Innblástur…

…kemur úr ýmsum áttum!  Guð veit að ég fæ innblástur héðan og þaðan – stundum úr ólíklegustu stöðum.  Stundum þarf maður ekki annað en að kaupa sér einn nýjan hlut, bara smávægilegan, og þá ert allt í einu komin með hugmynd að glænýju útliti á borði eða jafnvel herbergi.
En núna langar mig að biðja ykkur um að gera mér greiða, ég er ekkert alltof bjartsýn á að þetta takist, en mig langar að reyna.  

Ef, og þetta er stórt EF, þið hafið einhvern tímann fengið innblástur héðan af blogginu, af Skreytum hús…, og framkvæmt eitthvað heima hjá ykkur.  Raðað upp á nýtt, keypt ykkur einhvern hlut, jafnvel málað – væruð þið til í að taka mynd af því og fara inn á síðuna mína á Facebook og pósta myndinni þar.
Mér þætti svo skemmtilegt að sjá útkomuna hjá ykkur, sjá það sem að þið eruð að framkvæma og sjá að ég er kannski að hafa jákvæð, skreytileg áhrif heima hjá ykkur 🙂
Þetta þarf ekki að vera eitthvað svakalegt, bara pínulítið sem þið gerðuð eftir að hafa lesið um það/séð það hér, eitthvað sem þið hefðuð kannski ekki gert áður!
 Ég yrði ykkur svo þakklát og svo skal ég safna saman myndunum og gera einn póst úr því 🙂
Koma svo, áfram elskurnar mínar, fram með myndavélarnar!
Lofa að pósta svo inn myndum úr stelpuherberginu á morgun í staðinn, díll??

4 comments for “Innblástur…

  1. Anonymous
    26.06.2012 at 20:04

    spennandi 🙂
    ég skal taka fram myndavélina i aften 🙂
    kveðja,
    Halla

  2. Anonymous
    26.06.2012 at 20:15

    Ég hef ný keypt ansi margt sem að ég hef séð og eins var ég búin að sjá svo mörg eldhús makeover að ég ákvað að mála eldhúsið mitt. Sá líka einu sinni í einu blogginu að sú hafði límt vegglímiða á sandblástursfilmu og ég ákvað að stela þeirri hugmynd;) Spurning að fara að taka myndir;)
    Kv.Hjördís

  3. Anonymous
    26.06.2012 at 21:45

    Sæl Dossa:)
    Sorry að ég notfæri mér comment til að koma spurningu áleiðis, en ég fann ekki mailið þitt í fljótu bragði…getur verið að ég hafi séð mynd hér á blogginu þínu af gömlu strauborði sem var notað sem hilla upp við vegg? Mér áskotnaðist eldgamalt strauborð og langar að gera eitthvað flott við það;)
    kv Lena

  4. 27.06.2012 at 10:38

    Lena, ég man ekki eftir þessu 🙁 því miður! En hér koma nokkrar myndir sem ég fann: http://www.crystelleboutique.com/1/post/2011/12/decorating-with-a-vintage-ironing-board-the-ultimate-in-home-decor.html

    Elín, lampinn fæst núna í http://www.myconceptstore.is

    Hjördís og Halla, myndirnar ykkar eru æææææði! Takk fyrir 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *