…sko ég hef alltaf sagt að þið sem lesið hérna eruð æði! En eftir að hafa beðið ykkur um að pósta myndum og leyfa mér að sjá hvað þið eruð að brasa þá verð ég að segja að þið eruð: Algerlega ótrúlega, dásamlega, svakalega, ofsalega, ævintýralega yndislegar og æðislegar!
Þetta er búið að vera svo skemmtilegt að skoða og fara yfir myndirnar og póstana sem þið eruð búnar að senda mér, og þið voruð svo duglegar að þetta verða í það minnsta tveir póstar. Ekki hætta þessu, þið megið endilega henda á mig pósti eða setja inn á Facebook þegar að andinn kemur yfir ykkur!
Það er bara gaman 🙂
*********************************************
Guðleif Sunna:
Ákvað að prufa að setja gamlar bækur á borðið mitt. Var þegar orðin hnatta-og stafaóð…
*********************************************
Kristín S:
eftir að hafa lesið þennan póst hjá þér, breytti ég myndaveggnum mínum………… 🙂
Mynd tekin fyrir breytingu:
og síðan eftir breytingu:
og auðvitað breytist hann stundum, en svona var þetta fyrir ca ári síðan 🙂
*********************************************
Ádís Rún:
stal þessari hugmynd af síðunni þinni 🙂 !
Frábært – maðurinn minn er viss um að myndin sé tekin hérna heima hjá okkur 😉
*********************************************
Hjördís Arna:
…var orðin frekar þreytt á dökkbrúnu eldhúsinnréttingunni minni og eftir að hafa séð öll eldhúsmakeoverin þá ákváðum við að ráðast á okkar eldhúsinnréttingu og mála hana. Verst að okkur lá svo á að það gleymdist að taka fyrir myndir;)
Ég get allavega sagt þér að þetta breytti miklu og þessi breyting kostaði ca 15 þús (grunnur, málning og höldur). Ég get allavega þolað hana mun lengur svona 😉
Ég sá tók eftir einu sinni í bloggi hjá þér að þar höfðu vegglímmiðar verið límdir á sandblástursfilmu og þar sem ég átti smá lager af límmiðum úr söstrene þá ákvað ég að skella nokkrum á filmuna sem fyrir var. Þetta var ótrúlega þægileg lausn. Ég var reyndar alltaf á leiðinni að láta gera filmu með munstri fyrir mig en hafði ekki látið verða að því og já enginn vandi að skipta út ef að maður vill breyta 😉
*********************************************
Halla Ýr:
Ég keypti þennan koll af þér og setti stóra græna mottu úr IKEA undir svo það líti út eins og sveppur á grasi (svipað og þú gerðir í smækkaðri mynd í afmælinu hjá stelpunni þinni) 🙂
*********************************************
Guðrún B:
Upp í sumarbústað á ég þennan furuskáp, sem keyptur var í RL Vöruhúsi. Hann málaði ég með veggjamálningu, nema hillurnar. Hann er ekkert sérlega vel málaður, enda má hann vera soldið “shappy”.
Þegar ég sá svo hjá þér landkortin sem þú settir í bakið á þínum skáp, varð mín alveg sjúk. Ég setti þennan gjafapappír úr Eymundson á bakið með teipi, lét bar breiddina á honum ráða.
Heklaði svo kantana, sem ég sá á öðrum skáp. Því miður á ég ekki mynd af skápnum fyrir, þar sem talvan mín fór í smá mess.
*********************************************
Sigríður Dóra:
Sá þennan sægræna kertastjaka hjá þér og bara varð að kaupa hann.
Sætu tinluktirnar keypti ég í búðinni þinni fínu 🙂
Þessa stjaka varst þú svo elskuleg að senda mér – ég eeeelska þá!
*********************************************
Finnst ykkur þetta ekki frábært?
Ég er alveg himinlifandi með þessi frábæru viðbrögð sem ég fékk við þessu!
Kærar þakkir enn og aftur!
Mér finnst þetta allt koma svo flott út hjá ykkur og hlakka til að sýna ykkur meira – og vonandi að sjá enn meira 🙂
*knúzar* og meira á morgun
rosalega gaman að sjá þetta og sjá hvernig innblásturinn kemur út í útfærslum annarra, hlakka til að sjá næsta póst 🙂
Skora á þig að taka blogg-sumarfrí ef þig langar, enda alltaf hollt að taka sér frí og koma endurnærður til baka, minni bara á að staðlað sumarfrí á Íslandi er 25 virkir dagar hið mesta HEHEHHEHE 🙂
kveðja
Kristín S
Takk innilega elsku Soffía enn og aftur fyrir allar hugmyndirnar og skemmtilegu bloggin þín. Knúsar til þín líka!
Kv.Hjördís
Rosalega skemmtilegt! 🙂 gaman líka að sjá hvernig fólk getur tekið innblásturinn og aðlagað að sínum smekk og þörfum
vúppí hvað þetta er fínt hjá ykkur öllum! 🙂
kveðja, Sigurlaug
gaman að sjá þessar útkomur 🙂
Snilldar póstur hjá þér og snilldar lesendur á þessari síðu… brilledíbrill!!!
kv.
Svandís