…ég fékk sendan póst frá henni Kristínu S þar sem hún sýndi mér frábært meikóver sem þau hjónin gerðu á íbúðinni sinni í Breiðholtinu. Mér finnst æðislegt að geta deilt þessu með ykkur, sérstaklega þar sem ég sýni oft erlendar breytingar en það er gaman að sjá að svona er líka hægt að gera á íslenskum íbúðum sem eru ekki risastórar, en samt með svona góðum árangri!
Gefum Kristínu orðið:
Sæl Soffía
Ákvað að taka þig á orðinu og senda þér myndir af eldhúsbreytingunni okkar, við búum semsagt í Bökkunum í Breiðholtinu og þar var upprunaleg viðarinnrétting með hömruðu dökku gleri í efri skápunum. Fólkið sem við keyptum af hafði þó aðeins gert í eldhúsinu, sett nýjar flísar á milli skápa og nýjar borðplötur og við vorum semsagt búin að láta okkur hafa það að halda eldhúsinu óbreyttu í 10 ár, enda alltaf á leiðinni að stækka við okkur eins og allir aðrir J Í fyrra ákváðum við svo að búa aðeins lengur í íbúðinni, hentar okkur vel fyrir ýmsar sakir og réðumst því í þessar breytingar.
Eitt af því sem hafði alltaf farið rosalega mikið í taugarnar á okkur var panel veggur og harmonikkuhurð sem gengur að litlu þvottaherbergi, sem hefur rétt pláss fyrir þvottavél og þurrkara og við ákváðum semsagt að skipta honum út líka fyrir hvítan gifsvegg og rennihurð. Við erum himinlifandi með þessar breytingar.
Við héldum gömlu innrétingunni, en létum útbúa nýjar hurðar (sem ná alla leið upp og niður yfir listana sem voru á skápunum, þannig að þeir virðast stærri en þeir eru) og sprauta hvítt og keyptum okkur búrskáp úr IKEA.
Einnig þurfti að smiða nýtt utan um ísskápin, en við vorum búin að „redda“ þvi með viðbótum þegar að nýr ísskápur var keyptur 3 árum áður og því ekki mjög fallegt. Ný vifta og okkar fyrsta uppþvottavél fékk líka að fljóta með, þvílíkur lúxus að eignast uppþvottavél eftir 15 ára sambúð J Ef þú ákveður að birta þetta, láttu mig vita ef þig vantar frekari upplýsingar.
Mér finnst rosalega gaman að lesa bloggið þitt, ekki síst fyrir/eftir póstana og hef náð að nýta mér nokkrar af hugmyndunum þínum og það er algjört æði.Vona að þú haldir sem lengst áfram og fáir fullt af fólki til að vinna fyrir, mér finnst svo frábært hvað þú nærð að gera gott úr rými og nýta þau vel.
KveðjaKristín S
Ja hérna hér – þetta finnst mér æðislegt! Kemur ekkert smá vel út, eldhúsið virkar stærra og bjartara. Þau náðu að nýta vel það sem fyrir var í eldhúsinu. Sem sagt, job well done 🙂
Ég læt myndirnar fylgja með stærri hérna fyrir neðan, ef þið eruð með spurningar þá getið þið póstað þeim hérna fyrir neðan og ég er viss um að elskan hún Kristín S er tilbúin að svara þeim eftir bestu getu 🙂
Mitt uppáhalds er veggfóðrið eru veggflísarnar á milli skápana og hlýleikinn sem viðborðplatan gefur,
og auðvitað að Kristín fékk uppþvottavél, húrrah fyrir því 🙂
Bara flott!
Töff að hafa búrskápinn í gráum tónum!
Takk kærlega fyrir að deila þessu með okkur elsku Kristín S – þetta er frábærlega flott hjá ykkur 🙂
Ótrúlega flott breyting og gerir mikið fyrir rýmið að hafa innréttinguna hvíta. Sé einmitt að eldhúsið hennar Kristínar er mjög svipað í laginu og mitt og mér fannst breyta þvílíkt miklu að mála innréttinguna hvíta, sitja nýjar höldur og nýjar gardínur. Mér finnst borðplatan og veggfóðrið gefa eldhúsinu hennar Kristínar punktinn yfir i-ið;)
Kv.Hjördís
Frábær breyting, en nýju hurðarnar á efri skápunum eru snildin ein!
Kv. Hanna
æðislegar breytingar, gaman að fá að sjá 🙂
Úlla la, aldeilis gaman að sjá þetta 🙂
smá athugasemd – veggfóðrir er ekki veggfóður 🙂 Heldur gólfflísar úr Byko, sem eru 30 cm langar og koma á mottum eins og mósaíkflísar. Hurðarnar á neðri skápunum eru líka nýjar. Búrskápurinn stjórnaði aðeins flísavalinu, okkur langaði til að það harmoneraði saman. Eins og ég sagði, þá er ég rosalega ánægð með þessa breytingu og því meira en til í að monta mig af henni 🙂
Hér hjá Soffiu höfum við svo fengið fleiri hugmyndir fyrir íbúðina okkar, en við breyttum einnig myndaveggnum okkar eftir að hún bloggaði einhvern timan flott um myndaveggi, þannig að ég er hér inni alla daga að njóta flottrar vinnu hennar 🙂
takk fyrir hrósin
kveðja
Kristín S
Já maður fær mikinn innblátur af þessu æðislega bloggi. Ég var t.d. einmitt alltaf að spá í að kaupa nýja innréttingu í eldhúsið en eftir að sjá öll þessi flottu eldhúsmeikóver þá sá ég að maður gat gert ýmislegt með smá málningu. Takk enn og aftur Soffía fyrir þetta frábæra blogg!
Kv.Hjördís
Ótrúlega skemmtilegt blogg og þvílíkar hugmyndir 🙂
En ein sp. ég sá á myndunum að það er svona segulspjald sem hægt er að setja myndir eða minnisblöð með segli (eins og á ískáp) hvar er hægt að kaupa svona á Íslandi? 🙂
Bestu kv. Þuríður
Sæl Þuriður
við keyptum þessar segulplötur í IKEA, til í þessum gráa lit og í hvitu
kveðja
Kristín S
Takk kærlega fyrir þetta 🙂
bestu kv. Þuríður
Sælar. Flottar breytingar hjá þér. En segðu mér, hvar léstu útbúa nýjar hurðar (efri) og var það kostnaðarsamt?