…með bjútífúl vörum sem ég fékk lánaðar niðri í Pier.
Ég varð alveg heilluð af hinu og þessu þegar ég tók innlitið hjá þeim (sjá hér) og fékk því lánaðar nokkrar
vörur með mér heim til þess að stilla upp og mynda.
Í smá stund gat ég næstum ímyndað mér að jólin væru bara komin, blessuð. En hættum þessu masi og horfum á dýrðina!
…eins og þið sjáið þá tók ég einn svona kringlóttann “blúndubakka” og setti í miðið. Síðan tók ég nokkrar svona stífar blúndudiskamottur, og raðaði þeim með og myndaði þannig einskonar “löber”. Kannski aðeins útfyrir kassann, en það er alltaf skemmtilegt…
…ég setti nokkrar svona stálstjörnur í ljósakrónuna (sé fyrir mér að það væri líka skemmtilegt að stinga seríu innan í þær)…
…og þessar hérna dásemdar jólakúlur, svo fallegar og líka smá blúndufílingur…
….blúndukúlur og stjörnur, það er eitthvað fyrir mig 🙂
…mér finnst líka svo skemmtilegt að vera með blúndurnar og þetta dúllerí á borðstofuborðinu, því að það er svo gróft…
…þessir hérna eru í svo miklu uppáhaldi!
Þetta eru gráir stjakar sem fást í nokkrum stærðum, síðan fást þessir englavængir og ég batt þá bara utan um stjakann. Það sem mér líkar við þessi krútt…
…þarna er “stóri bróðir” og svo verður náttúrulega að minnast á þessi stórglæsilegu hreindýrahjón sem kúra þarna á bakkanum. Svo þessi jólatré, með dass af snjó og glimmri í…
…og svo eins og alltaf – þá verða töfrarnir til þegar að ljósin eru slökkt!
…þá verður allt svo mjúkt í birtunni af kertunum og kyrrðinni og rónni, sem þá skapast…
…þessir litlu gráu kertastjakar eru líka svo dásamlega látlausir og fallegir – kannski má segja eilítið “sveitó” í sínum vintage sjarma…
…þrjár kúlur sem liggja á bakkanum, ofan á einni grein sem þar er…
…og takið líka eftir bling-borðanum utan um kertin…
…fást í ýmsum týpum…
….ég festi þennan bara með demantatítuprjóni…
…sjáið hvað ég meina – töfrar…
…og þannig fór nú það…
…ef ég næ að kreista smá aukaorku, þá set ég inn póst á morgun með lista yfir hvað ég notaði á þetta borð. Svona til þess að hjálpa þeim sem eru að leita sér að einhverju svipuðu…
…eða bara alveg eins 🙂
..og býð góða nótt ❤
❤
Minni svo á þetta hérna, sem er annaðkvöld, á fimmtudaginn!
Vaaaaaaaaááááááá!!! Þetta er æði! Svo rómó, kósý og jóló, allt í einum (jóla)pakka 🙂 Væri svo til í að komast annað kvöld í Pier en verð bara að nýta tækifærið í næstu bæjarferð…!
Takk fyrir póstinn mín kæra 🙂
Já og góða nótt! 🙂
Góða nótt í alla nótt 🙂 nú fer mig að dreyma jólin 😀
Svakalega er þetta vel valið hjá þér og fallega uppstillt. Ég væri alveg til í að eiga þetta allt.
Dásemd!
Yndislegt, eins og alltaf 🙂 TAKK, takk, takk.
Svo fallegt 🙂
Er að reyna að muna hvað ég keypti af fínti í Pier fyrir síðustu jól eftir svipaða umfjöllun hjá þér…
H
Soffía þú ert algjör snillingur, ég elska síðuna þína svo ótrúlega flottar og skemmtilegar hugmyndir hjà þér mvkv. Sev,,
hæ aftur, ég er núna orðin sjúk í svona mini-jólatré og þau eru ekki lengur til í ikea, er þetta nokkuð lifandi jólatré úr Pier?
takk aftur!
Neibb – þessi eru ekta plat 🙂
ahh, grunaði það. takk 🙂