…ég samdi þennan póst!
Ég held að þessa dagana á Íslandi sé almennt allt “lokað vegna veðurs”.
Þannig að ég ákvað að taka bara þátt í þessu öllu og vera ekki að pósta inn eins reglulega og ég hef gert (5 sinnum í viku) – hvernig lýst ykkur á það?
Yfir í pælingar, sat með litla gaur í garðinum og horfi á aspirnar tvær og allt í einu: biiiiiiiiing!
…daginn eftir: ahhhhhhhhhh!
…útsýnið þegar maður liggur í hengirúminu…
…allir fjölskyldumeðlimir sáttir og kátir með nýja gripinn…
…fórum í Húsó og keyptum þar plasthúðaðann stálvír og skrúfuðum á hann festingar og settum síðan bara svona klemmufestingar þannig að hægt er að taka það auðveldlega niður…
…festingarnar eru mjög snyrtilegar finnst mér og halda mikilli þyngd – sem er gott 🙂
…elskulegur eiginmaðurinn keypti fyrst eldrautt reipi, en mér finnst þetta betra 😉 (sorry skan) – festingarnar og allt í það kostuðu um það bil 1000kr…
…og ef maður stendur upp, þá er þetta útsýnið – sem er líka bara næs!
…og já, ég fékk þetta fína hengirúm í Húsasmiðjunni/Blómaval á 2990kr – eðal sumarfjárfesting!
…svo er kósý að kveikja á kerti á kvöldin…
…og breiða yfir sig teppi 🙂
Hengirúm eru bara svo kósý og notó.
Eigið þið hengirúm, eða á að fara og fá sér?
Þetta er æði! Hefði ekkert á móti að geta legið í hengirúmi en það er ekkert pláss fyrir svoleiðis á pallinum mínum;) Hafðu það gott í sólinni.
Kv.Hjördís
ohhhh hvað þetta er kósí! 🙂 Vildi að ég hefði pláss fyrir svona…
geggjað næs ! 😉
Mmmm…búin að vera með hengirúm hjá mér í mörg ár. Það er fátt notalegra en að liggja úti í lygnu sumarkvöldi og horfa upp í tréin.
kv. Eybjörg.
Var farin að spá í hvort þú værir komin í sumarfrí svo oft var ég búin að kíkja eftir nýjum hugmyndum 🙂
Svo eitthvað útlenskt við hengirúm. Karlinn kannski á kantinum með gítarinn? R
ooohhh en æðis…. endilega njóttu sumarsins, við fyrirgefum þér alveg að blogga ekki á hverjum deigi 😉
Svaka notó og ódýrt- like á það!
Æðislegt, þarna verður greinilega sælustaðurinn í sumar 🙂
knús,
Helena
Geggjað …. liggjandi með tærnar í loft, hvítt í glasi og malandi vinkonu sér við hlið, himnaríki fyrir utan malið (“,)