…og í stöðugri þróun, eins og flest annað hér innanhúss 🙂
Þegar að húsið var keypt 2007 þá var blessaður gangurinn svona eftir að niðurrif hófst..
…2008 – eftir að hafa skipt um gólfefni, hurðar og loftaefni þá vorum við komin með hreinan flöt (og gólflista sem á eftir að koma fyrir sem að liggja meðfram veggjum)…
…þetta byrjaði mjög smátt, þrjár litlar myndir og veggblómin mín frá Umbra (fást í Tekk)…
…rammarnir eru ekki samstæðir en virkuðu ágætlega saman…
…hinu megin á ganginum erum við síðan líka með aðra rammagrúbbu…
…síðan var ég komin með smá breytiþörf og skipti út römmum, án þess þó að færa nokkurn nagla 🙂
…litli kallinn fæddur og því komin mynd af honum í fanginu á stóru systur sinni…
…2011 – þá var komið að því að draga fram stórskotaliðið, eins og sést hér fyrir neðan…
…flotinn dreginn út og nú skal öllu tjaldað til – eða þannig sko 🙂
…síðan var ég bara að prufa mig áfram með rammana sem að ég átti, blandaði saman hvítum og svörtum – hér t.d. ein uppstilling sem að gekk ekki upp…
…og eftir pælingar og prufur þá endaði þetta svona…
…bætti líka við nokkrum blómum…
…myndirnar eru bæði svarthvítar og í lit, og rammar úr öllum áttum…
…eins og sést þá er ekki farið eftir neinum sérstkum reglum eða pælingum, bara augað látið ráða og passað að myndirnar haldi “sjónrænt jafnvægi” – hohoho fansí 😉
…ouwwwwwwwww, sjá hvað þau eru nú lítil þarna…
…2012 – stóri hvíti ramminn með mynd úr brúðkaupinu okkar var heimilislaus, þannig að honum var einfaldlega bætt við alla flóruna…
…af hverju þessi póstur?
Kannski bara til að sýna að það getur tekið langan tíma að klára sum verk, og önnur “klárast” kannski aldrei alveg. Þetta er heimili og svona myndaveggur má gjarna vera bara bara fríhendis og frjálslegur.
Ekki vera með áhyggjur, rífið upp nagla og hamar, og slatta af römmum. Ef eitthvað fer í klessu þá má fela það með næsta ramma eða bara smá One-Time 🙂
Góða skemmtun krúttin mín!
æðislegur veggur, alltaf gaman af myndaveggjum
Gaman að sjá hvernig þetta þróast og breytist- þannig eiga myndaveggir að vera!
Sæl Soffía og takk fyrir frábært blogg 🙂 Ég er með svona langan gang og var að velta fyrir mér, notar þú veggina báðu megin, þ.e. hengir upp báðu megin á ganginum og hvað er gangurinn breiður? Ég hef sjálf verið eitthvað rög við að hengja á móti líka 🙂
Takk fyrir það! Gangurinn er um 115 cm, og það hengt báðum megin, en þó ekki mikið öðru megin 🙂