…loksins er komið að framhaldspósti.Það var sem sé komið að því að systurnar H&H yrðu færðar saman í eitt herbergi og myndu deila koju.
Það er náttúrulega ekki alveg að marka fyrir og eftir myndirnar því að það er strákadóterí á fyrir myndunum, en engu að síður, hér koma fyrir:
Það er náttúrulega ekki alveg að marka fyrir og eftir myndirnar því að það er strákadóterí á fyrir myndunum, en engu að síður, hér koma fyrir:
…og eru allir reddý í hið klassíska taaaaadaaaaaa móment.
Eftir myndirnar…
…við notuðum áfram sömul ljósakrónuna og var til fyrir, og bættum við einum blómalampa úr Ikea…
Liturinn kemur í úr litaspjaldi Kópal og heitir Tjarnarblár, ofsalega fallegur…
…við tókum listaverk eftir eldri systurina og settum í ramma á vegginn, og þessi elgur í röndóttum sokkum var of krúttaralegur til þess að stilla honum ekki aðeins upp…
…við vissum að við þyrftum að koma fyrir snögum eða hönkum fyrir töskur, sloppa og ýmislegt annað sem ungar hefðardömur sanka að sér, þannig að þegar ég fann þessa sem hægt var að setja bara á kojuna. Svo er líka auðvelt að færa þá aftan á hurðina ef viljinn er fyrir hendi…
…ég átti í nettu ástarsambandi við þessar fallegu fötur með svona “cut-out-blómamynstri” sem að ég fann, sérstaklega var ég skotin í teal litnum sem að Mína á núna heima í…
…þessi bolluugla var svo hrikalega mikil krúttusprengja að ég var að henda henni þarna með, en hins vegar er ég farin að taka eftir að ég er að bomba ca einni uglu inni í næstum öll herbergi sem ég er með……pssssst ekki segja neinum…
…ég var mjög kát með þessa fallegu speglaramma sem að prýða eina hilluna. Þeir eru svoldið stórustelpulegir sem er bara flott með og inn á milli, og sem bónus með blómamynstri og meira að segja einum bíbba…
Furuhillan var keypt bara ódýr á Bland.is og húsmóðirin málaði hana hvíta, myndarskapur er þetta.
Ef við förum aðeins yfir hilluna. Í efstu hillunni er tvær sætar töskur sem að geyma smádóterí, allt saman sorterað, sem er fínt fyrir mömmur að geta haft stjórn á…
…hilla tvö eru puntrammarnir og svo er snilld að nota fallegar barnabækur sem skraut…
…eins og í flestum herbergjum þá er nauðsynlegt að vera með öbbann við hendina ef hungrið sækir að.
Flest börn eiga leikföng og bækur og það er frábært að nota þetta sem skraut, en er þetta oftast skemmtilegir hlutir sem eru eins góðir og sætir og Besta knús í heimi 🙂
… í neðstu hillunni eru tvær körfur, aftur allt sorterað. Í annari er dúkku og matardót sem að tengist eldhúsinu, en í henni er dót sem tengist dótahúsinu sem er ofan á hillunni sjálfri…
…bangsafötur eru bara sniðugar.
Húsið er stendur ofan á hillunni passaði ekki þar ofan á fyrst. En framan á því var lítil gangstétt sem að við tókum í burtu og þá smellpassaði það, þar með var stór hlutur sem áður átti engann stað komin með frábærann samastað þar sem fór lítið fyrir honum og hann var líka bara dekoratífur þarna 🙂
Færum okkur hinum meginn í herbergið…
..og þar var gerð hin klassíska myndagrúbba – auðvitað, ég var þarna 😉
…ég er algerlega fallin fyrir sólarklukkunni sem að er þarna á bláum veggnum, svo mikið yndi!
