…er alveg að gera sig hjá mér 🙂
Hrikalega er ég nú kát með nýja prentarann minn (og frábæru þjónustuna sem að ég fékk í Tölvulistanum)! Hér er prentað út í eitt, eða svona næstum…
…þetta var byrjunin, eins og sást í þessum pósti hér…
…síðan átti ég flösku undan svona Sweet Chilli sósu, sem að ég ákvað að nýta mér aðeins…
…fór í smá prentföndurvinnu með pappírsblúndu, smá tips: sniðugt að prenta myndina bara beint á pappír, bera síðan við hvort að hún sé ekki í réttri stærð, ef stærðin er rétt þá er bara að setja smá límband á endann á blúndunni og festa við sama blaðið – þá nærðu að prenta alveg í miðjuna á blúndunni.
…og með smá aðstoð frá Mod Podge-inu mínu fékk ég þessa útkomu…
…bæði hægt að nýta sem blómavasa og auðvitað bara sem vatnsflösku…
..stórt kerti…
…og meira blúnduprent…
og eftir meðferð með kertaefni sem ég keypti í Föndru, þá er blúnduverkið núna komið á kertið.
ATH! Ég er enn ekki komin með neina reynslu í hvernig þetta brennur. Skv. þeim upplýsingum sem ég fékk í Föndu þá er hægt að nota þetta efni á hvaða pappír sem er. Efnið er borið á kertið og látið þorna, síðan er farin önnur umferð og þá er pappírinn festur á kertið.
…ég prufaði að setja líka utan um lítil kerti og komst að því að það gengur EKKI!
Hins vegar er maður ekki með kveikt á kertum meira en maður er með kveikt á kertum, þannig að mér finnst flott að útbúa nokkur svona kerti og hreinlega bara klippa af þeim kveikinn.
Þá eru komin falleg skrautkerti, en það má EKKI kveikja á þeim – þá gerist þetta, það kveiknar í pappírinum!!
…en í það minnsta er ég að skemmta mér konunglega við að upphugsa nýjar leiðir til þess að skreyta með aðstoð prentarans…
…endalausir möguleikar…
…en í guðanna bænum farið varlega með kertin og pappírinn utan um, ég er ekki komin með reynslu af þessu en skal leyfa ykkur að fylgjast með stöðu mála..
Hvernig lýst ykkur svo á?
Ekki bara kjút?
mjög svo kjút hjá þér 🙂
kv.
Halla
Ótrúlega flott hjá þér og blúnduprentið æði!
Kv.Hjördís
Dýrðlegt alveg hreint mín kæra, undurfallegt. Snilld að láta sér detta í hug að prenta á svona litlar dúllur… og takast það!
Með blúndukveðju úr rigningunni fyrir norðan,
Kikka
Æðislegt – núna ætlar mín sko að fara að prenta!
EN – sögunni er ekki þar með lokið… Kannan sem þú ert með á bakkanum – þessi hvíta með upphleyptu blómunum, ÆÐI!
Er þessi til í búðinni??
Eða bara einhverri annarri búð?? 🙂
Kveðja
Lára Antonía
Takk takk 🙂 Lára, þessi kanna er gömul og því miður veit ég ekki til þess að hún fáist neins staðar núna!
sagði það áður og segi það enn og aftur: SNILLI !
😉 luvS
*dreym* þetta er æðislegt
vá sniðugt að prenta svona á blúndur, kemur rosalega vel út.
geggjað að prenta svona á pappírsblúndur 🙂 Big LIKE!
Yndisdúll hjá þér 🙂 Ég er alveg ástfangin af þessari hvítu könnu líka, rosalega falleg.
Blúndukveðjur
Svandís 🙂