…húsgögn. Sjeise man, það er algerlega ávanabindandi – þetta er svo skemmtilegt 🙂
…fyrst valdi ég litinn sem að ég vildi og það voru miklar pælingar..
…borðið fékk ég á bland.is og keypti það á litlar 2500kr, sem er nú ekki svo mikið fyrir ágætis hliðarborð, sem var reyndar í frekar slöppu standi…
Fyrst notaði ég rafmagnsmús með sandpappír til þess að sanda niður borðið, sem var líka skemmtilegt. Mun skemmtilegra en að nota bara sandpappír og handaflið, sem er bara leiðinlegt!
Síðan fór ég í Litaland, þar sem ég fékk alveg frábæra þjónustu og ráðgjöf. Sem var fínt þar sem að ég hafði ekki prufað þetta áður. Þegar búið var að sanda og þrífa eftir sandið þá notaði ég grunn frá Kópal…
…síðan notaði ég kalklitina frá Auði Skúla, líka fengnir í Slippfélaginu. Það þarf að gæta þessa að hræra vel upp í litnum áður en maður notað hann…
…síðan var bara að mála…
…liturinn virkar alveg brúngrár þegar að hann er borinn á, en verður síðan hvítur og fallegur þegar að hann þornar…
…og að vanda voru aðstoðarmennirnir í góðum gír, tilbúnir að stinga sér í slaginn ef ég þyrfti á hjálp að halda, eða ef köttur sæist í nánd…………..eða bara ef þeir þyrftu að pissa….
…en áferðin er mjög gróf þegar að búið er að mála þetta og verður svo falleg þegar að allt er þornað.
Málningin þarf að fá að þorna í 72 tíma áður en meira er gert…
…tvær umferðir komnar – reyndar á ég síðan eftir að fara yfir borðið með glæru lakki, en ég skal taka myndir af því og sýna við tækifæri.
Eftir að hafa beðið tilskyldan tíma þá er komið að því skemmtilega – raða og skreyta 🙂
Vííííííííííííííí…
… mér finnst alveg svakalega gaman að raða á þetta borð og það brýtur skemmtilega upp þennan stóra vegg sem er í eldhúsinu…
…eitt af uppáhaldinu mínu sem að ég nota á borðinu er karfa sem að geymir núna nokkra löbera, og það er mjög þægilegt að hafa þá svona við hendina…
…síðan er ég svoldið skotin í litlu sætu kringlóttu öskjunni minni, sem ég var að fá mér á útsölu í Ilva…
…síðan dró ég gömlu vigtina hennar mömmu fram í eldhús aftur, en hún er búin að vera í geymslunni frá því að við bjuggum í gömlu íbúðinni…
…húnarnir eru frá Lisbeth Dahl og eru gamlir, en hins vegar fást fallegir húnar í Sirka (netverslun og Facebook) og vörur frá Lisbeth Dahl fást líka í Tekk…
…ég er reyndar í leit að hjólum undir borðið, en hef enn ekki fundið réttu stærðina…
…og bakkinn? Ohhhh, bakkinn minn!
Fann þennan í Daz Gutez í seinustu viku og ég er bara asskoti þakklát þeim sem að hentu honum, takk fyrir !
…hvernig lýst ykkur á?
Hafið þið notað kalkmálningu?
Eigið þið aðstoðarhundamenn?
Like á bakkann?
mig hefur einmitt lengi langað að prufa að nota kalklitina. bakkinn er líka æði, ég er einmitt líka svona bakkasjúk 🙂
Mikið rosalega er þetta smart hjá þér 🙂
Geðveikt! Er búin að bíða eftir þessum pósti 😉
Ójá ég á sko eitt stk hund (sem á ættir að rekja á Álftanes ;)) sem heldur að hann sé algjörlega ómissandi ef það er verið að taka til hendinni. Leggst helst utaní blauta málningu og svona, hrikalegt fjör 😉
Kveðja Kristín
Dásamlega fallegt !
kv. Gulla
Mikið er þetta flott hjá þér.
Ég hef ekki prófað kalklitinga en það er gaman að sjá hvað liturinn breytist mikið þegar hann þornar.
En afhverju kalkmáling, hvað hefur hún fram yfir venjulega málingu, er einhver munur?
Bakkinn er flottur.
Kveðja María
Geggjað hjá þér vinkona! Elska kalklitina hennar Auðar og finnst miklu skemmtilegra að mála með þeim en venjulegri málningu. Málaði vegginn sem skilur að eldhúsið og ganginn hjá mér og hann kom mjög vel út….næst á dagskrá hjá mér eru náttborðin okkar Magga en ég er í smá litavalsdilemma…..get ekki ákveðið mig 😉 P.S. bakkinn er æðis, alveg keppnis……;-)
Knús,
Anna Rún.
Þetta er mjög flott makeover og bakkinn er æði. Kalkmálning er svo skemmtileg, ég málaði svefnherbergið með henni og það kom mjög vel út. Nú er spurning hvort ég eigi að þora að mála borðstofuhúsgögnin með henni…
Kveðja, Guðrún H.
Takk allar saman, þið eruð svo mikið æði allar með tölu!
María, af hverju kalklitirnir? Það er bara svo gaman að nota þá. Það kemur svo skemmtileg svona vintage áferð á hlutina sem maður notar hana á 🙂
Vá ótrúlega flott breyting hjá þér! Ég er alltaf á leiðinni að kalkmála einn skenk en hef ekki enn drifið mig í það;) Ég er einmitt í smá litavandræðum;) Like á bakkann!
Kv.Hjördís
ómæ þetta er bara geðveikt borð… hef aldrei notað kalkliti en langar mikið mikið
big like á bakkann 🙂
ég er alveg kolfallin fyrir kalkmálningunni. Langar til að kalka allt hjá mér haha og jú ég á einn sem er alltaf nærri þegar ég er að prasa eithvað og endar vanalega með hvítar rendur á skottinu.
Bakkinn er totaly gordjös 😉
allt bara flottast, er með rúmfó bókahillu sem mig langar að kalka… þegar ég er búin að mála alla veggi, er að klára litaða vegginn í stofu/eldhæus/gangi í mjög svipuðum lit og veggurinn hjá þér.
Elska að skoða bloggið þitt og er búin að fá fullt af hugmyndum þar….
kv Hugrún
Glæsilegt á svona svipað borð sem ég er orðin pínu leið á en þá bara fara og mála 🙂 kemur rosalega vel út 🙂 Takk fyrir að deila með okkur 🙂
Glæsilegt og flott eins og alltaf. Bakkinn flottur. Kveðja R
Svakalega flott. Ég á gamlan bókaskáp með glerhurðum (renni) sem mig langar til þess að mála hvítan. Ég hafði hugsað mér að mála hann með Lady málningu (lakk) en kannski fallegra að nota svona kalkmálningu. Hvað finnst ykkur?
Kveðja Erla
Borðið er æðislegt, kemur rosalega vel út 🙂 Big like á geggjaða bakkann 😉
knús,
Helena
En flott hjá þér! En má ég spyrja hvaða málingarlit þú ert með á veggnum? 🙂
Kveðja,
Jóhanna