1994…

…en síðan þá eru liðin 20 ár!  Trúið þið þessu?

Hvað gerðist 1994?
Við kynntumst í fyrsta sinn 6 vinum sem bjuggu saman í New York 🙂
Við fengum að kynnast Jim Carrey verulega vel með Ace Ventura og Dumb&Dumber.
Forrest Gump kom út, ein af mínum uppáhaldsmyndum.
Allir elskuðu Love is all around með Wet Wet Wet.
Oasis og Blur voru aðalhljómsveitirnar að hlusta á.

Ég var á þessum tíma 18 ára Kvennaskólamær, og búin með fyrstu tvö árin.

30-2012-01-14-030707

Með skólanum vann ég á kvöldin og um helgar í Eymundsson-versluninni sem þá var við Hlemm.  Vinkona mín, sem vann með mér, átti kærasta og eitt kvöldið í október kom hann snemma að sækja hana í vinnuna.  Með honum í för var besti vinur hans, strákur sem var svo agalega sætur að ég fékk bara í hnén – og 20 árum seinna hef ég ekki enn jafnað mig (spurning um að láta lækni kíkja á þetta).

65-1995-11-15

Síðan tók við nokkra vikna vinátta.  En svo fyrir 20 árum í dag, þá hófum við okkar samband, ég og húsbandið.  Á Rallýballi á Hótel Íslandi – ég alltaf svo mikið í rallý og svona 😉

67-1995-07-22 001

En vá hvað tíminn líiður hratt.  Mér finnst ég ekki vera svona “gömul” og mér finnst alveg hreint ótrúlegt þetta sé orðið svona langt síðan.
En því verður ekki neitað – hins vegar má velta því fyrir hvernig hann fer að því að verða alltaf sætari og sætari með árum, ja maður spyr sig?

27-2012-01-14-022846

…og þið sem ekki nennið megið sleppa þessum pósti – no hard feelings – en ég ætla að fá að leika mér að tímavélinni aðeins í dag.
Dást að skónum, Moniku-kjólnum, og hárgreiðslu kærastans (sem var ekki orðinn að húsbandi ennþá)…

64-1995-08-24

…jessú minn hvað þetta eru nú mikil smábörn!

62-1995-12-26

…maður þurfti náttúrulega að dimmitera…

60-1996-04-24

…og útskrifast…

61-1996-05-20 003

…og alltaf mjókka og mjókka augnabrúnirnar á mér…

58-1996-08-31

…og unga parið ferðast um landið vítt og breitt…

07-img049

…ennþá agalega mikil smábörn…

08-img050

…enda er þetta ungt og leikur sér…

56-1998-07-19

…hann varð fljótt manna vinsælastur hjá öllum litlu frænkunum mínum, ein gekk svo langt að segja mér að hún ætlaði að giftast honum þegar hún yrði stór – ég væri bara að pass´ann…

54-1998-06-01

…þarna sést svona í restarnar af Rachel-klippingunni frægu, sem svo margar voru með…

10-img052

…en svo var allt hárið klippt af

52-1998-09-21 53-1998-09-30
…loksins sumarið 1999 var fyrsta íbúðin keypt!

Sjáið þið þjáningarsvipinn á greyjinu, þetta var samt bara rétt byrjunin á verkefnunum sem mér hafa dottið í hug 😉

50-1999-07-04

…eins og t.d. “snilldarhugmyndin” að mála eldhúsið BLÁTT, og svefnherbergið líka í sama “róandi” bláa litinum.  Með þessum bláa var notað mikið af gulum – svona erum við nú svakalega sænsk í okkur, eða að sænski kærastinn er strax farin að vera dóminerandi í sambandinu…

31-2012-03-26-011714

…greyjið alveg dauðþreyttur í stofunni, í bláa sófanum með bláa teppinu á gólfinu.

Ahhhh yes, good times!

32-2012-03-26-011921

…síðan kvöddum við 1999 og tókum sko spennt á móti 2000 – því að…

20-img065

…spennan var útaf þessum hérna – þessum dökka lengst til vinstri…

49-1999-12-12

…sem sé þessum hér!

Jamm, um áramótin fengum við rúmlega 2ja mánaða hvolp í hendurnar og gáfum honum nafnið Raffi, eða Raphael…

18-img063

…þið sjáið sko bara hvað ég er rosalega óánægð með þetta allt saman…

21-img067

…enda er þetta svo erfitt að verða ástfanginn af svona andliti…

22-img068

…já einmitt ❤

23-img069

…þarna erum við að koma í heimsókn með hann – beint af “fæðingardeildinni”…

69-2000-01-01 001

…og eftir það var ekki aftur snúið…

24-img070

…við vorum alveg hreint heilluð af þessum yndislega hundi, sem er – eins og við höfum komist að í gegnum árin – besti hundur í heimi ❤

70-2000-01-01 002

…awwwww – vissuð þið að hvolpar sofa oft svona á bakinu – og eru eins og kjúklingar…

img074

…en hann var fljótur að stækka…

img076

…og tók stöðugt stærra og stærra pláss í hjartanu okkar…

img077

…og 15 árum seinna erum við svo lánsöm að njóta hans enn ❤

1-2014-04-27-154133

…þessi póstur fór frá því að vera um sambandið yfir í að vera um hundinn 🙂
En það er kannski því að hann hefur verið með okkur svo lengi, við vorum 3 saman.
2005 giftum við okkur svo, sko ég og kærastinn, ekki hundurinn…

5-IMG_3744

…og svo – þar sem lánið lék við okkur bættist í hópinn.  Fyrst daman árið 2006…

1-Copy of 2007-05-27-214632_(IMG_5060)

…Stormurinn okkar 2008…

2008-06-03-213710

…og svo litli maðurinn 2010…

1-_MG_2490

…svona er ég nú lánsöm!

