…var það heillin!
Snilldin við netið, og allar þessar myndir og upplýsingar sem að flæða að okkur á degi hverjum, er að við hverja einustu hugmynd sem þú sérð, við hverja einustu mynd – þá kviknar ný hugmynd.
Þannig er það hjá mér í það minnsta, og örugglega hjá flestum öðrum. Það sem mér finnst samt helst vanta er að fólk “gefi kredit” – það er svo einfalt. Bara “hey, ég sá svo sniðugt og datt í hug að gera sjálf mína útfærslu!”.
Mér finnst bara snilld að gera eigin útfærslur af einhverju sniðugu en þín hugmynd er ekkert verri þó þú vitnir í hvaðan hún kemur – eða hvað?
Í það minnsta, munið þið eftir þessari hérna, sem er úr Rúmfó og ég var með í eldhúsglugganum…
…núna var hún komin á vergang og því var það kjörið að leika sér aðeins með hana.
Eftir að ég sá þessa hérna mynd(sjá hér)…
Þá fékk ég milljón hugmyndir um hvað mig langaði að gera við hana, en til að byrja með var það þetta hér…
…eins og þið sjáið þá bara tyllti ég henni á skenkinn í eldhúsinu – svona rétt fyrir myndatöku. Setti smá seríu við hana og tók svo eftir að það bráðvantaði snjóinn, bætti úr því…
…og úr þessu verður dulítið skógarævintýri til – svona rétt um jólin…
…setti inn í þetta litlar stjörnur og tré…
…og litlu krúttaralegu trén sem ég fékk í Söstrene í fyrra…
…og smá börkur gerir líka mikið…
…og það er um að gera að nota bara köngla og eitthvað smotterí sem til er heima fyrir…
…það þarf nefnilega svo lítið til – og ég get ímyndað mér að þetta þætti krökkum æðislegt að skreyta sjálf í barnaherbergið. Mínum fannst þetta mjög spennandi. Spiderman gæti t.d. bara verið jóló þarna með…
…hann er ekki eins sætur og bambakrúttið – en hann má samt vera memm…
…og þannig er það – bara eitthvað lítið og sætt og skapa svo réttu stemminguna…
…ekki sammála annars?
Frábær hugmynd 😀 Alveg spurning um að reyna að útfæra hana einhvernveginn í strákaherberginu hérna heima 😉
ahh þetta er mjööög flott 🙂 🙂
Er með eina hvíta hillu sem legokallarnir voru í… hmm ég samt var búin að ákveða annað 😉 þetta er samt svaklega skemmtileg hugmynd 🙂 🙂 Nú verð ég að hugsa og hugsa og hugsa hvað ég geri 😀
koma tímar og koma ráð eða hvernig var þetta annars ?? hahahhaha
Takk fyrir að deila þessu 🙂
Anna Sigga…þú bara jólaskreytir hilluna og breytir svo í það sem þú varst búin að hugsa áður, eftir jól 😉
Það átti lika vera jóla:) bara öðruvísi …..
Jú frábært!
flott hugmynd einmitt svona jólaskógur.