…að allt að færast í nýjan búning.
En þrátt fyrir það þá er ég ekki farin að draga fram jólakassa. Það var jú reyndar einn örlítill, sem var fremstur í geymslunni og geymdi eftirlegukindurnar síðan síðasta vetur. Annars eru þetta bara jólakúlur, gamlar jólakúlur, sem ég fann í þeim Góða snemma í vor.
Eigum við eitthvað ræða hversu fallegar þessar eru?..
…en byrjum á byrjuninni, það þarf að tæma allar þessar glerkrukkur og eitthvert þarf innihaldið að fara…
…og svo þarf víst að þrífa þetta allt saman – sem er nú ekki uppáhaldið mitt 🙂
…og svo er allt tæmt – mér finnst alltaf þægilegast að tæma allt saman og byrja á alveg hreinum fleti…
…og þessum finnst alltaf best að elta mig hvert fótmál…
…að vísu þegar að allter tæmt, þá þýðir það að restin fer í klessu 🙂
…en maður byrjar bara á A, svo B og að lokum C og þegar upp er staðið þá ertu búin að koma öllu á sinn stað…
…ég bætti síðan við seríu, með hvítum perum og glærri snúru. Smá tips, á hverju ári þegar að jólaútsölurnar byrja þá fer ég og kaupi slatta af seríum og á þær tilbúnar næsta ár. Það er alveg bókað að þú átt eftir að nota seríur ár hvert og því ekki úr vegi að spara sér smá aur…
…og það verður allt svo fallegt þegar að seríuljósið kemur inn í myndina, ekki satt?
…meira að segja tómar krukkurnar verða bara bjútífúl…
…en þær fá víst ekki að standa lengi þannig…
…og svo, eins og áður sagði, eru það jólakúlurnar fallegu. Ég held að ég hafi keypt 6kassa af þeim, enda kostaði kassinn bara 100kr. Það er um að gera að vera með opin augun fyrir svona gulli í þeim Góða, allt árið um kring…
…elska þessar sem koma svona inn, svo fallegar…
…og á kassanum stóð að þessar væri handmálaðar, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það – á 100kr…
…svo þegar búið var að raða öllu saman, þá var þetta útkoman.
Eða öllu heldur, fyrsta uppkast…
…eins og tilraunin með kransinn í rammanum…
…sem mér finnst alveg rosalega falleg. En þarna tók ég snærið og vafði það í kringum ramman og hengdi svo í naglann…
…og alltaf gott að bæta við smá skrauti…
…og þarna er komið samansafn af vigtum, eða klukku sem þykist vera vigt…
…kúlurnar fóru undir kúpul á silfurbakka sem til var…
…lítil krútt í litlar krukkur, með dass af snjó…
…og annað krúttlegt stendur bara og gleður augað…
…og þessir fóru í stóru krukkurnar…
…en allt er breytingum háð – sér í lagi á mínum heima velli. Því getið þið séð glitta í það hérna að ramminn fékk reisupassann og annað veggskraut tók við. En nánar um það og krukkuvinina innan skamms 🙂
Allt saman ofboðslega flott hjá þér mín kæra 🙂 Þér tekst að gera allt svooooo kósí og yndislegt!
Æði 🙂 virkilega fallegt.
Ég er eins og þú og vill helst rífa allt út og byrja á núlli.
Það er bara auðveldast að þrífa líka þannig! haha
Flott hjá þér
Ahhhh…. Bjúúútífúl.