldur en að fara í búðina og leita endalaust af hlutnum þar inni ;o)
    Blogg & netsala fær mitt atkvæði.
    kv

  11. Anonymous
    22.05.2012 at 09:12

    Mér finnst bara æði að þú hafir einhverja fallega hluti til sölu. Spurning hvort að þú getur verið með hliðarsíðu en samt linkað inn á hana þegar þú sýnir það á blogginu. Vonandi skilur þú mig;) Finnst einmitt vanta svo fallega búð sem að maður getur séð hlutina á netinu þar sem maður er kannski ekki að nenna að þeysast á milli margra verslanna til að finna einn og einn hlut. Verð að fá svona myndaramma og kertastjakana á neðstu myndinni;)

    Kv.Hjördís

  12. Anonymous
    22.05.2012 at 09:32

    Ekki spurning að ég myndi kaupa. Bloggið þitt er ávanabindandi, bara verð að sjá það helst daglega, þau gerast ekki flottari 🙂 Takk, takk og endalaust takk og gangi þér vel. Hlakka til að sjá hvað verður í boði. Guðrún

  13. Anonymous
    22.05.2012 at 09:41

    Finnst það algjör snilld ef ég get gert margt skemmtilegt í einu, lesið bloggið þitt og sjoppað um leið, love it 🙂 Langar að kaupa svona myndaramma með HOME og jafnvel með myndum af þessum sætu krúttlingum í…plís 😉
    Kv. Auður

  14. Anonymous
    22.05.2012 at 09:49

    Það væri náttla bara algjör snilld – sérstaklega fyrir okkur utanbæjarpakkið sem nennir ekki að eyða tíma í búðarráp 😉
    Langar í allt sem þú sýnir hérna 🙂
    Kv. Sigga.

  15. Anonymous
    22.05.2012 at 09:51

    Mér líst vel á það 🙂
    Takk fyrir skemmtilegt blogg 🙂
    Kv, Sigrún

  16. 22.05.2012 at 09:55

    Já já endilega þú ert alltaf með svo flotta hluti og ég væri til í að geta keypt einn og einn 🙂 En vil samt að þú haldir áfram með þínar snilldar hugmyndir og uppstillingar enda kíkji ég inn á hverjum degi 🙂
    kv Ásta

  17. Anonymous
    22.05.2012 at 09:58

    Algjörlega frábær hugmynd ;=) Skiptir mig engu máli hvernig þú útfærir þetta, ég á pottþétt eftir að versla af þér!!!!
    Kv. Óla

  18. Anonymous
    22.05.2012 at 10:25

    Mér finnst þessi hugmynd frábær.
    Ég les á hverjum degi og mér til mikillar gleði ER eitthvað nýtt á hverjum degi, sumt er ég að melta með mér og sumt fittar bara alveg gjörsamlega inni í það sem ég er að spá. Go for it girl, ég myndi bara versla hjá þér ef eitthvað heillaði mig (heehemm sem það gerir ALLTAF)

    Kv. Gurrý

  19. Anonymous
    22.05.2012 at 10:32

    Thví meiri tíma sem thú eydir í bloggid thví betra. Held thú aettir ad snúa thér alfarid ad svona skreyteríi og thví upplagt ad reyna ad “make some money” út úr thessu.
    Mátt samt alls ekki haetta ad kenna ad gera svona allskonar DIY 😉

    Flottust, bestust og flinkust!!! Gerdu thad sem thig langar mest 🙂

    kv
    Svandís

  20. Anonymous
    22.05.2012 at 10:51

    Ég myndi ekki láta það fara í taugarnar á mér, sennilega á einhverjum tímapunkti myndi ég bara versla af þér. Ég hreinlega elska þetta blogg hjá þér, er alltof löt við að commenta en ég kíki á þig á hverjum degi 🙂 Keep up the good work!!!
    kv.Krissa

  21. Anonymous
    22.05.2012 at 10:59

    Ég er einmitt að leita eftir svona kerta arinn 🙂

  22. Anonymous
    22.05.2012 at 11:01

    Big like á það 🙂

  23. Anonymous
    22.05.2012 at 11:12

    Ekki spurning, byrja að selja hluti það er klárlega málið 🙂 Langar í ALLA þessa sem þú ert með myndir af núna 🙂
    Knús
    Vala Sig

  24. Anonymous
    22.05.2012 at 11:28

    Bara besta mál, rauk sjálf beint upp í Blóamval í Grafarholti til að tryggja mér þriggja-hæða-glerkrukkuna fallegu, svo það væru bara aukin þægindi að geta keypt beint af síðunni þinni!

    Kv.

    -Guðrún

  25. Anonymous
    22.05.2012 at 11:31

    Þetta hljómar bara ótrúlega vel! Ég myndi pottþétt nýta mér netverslunina!

