…hljómar hressandi svona rétt fyrir helgina 
Þetta er póstur, sérstaklega fyrir þær sem að keyptu sér flott 3ja hæða krukkurnar í Blómaval í seinasta mánuði. Mín var í eldhúsinu í góðu tjilli, muniði?
En svo erum við komin inn á bað, og ef þið rýnið vel í spegililinn hvað sjáið þið?
Júbb, þarna er þessi elska komin og skreytir svona fínt hilluna mína inni á baði..
Þar að auki safnaði ég saman glærum og silfur kertastjökum, ásamt nokkrum litum kertaglösum…
Litla krukkan fékk að vera með og í hana setti ég smá sand og skeljar, eina perlufesti og svo mynd sem ég tók af gúmmíönd í baði (með dóttur mína úr fókus í baksýn). Ég hefði náttúrulega getað sett einhverja sætar baðmyndir af krílinum en mér fannst þessi skemmtilega öðruvísi og “létta” aðeins stemminguna á skrauthillunni…
Krukkurnar tvær eru mestu mátar og það væri líka svoldið geggjað að geyma skart í þeim, eða fallegt hárskrauterí…
…það var nú ekki dýrt að skreyta þessa krukku, sandur og skeljar í neðstu, ásamt nokkrum perlum…
…pakki af bómullarhnoðrum úr Bónus…
…og pakki af eyrnapinnum úr Bónus (passaði að hafa þá hvíta en ekki bláa eða svoleiðis
– þannig að skreytingarfylliefni kostaði undir 500kr og er allt saman nýtanlegt, ekki amalegt það!
Skellti síðan einni gúmmíönd ofan á litlu handklæðin, svona til að harmónera á móti ljósmyndinni af gulu öndinni…
Eru einhverjar komnar með krukkur á baðið?
Eigið þið góða helgi elskurnar mínar!
*knúsar*
Kemur vel út.
Góða helgi
kv
Ég á litla krukku sem ég er búin að vera með inni á baði í svolítin tíma
Er einmitt með bómull og eyrnapinna og svo baðsalt
En er rosalega hrifin af skeljunum og perlunum 
Kv. Karítas
Skemmtilegt og fallegt hjá þér einsog allt annað sem þú gerir! Góða helgi!
Ótrulega fallegt hjá þér. Ég væri alveg til í að hafa smá hillu til að skreyta inn á mínu baði;)
Kv.Hjördís
Svo fallegt og svo notaleg stemning, skeljar og perlur passa eitthvað svo þvílíkt flott saman og litlu andarungarnir skapa svolítið ævintýri, glæsilegt hjá þér
ooohh þeta er bara yndislegt
Ójá, er einmitt með sætar krukkur þar með bómullarhnoðrum og svo gervi-rósablöðum. En góð hugmynd að nota skeljarnar!