…er myndavélin mín gamla.
Mér finnst hún vera endalaust falleg!
Reyndar er ég ekki á þeim aldri að ég hafi átt þessa myndavél og notað, en hins vegar var ég alltaf að skoða og leita í antíkbúðum þegar að ég var í Kvennó og einu sinni fann ég þessa og tók hana með mér heim 🙂 Síðan þegar við fluttum hingað þá var hún í einhverjum kassa sem að náði að fela sig fyrir mér í lengri tíma, einn af þessu húsálfakössum. Ég náði honum loks um daginn og taaaaadaaaaa, myndavélin mín er komin á arinhilluna…
…og enn einu sinni þá endurraðaði ég aðeins á arinhillunni.
Ég held að þetta sé einhvers konar endurröðunnarsjúkdómur, ætli það sé hægt að taka eitthvað við þessu?
…reyndar eru kyssumyndin af dótturinni rammalaus, hann datt í gólfið eitt sinn er hundurinn Stormur var að storma um húsið, og það á enn eftir að líma ramma greyjið – þannig að hér stendur bara berrassað gler og karton 🙂
…geggjað R frá Söstrene Grene, R-ið stendur fyrir Raffa okkar…
…litlu geymslubækurnar og lótusstjakinn eru næstum alltaf þarna á hillunni, sé að ég verð að beita mig hörðu og færa þær næst þegar að ég breyti – á morgun?
…elska þessa hvítu einföldu stjaka, þeir eru svo flottir og passa bara alls staðar. Ætti ég að henda þeim í sölu í litlu búðinni, kannski bara!
…flotta Family Rules skiltið gerir mig káta í hvert sinn og ég lýt á það 🙂 Það er séns að ég fái það aftur
í sölu í haust, ef einhver hefur áhuga þá er hægt að senda mér póst og ég útbý biðlista eftir skiltinu…
…sumarfriðsæld innanhús 🙂
Ég ætlaði að beita mig hörðu og kíkja ekki inn núna því ég þarf að halda mig við efnið í vinnunni….eeen vúbbsí, þetta er alltaf svo fallegt allt hjá þér elsku Soffía, vildi bara segja þér það…og nú fæ ég mér kaffi og held áfram við verkin mín 🙂
Kv, Ingveldur.
haha ég er eins og Ingveldur… kveiki á tölvunni í vinnunni og kíki hingað inn :-þ
en það er ekkert hægt að fá við þessu endurröðunarsjúkdómi, eina sem hægt er að gera er að taka alltaf nóg af myndum og leyfa okkur að njóta hohohoho.
Ég veit að þú ert svo að fara til vinkonu minnar á eftir og dúllast í barnaherbergjunum hennar… get ekki beðið eftir að kíkja svo til hennar í heimsókn og sjá herbergi live eftir þig hí hí
Þetta er endalaust fallegt hjá þér eins og allt sem að þú gerir. Myndavélin eru æði! Annars þá langar mig hrikalega mikið í þessa kertstjaka;) Þarf reinilega ða fylgjast með þegar þeir koma í Dossubúð.
Kv.Hjördís
Rosalega flott! Kertastjakarnir eru mjög flottir og vonandi færðu skiltin aftur, þá mun ég panta eitt svoleiðis. Fara ekki líka að koma einhverjir bakkar í Dossubúð?? 😉
kv,
Sunna
Heyrðu Soffía, ég verð bara að segja að mér finnst kyssimyndin algjört æði svona berrössuð bara með gleri og kartoni. Eitthvað töff við það 🙂