…sem mér datt í hug, þegar ég skoðaði myndirnar í pósti gærdagsins, að það væri kannski ekki svo auðvelt að sjá allt sem ég notaði. Svona upplýsingar, eins og hvað er mikið af hverju og þess háttar. Svo la voila, póstur dagsins…
…hér sést borðið í heild sinni og í þetta var notað:
* Tvær silfur trjágreinar
* blúndubakki
* Hreindýr tvo sem sjást (mjög stór)
* 1 stórt tré og tvo minni
* tvær flatar greinar með könglum og snjó
* 1 tréstjarna og 2 trésnjókorn
* 4 blúndudiskamottur
* 2 grófar kúlur (liggja á bakkanum)
* 3 háir stjakar og 2 lágir
* 5 stálstjörnur
* 3 hvítar, glimmerkúlur
…þessar stífu diskamottur finnst mér líka alveg snilld
…annað sem mig langaði að sýna ykkur eru þessir tveir.
Þeir fást í nokkrum stærðum, en eins og svo mörg hreindýrahjón þá eru þau barnlaus greyjin.
Ég vil hest hafa bambakrútt með, því þau eru svo sæt…
…þá er snilld að kaupa bara einn af minni gerðinni og hafa hann með. Einn, tveir og bambi í dulargervi…
…sjáið bara hvað þau eru lukkuleg!
…og áður en góssinu var skilað – þá varð ég að máta stjakana á arininn…
…svo bjútifúlt!
Annars segi ég bara góða skemmtun þið sem ætlið á Konukvöldið í Pier og njótið þess að skoða allt fínerí-ið 😉
Æði!! Greinilegt að maður þarf að skreppa í Pier við fyrsta tækifæri 🙂
Hvar fékkstu svona stálstjörnur? og hvað kostar svona dásemd?
kv.Krissa
Þetta er allt úr Pier og þær kostuðu að mér minnir 590kr.
Æðislegt jóla skraut og svo kósý nú er tíminn kominn og maður getur farið að byrja.