Þessi kemur frá Ikea og hún kemur líka í flotta teal litnum…
…húsmóðirin átti þessu flottu fiðrildi frá Umbra og við ákváðum að nota þau líka, enda dásamlega falleg…
…síðan vorum við með bæn í ramma – að höfðalagi, mjög mikilvægt 😉
og prentuðum H á skrapppappír og festum í ramma…
…gamla fallega kommóðan var að sjálfsögðu áfram, og það var ekki hlaupið að því að finna spegil sem passaði fyrir hana því hún er svo mjó. Skoooooo, það borgar sig ekki að vera svona mjór!
En að lokum fann ég gamlan og flottan í DGH og þau eiga vel saman…
…við keyptum ný rúmteppi og síðan voru líka fest fiðrildi á vegginn þarna…
…við keyptum ömmustöng og Alvine-uppáhalds-gardínur í Ikea, og það var ótrúlegt hvað þetta gaf mikla mýkt og hlýju inn í herbergið…
…þegar ég fann þessi hjörtu þá kolféll ég fyrir þeim og vissi um leið að þetta var það sem vantaði hjá hvítum gluggatjöldunum. Það er líka hægt að setja kerti innan í hjötun.
Þau voru keypt í Byko í Breidd…
…hæ Nína, og rammakarton komin í ný klæði…
Hvað segið þið þá?
Uppáhald?
Hverjar ætla að skunda af stað og fá sér sól, hjörtu eða ??
Ég er rosalega ánægð með bæði herbergin.
Bæði finnast mér falleg og á báðum stöðum er enn nægt rými fyrir fleiri leikföng. Það er allt sorterað núna og hver hlutur á sinn samastað, sem er best!
Takk kæra fjölskylda fyrir að hleypa mér inn á kant hjá ykkur, takk og *knúz 🙂
Ótrúlega flott breyting! Elska hjörtun og eins speglarammana, veistu hvar þeir voru keyptir?
Kv.Hjördís
rokin í Byko að kaupa hjarta heheheh
kveðja
Kristín S
GJÖÐVEIKT …. EINS OG VENJULEGA 🙂 Edda
Love it!! Thú barasta ert stanslaust ad toppa sjálfa thig snillingurinn minn :o*
knuzzer
Svandís
Takk fyrir krúttin mín 🙂 Þið eruð yndi, eins og venjulega!
Hjördís, ég keypti speglarammana í Next í Kringlunni! Kostuðu tæpar 2000kr tveir saman.
*knúsar og spes knuzzer á þig Svandís 🙂
Takk fyrir hjálpina! Við erum öll rosalega ánægð með útkomuna og það gengur ótrúlega vel að halda öllu fínu 🙂 *knús* til baka!
Ólafía
Æðislegt 🙂 Hlakka til að fara innrétta stelpuherbergi fyrir mínar skvísur… someday 🙂 En mig langar að vita hvar útskornu föturnar voru keyptar sem og rúmetppin?
Fötur og rúmteppi úr Rúmfó 🙂
Æðislegt hjá þér eins og allt sem þú póstar! Kv. Berglind
P.s. Hvaðan eru flottu snagarnir á kojunni?
Þetta er glæsilegt:) Snyrtilegt og stelpulegt og mikið af krúttlegum smáatriðum. Ég þarf einmitt að fara í svipaðar breytingar, er að fara að færa stelpurnar mínar sem eru 2 og 4 ára saman í hjónaherbergið og fær okkur yfir í litla barnaherbergið. Ég er komin með fullt af hugmyndum, takk:)
Ég er svo ánægð að hafa rambað inn á þessa síðu, fer núna daglega inn á hana (stundum oft á dag;)
Eigið góðan dag
Kv. Erla
mjög flott breyting á báðum herbergjum. er alvega að elska þessi bláu hjörtu og gulu klukkuna… bara æði
herbergin eru æðisleg 🙂 Finnst svo gaman að sjá herbergi sem eru ekki þakin í Disney…. eins þegar stelpuherbergi eru ekki bara bleik
tek undir fyrri fyrirspurn, hvar fékkstu þessa æðislegu hanka??
takk enn og aftur fyrir frábært blogg!!
Æðislegt herbergi!!
Hvaðan kemur krúttlega bangsafatan uppi á hillunni? 🙂
kv. Anna