En mig langaði bara að líta aftur til byrjunar, svona fyrstu áranna.  Ef ég hefði byrjað að deila inn myndum af börnunum og Stormi líka – þá væri þetta póstur til eilífðarnóns.  Ég get ekki gert ykkur það 🙂

1-2014-01-01-014032

En takk fyrir árin 20 ástin mín, takk fyrir að standa mér við hlið og taka breytingum, skreytingum og almennri hugmyndaauðgi konunnar þinnar með jafnaðargeði – og jafnvel bros á vör – stundum!

Lífið er ekki dans á rósum, og verður sennilegast aldrei.  Við höfum upplifað ýmsa erfiðleika og hindranir og missi, en í gegnum það höfum við náð að snúa bökum saman og hjálpast að.  Það eru forréttindi að eiga vin í maka sínum, einhvern sem hefur fylgt manni meira en helming ævinnar og þekkir alla þína styrki og veikleika.

Það er enginn annar sem ég hefði viljað eyða undanförnum 20 árum með – og hlakka til þess sem koma skal 

1-Starred Photos27

Hér má lesa nánar um Raffa og hérna um Storminn

20 comments for “1994…

  1. Vaka
    19.11.2014 at 09:45

    Yndislegt! Til hamingju með 20 árin, hvort annað og lífið 🙂

  2. Anna Braga
    19.11.2014 at 09:47

    Yndislegt 🙂

  3. Ása
    19.11.2014 at 10:17

    Innilega til hamingju bæði tvö, og eigilega bara öll..

  4. Jenný
    19.11.2014 at 10:19

    Til hamingju með 20 árin

  5. Hrefna Björg
    19.11.2014 at 10:37

    Til hamingju með hvort annað 🙂

  6. Erla
    19.11.2014 at 11:08

    æi krúttlegur póstur 🙂 Til hamingju 🙂 þið eruð soldið ung að eiga 20 ára afmæli 😀

  7. Magga Einarsdóttir
    19.11.2014 at 11:09

    Til hamingju bæði tvö með hvort annað 😉

  8. Guðríður
    19.11.2014 at 12:06

    Ææ þið eruð krútt. Til lukku bæði tvö með hvort annað.

  9. Brynja
    19.11.2014 at 12:55

    Æji hvað þetta var nú fallegt og sentimental Dossa mín. Til lukku með árin og hvort annað.

  10. Kolbrún
    19.11.2014 at 13:28

    Til lukku með 20 árin bæði tvö þið eigið greinilega vel saman

  11. Edda Björk
    19.11.2014 at 13:42

    Til hamingju með ykkur bæði 🙂 Knúz

  12. Margrét Helga
    19.11.2014 at 15:51

    Yndislegur póstur og svo mikill kærleikur í honum! 😀 Innilega til hamingju með hvort annað elsku þið bæði 🙂 Vona að þið fáið mörg 20 ár í viðbót!!

  13. Guðrún
    19.11.2014 at 17:33

    Til hamingju með árin 20 og hvort annað, yndisleg fjölskylda sem þú átt og þau auðvitað heppin með þig líka.

  14. Ingibjörg
    19.11.2014 at 18:55

    Hamingjuóskir fallegu hjú <3

  15. Margrét
    19.11.2014 at 22:33

    Það er mannbætandi að lesa þennan póst þinn. Hann er yndislega áminning um hvað lífið getur verið ljúft og fallegt.

    Ég fékk bara “heitt” í hjartað og kökk í hálsinn.

    Óska ykkur innilega til hamingju með hvort annað og árin 20 og þakka þér líka alla yndislegu, fróðlegu, fallegu og bráðskemmtilegu póstana þína.

    Þú ættir eiginlega að kyssa “kallinn” þinn frá okkur stelpunum sem fáum að fylgjast með öllum “breytingunum og skreytingunum” á fallega heimilinu ykkar 🙂

  16. Hrafnhildur Þórisdóttir
    19.11.2014 at 22:51

    þetta er alveg dásamlegt hjá þér að leifa okkur að fylgja þessum árum með þér í myndum og máli 🙂 Til hamingju með daginn ykkar 🙂

  17. Fanný
    20.11.2014 at 00:13

    Yndislegt! Til hamingju 🙂

  18. Soffia - Skreytum Hús...
    20.11.2014 at 11:53

    Takk fyrir allar saman – þið eruð yndislegar ♥

  19. Hera Björk
    20.11.2014 at 12:53

    Þú ert yndi YNDIS:-)
    Mikil ósköp sem hann á góða konu þetta húsband og ekki skemma nú krakkakrílin og hundakrúttin hamingjuveisluna:-D

    Innilega til hamingju með hvort annað, hvert annað og tilveruna:-)

    Sólarknús
    Hera & Hamingjuteymið:-)

  20. anna sigga
    25.11.2016 at 08:14

    Ohh þið eruð svo mikið æði 😀
    Til hamingju með hvort annað og gullin ykkar, og auðvitað ferfættlingana 😘
    Góðar stundir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *