…til ykkar! Ég veit að þið eruð margar sem lesið bloggið mitt. Síðan veit ég líka að það eru margar sem lesa bloggið og bloggið líka sjálfar. Þess vegna er ég með áskorun sem að ég vil beina til ykkar sérstaklega 🙂
Hún Stína Sæm hjá Svo margt fallegt var með partý um daginn fyrir bloggvini sína. Það virkar sem sé þannig að þú settur inn hlekk neðst í póstinum sem að beinir þeim sem á hann klikka yfir á þína síðu.
Mig langar að biðja ykkur að skella kommenti fyrir neðan ef þið ætlið að taka þátt í áskoruninni minni, en að sjálfsögðu mega allir kommenta um hversu ótrúlega spenntir þeir séu yfir þessari stórskemmtilegu hugmynd.
Viljið þið vita hver hún er?
Við erum margar virkar á Pinterest, og þar er maður að pinna eins og vindurinn.
Áskorunin felst í því að: gera einhvern hlut sem þið eruð búnar að pinna til þess að DIY-a í framtíðinni. Sem sé framkvæma eitthvað sem ykkur langar ótrúlega að prufa að búa til 🙂
Áskorunin felst í því að: gera einhvern hlut sem þið eruð búnar að pinna til þess að DIY-a í framtíðinni. Sem sé framkvæma eitthvað sem ykkur langar ótrúlega að prufa að búa til 🙂
Síðan þarnæsta föstudag þá set ég inn verkefnið mitt, og þið setjið ykkar verkefni í linka undir – rétt eins og í þessu bloggi hjá henni Stínu Sæm.
Gæti þetta ekki orðið skemmtilegt, sérstaklega þar sem maður er alltaf að ákveða að gera eitthvað verkefni, einn góðan veðurdag! Síðan var snillingurinn hún Kristín Vald að gera svo fallega snaga, eftir hugmynd sem hún fékk af Pinterest, og það ýtti við mér að henda þessu í gang.
Ég vona að það verði góð þátttaka og spennandi að sjá kannski 10-15 ný og skemmtileg verkefni þann 1. júní.
Þið sem eruð ekki með blogg, en langar að vera með – þið getið sent mér myndir af ykkar verkefni og innblæstri og ég skal pósta þeim inn fyrir ykkur!
Áfram með smjörið og knús (ekki vera samt að blanda þessu tvennu saman – bara sóðó!
spennandi ég tek þátt, er einmitt að gera eitt verkefni sem ég sá á pinterest as we speak…. það er borðstofusettið mitt sem ég er að gera upp og breyta í stíl við pinterest hugmynd 😉 má það?
Mikið ertu sniðug Dossa og mikið langar mig að taka þessari áskorun, geri það í takt við tímann sem ég hef, get alla vegana gert eitthvað pínu ponsu ef allt verður á hvolfi í vinnu hjá mér (sem ég veit aldrei fyrir fram):) Takk fyrir ofurflott boð!
Eg ætla að reyna að gera eitthvað sniðugt.
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
o god en spennandi en ég ætla bara fylgjast með, nóg að gera hjá mér svo ég get ekki tekið þátt núna 🙂
kv AS
ætla að sjá til hvort ég verð með.. gæti samt alveg hugsað mér það
kv. Bryndís
Úú spennandi! Ætla að reyna að vera með 🙂
þetta hljómar mjög spennandi svo ég verð bara að fá að vera með. Þetta ýtir bara á mann að fara að gera eitthvað að þessu sem maður ætlar alveg að fara að gera, það er alveg nóg í þeim flokki á mínu heimili.
kveðja Adda
Ég tek áskoruninni.
En eins og Adda segir þá er þetta hvetjandi til að eithvað af öllum þeim hugmyndum sem bíða spenntar á pinterest, verði loks að veruleika. Svo skelli ég líklega með einhverjum pinterest myndum sem ég hef þegar notað.
Koma svo og vera duglegar, lakka til að linka með ykkur .
kv Stína
Count me in! Spennandi! Hlakka til að sjá hvað ykkur dettur í hug! 🙂
Skemmtilegt, ég ætla að reyna að vera með 🙂 það er nú ýmislegt sem maður er alltaf alveg að fara að gera 😉
Bestu kveðjur Guðný Björg 🙂
Hljómar spennandi… Ég mun fylgjast með af kantinum 🙂
kv. Gulla
Ég er alveg til í þessa áskorun…er einmitt að vinna að einu “projecti” núna.
kveðja Krissa