…að gerast innanhús og utan, stórt og lítið!
Veit ekkert hvað ég á að sýna ykkur fyrst?
Kósý fyrir utan, á “pallinum”?
Smá breytingar á veggjum?
Uppröðun á baðinu?
Enn og aftur breytt á arinhillu?
Hurð eða gluggi?
Breytt í hillu…?
Breytingar á borði…?
Hliðarborð málað og lagað og nýjar höldur…?
Hvað er til ráða, viljið þið setja inn séróskir?
*svitn* skil vel að það sé erfitt að byrja…. hmm byrja á efstu myndinni? samt ferlega spennandi að sjá breytingar í hillu…. eða hliðarborðið… hmm eða myndaveggin
eða eða eða 🙂
eitt er víst að við bíðum sepnnt eftir þessu öllu 🙂
Ahhhhhh Gauja, ég barasta elska þig! Þú ert súperkommentarinn minn 😉
Takk fyrir að vera til!
Það er alltaf nóg að gerast hjá þér! Þetta er allt spennandi en ég er samt ótrúlega spennt að sjá hliðarborðið og nýja uppröðun og og….
Kv.Hjördís
Ahhhhh og líka þú Hjördís 🙂 Elska þig líka og þú ert líka úberkommentari!!
Hliðarborð! Hliðarborð! Hliðarborð!
Kveðja
Kristín
Nei sorry ég skipti um skoðun.
Pallurinn! Pallurinn! Pallurinn!
🙂
Kveðja
kristín
muffinsið er mjög girnilegt, og svo bíð ég líka spennt eftir að sjá þarna myndina af litla gaur og rammana svo flott 🙂
Vá bara allt í einu hehe allt frekar mikið spennandi en held samt myndavegginn kveðja 🙂
Kósý pallinn fyrst
Annars bara allt svo spennandi og flott sem þú gerir.
Önnur Hjördís
ÓMG bíð spennt eftir þessu öllu saman! Hliðarborðið, pallurinn þar sem mig dreymir um að eignast hús með palli 😉
Kv Ásta
Hvar er hægt að kaupa höldur?
Hlakka svo til,alveg sama í hvaða röð,en líka spennt að sjá hvar þú fékkst þessar dásamlegu höldur.
Kv Heiða
Það er ekki hægt að velja á milli, ég vil sjá ALLT!
Bara byrja efst og vinna þig niður 😉 híhíhí…
Pé ess. ég er að ELSKA myndavegginn þinn. Er einmitt búin að vera að pæla í því núna í *öhömm* *hóst-tvö* *hóst-ÁR* hvernig ég ætti að hafa ganginn minn (veggina). Stundum bara pælir maður OF mikið! 😉
Pé ess.2.
Hvar fékkstu þessi yndislegu svörtu blóm sem þú skreytir veggina einnig með?
Kv. Guðbjörg V.
Hlakka til að fá að sjá allt saman, bíd spennt lika thó eg sé ekki ofur “commentari”
Kv Dana
Aaaaaarrrrg – eigum við eitthvað að ræða þessar myndir eða … ?!?!?!!!! Kræst hvað þú ert klár að skreyta kona. Ég er akkúrat með svona svefnherbergisgang sem ég þarf að flíkka uppá og þú gafst mér (að sjálfsögðu) góða hugmynd fyrir það tómarúm 🙂 Annars finnst mér litli bakkinn sem bambinn er í svooo flottur. Hvar fékkstu hann??? 😉 Og púðinn á pallinum – þessi með frímerkjunum …. mmmmmmmm – bara flottur. En ég bíð eftir öllum myndunum í “nærmynd” 🙂 Ætla svo að koma til þín um helgina og ná í góssið mitt í Dossubúð 🙂 Hlakka til að skoða hjá þér 🙂
Bkv. í bili,
Eyrún
Spennandi dagar framundan 🙂
Hlakka mikið til,
kv.
Halla
ps.slappar þú einhvern tíma af 😉
Kósý á pallinum fær mitt atkvæði en allt hitt er líka spennandi…
kv
Guðrún Björg
Kósý á pallinum, er búin að bíða eftir myndum úr garðinum síðan í síðustu viku;)
Luv, Beta
Ouwwwwww þið eruð allar æði! Elska alla, líka þá sem eru ekki ofurkommentarar 🙂
Þessar höldur eru reyndar frá Lisbeth Dahl og eru gamlar, en ég veit að Tekk selur höldur frá LD. Síðan er til fullt af fallegum höldum í Sirku (www.sirka.is), Glugginn í Hafnarfirði, og Snúðar og Snældur í Smáralind t.d.
Guðbjörg, þessi blóm eru frá UMBRA, og fást í Tekk m.a. – eru líka til í fleiri litum 🙂 Svo er núna málið að hætta og pæla og fara að negla í veggina, þetta eru bara naglar og göt, það er alltaf hægt að breyta 🙂
Eyrún, bakkinn og púðinn eru frá RL vöruhúsi, þannig að þú getur nýtt þér bæjarferðina núna um helgina 🙂
*knúsar*
Ég keypti mér púðann í dag,ÉG ELSKA HANN:)
kv Lena
Lena, u go girl! Púðinn er mjög elskulegur þannig ég skil þig vel 🙂
Hæhæ, hvar fékkstu rammana á sjöttu myndinni?