    Kv Berglind

  26. Anonymous
    22.05.2012 at 11:34

    Algjörlega sammála, mér finndist það snilld að geta verslað eitthvað flott 🙂
    Kv. Elín

  27. Anonymous
    22.05.2012 at 11:37

    Sammála hinum. og mér vantar einmitt líka svona gervi arinn hehe 😉 veistu nokkuð hvar maður fær þannig?

    Kv. Lauga

  28. Anonymous
    22.05.2012 at 11:44

    Elska bloggið þitt og það væri bara frábær viðbót að fá sölusíðu, bara að það væri ekki rosalega dýrt, svo við sem eigum ekki of mikið að seðlum gætum líka keypt.

  29. Anonymous
    22.05.2012 at 13:02

    endilega settu upp sölusíðu 🙂 Fröken fix hérna megin myndi örugglega næla sér í fjásjóði frá þér af og til …. kveðja Edda

  30. Anonymous
    22.05.2012 at 13:03

    Það myndi ekki fæla mig frá – mér þætti það bara jákvæð viðbót.

    -Sæunn

  31. Anonymous
    22.05.2012 at 13:35

    Það mundi ekki fæla mig frá, bara skemmtilegt.
    Kv
    AJ

  32. Anonymous
    22.05.2012 at 13:43

    sammála öllum 😀 myndi versla af þér ef það væri eitthvað sem heillaði mig og mig “vantaði” 😀 er ein af þeim sem eiga ekki alltaf erendi í Rvík alveg kjörið að nota þá netið til hagræðinga 🙂
    En mig langar að sjá áfram DIY frá þér 🙂 og auðvitað allt sem þú ert að blogga, alltaf góðar hugmyndir hjá þér 🙂
    gangi þér vel…

    kv Anna Sigga.

  33. 22.05.2012 at 13:59

    Vá! Var ég búin að segja ykkur að ég elska ykkur, allar með tölu 🙂

    Gæti ég beðið um betri viðbrögð, ég bara held ekki!

    Ætla að prufa mig áfram í þessu og hér er linkur á smá sölu til hliðar:
    http://dossag.blogspot.com/p/skreytum-hus-buin.html

    Risa*knúsar

  34. Anonymous
    22.05.2012 at 15:02

    Bara sniðugt og skemmtilegt:)

  35. Anonymous
    22.05.2012 at 17:26

    Bara sniðugt !

    Á meðan þú heldur áfram að koma með sniðugar og ódýrar lausnir.

    En mig langar ótrúlega mikið í HOME ramman … er hann til sölu ???

    kv. Sara Björk

  36. 22.05.2012 at 17:32

    Ég lofa því Sara 🙂

    Hér sérðu home ramman http://dossag.blogspot.com/p/skreytum-hus-buin.html

  37. Anonymous
    22.05.2012 at 19:51

    Elska bloggið hjá þér.
    Það myndi ekki fæla mig í burtu, svo lengi sem þú takmarkar það magn sem þú ert að selja, svo að bloggið verði ekki bara sölu blogg.
    Sammála þessu með hliðarsíðu en samt linkað inn á hana þegar þú sýnir það á blogginu.

  38. Anonymous
    23.05.2012 at 12:17

    Go for it dugnaðarforkur….ekki spurning! Þú ert smekkmanneskja fram í fingurgóma og átt að fylgja hjartanu, það verður eitthvað meira úr þessu hjá þér og eins og ég hef sagt þér að þá áttu að nýta þessa hæfileika þína og snúa þér alfarið að þessu. Leyfa fólki að njóta þeirra með þér áfram og enn betra ef það er í mun meira mæli 😉 😉

    Hvatningarknús frá mér til þín,
    Anna Rún.

  39. Anonymous
    24.05.2012 at 08:24

    Finnst þetta frábær hugmynd.Þeir sem vilja versla gera það og þú ert bara að gera þeim auðveldara fyrir að fá fallega hluti og hinir sem vilja bara skoða gera það áfram… bara win – win 🙂

    kv. Gulla

  40. Anonymous
    24.05.2012 at 19:51

    Frábært hugmynd, svo margt fallegt. Sé að þú ert hrifin af “home” dótinu, ég hef verið að leita út um alla Reykjavík af stökum bókstöfum til að raða upp “HOME” í hillurnar hérna á heimilinu, ekki fundið neitt enn. Ef einhver veit hvar svoleiðis er að finna þá yrði ég svakalega glöð – og enn glaðari ef ég rækist á þá hér inni 🙂

    Regína.

  41. Anonymous
    24.05.2012 at 20:40

    Mér finnst það algjör snilld! Ég les oft bloggið þitt og finnst það æði. Einnig væri ég til í hlutina sem þú ert að tala um en mér finnst ekkert sérstakleg gaman að í búðum. Styð netverslun!

    kv petra

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *