…er mál málanna í dag, og ég ætla að reyna að taka svona jólainnlit á nokkra á næstu vikum. Það er nefnilega þannig að um þetta leyti fyllast allar búðir af dásemdum sem að tæla og trylla.
Á hverju einasta ári er ég sko hætt!
Búin!
Þarf ekki meira!
Á á hverju einasta ári, hlær púkinn á öxlinni á mér að mér fyrir að vera svona vitlaus að halda að ég sé hætt, um leið og hann réttir mér visakortið! Vesen að það skuli einmitt vera hann sem stjórnar kortinu!
En yfir í Pier, á Smáratorgi, og allar dásemdirnar sem ég rak augun í, allir tilbúnir?
…þessir grófu viðarbakkar, á svona “loðnum” löber – vá hvað þetta er eitthvað sem mér líkar…
…og svo auðvitað smá bling með, því að það þarf alltaf bling 🙂
…og það var ekki nóg með að mig langaði í þessi litlu jólatré, heldur fannst mér líka litla kerran alveg dásamleg…
…svo þarf náttúrulega að ræða aðeins þessar jólakúlur – en þær gætu hæglega tryllt hverja konu, kannski einhverja menn, en í það minnsta þessa konu…
…þessar eru eitthvað svo gasalega gammel bleikar og fallegar – þær eru bara eins og þær séu gamlar…
…og þessar hérna líka – helst langaði mig í nokkrar saman og setja í skál á borðið…
…eigum við svo að dásama þessar hérna líka – silfur, bleikar og daufgrænar…
…annars er það ekki bara jóladótið sem náði að heilla…
…því þessar hérna fannst mér líka æðislegar….
…þarna var líka svo margt skemmtileg til þess að hengja á pakka, eða bara á kertstjaka…
…fyrir utan öll hreindýrin og pakkana sem til voru…
…þessar fannst mér t.d. sérlega töff…
…og hreindýrin voru líka á kertastjökunum sjálfum…
…jólósmóló…
…þessir fannst mér mikil krútt, og sá þetta alveg á pökkunum til krakkana…
…falleg kerti – auðvitað með hreindýrum…
…og svo voru það þessir – í nokkrum stærðum…
…það er nóg til af alls konar…
…rétt eins og í fyrra þá voru dásemdar kúlur sem ég gat vel séð fyrir mér í borðstofuljósinu…
…meira að segja kúlur með litlum englum innan í…
…þessi tré eru æði, og sjáið bara bakkann með uglukrúttinu…
…og annar þarna með hreindýri, og risastór loðin ugla sem var ansi hreint púffaraleg og sæt…
…ég skrökva ekki með það að ég átti erfitt með að skilja þennan eftir í búðinni…
…hægt að finna eitthvað fyrir öll litaþemu og smekk…
…fyrir rauðu jólarana…
…þessi hérna bekkur er hreint yndi…
…nóg af Hnotubrjótum, líka í öllum litum…
…þessir voru til í nokkrum stærðum, og ég varð dulítið skotin í þeim – falleg svona silfruð…
…svona tré og rustic er líka alltaf fallegt – sérstaklega skotin í trésnjókornunum…
…glimmr, glingr af öllum gerðum…
…þessir voru bara æði!
…þessir kertahringir eru svo fansí, að þeir gera hvaða kotstjaka sem er að kóngi…
…blúndubjútí – kættu mitt blúnduhjarta…
…nei sko, ugla með hreindýrahorn – awwww…
…hreinlega nóg af hreindýrum…
…það er eitthvað einstaklega dásamlegt við svona mini-jólatré – hvað er það eiginlega?
…þessi bekkur er síðan bara að gera mig vitlausa, ég er að endurhanna í hausnum á mér til þess að reyna að koma honum fyrir. Það gengur hins vegar ekki neitt, nema að ég stilli honum upp á miðju borðstofuborði…
…glerkrukkublætið segir til sín, og í þetta sinn með silfurloki og stöfum – fansí…
…awwwwww…
…þessir líka fallegir, t.d. í stelpuherbergið…
…nei sko – þessi er flottur!
…og svona líka fínir bakkar – úbbs, nei ég meina klukka…
…og önnur til…
…fyrir áhugasama rak ég líka augun í snagabrettið þarna vinstra megin, svipað mínu á ganginum…
…og þannig er það.
Ég fékk líka þær upplýsingar að á fimmtudaginn kl 18 er konukvöldið hjá Pier. Sem þýðir að ég tel 25% afsláttur af öllum vörum – þar á meðal jólavöru. Þannig að það er um að gera að kíkja þá og gera sér glaðan dag.
Ég fékk líka sitthvað lánað og ætla að dekka borð hérna heima og sýna ykkur, svipað og ég gerði í fyrra (sjá hér)!
Vá þetta er ekkert smá flott langar í allt þarna 🙂
Dásamlegt… Núna ætla ég að skrolla alveg upp aftur.. og skoða allt aftur! 😀
Langar í allt, endalaust fallegt í pier
Vá hvað ég þarf að fara í Pier fljótlega og kaupa…nei ég meina skoða helling 😉 Hlakka til að sjá hvað þú fékkst lánað!!
Úff hjartað í mér stoppaði þegar ég sá þennan æææææðislega “rugguhest”. Ég held að verði að kíkja í Pier 😉
Ég skoðaði pier ak og fann margt flott sniðugt ….en það er sko ekki sama úrvalið og er fyrir sunnan 🙁
OMG ég ” verð” að komast í pier sá fullt af hlutum sem ég ætla sko að eignast 😉
Líst hrikalega vel á svona innslög, frábært fyrir okkur sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu 🙂
Frábært að heyra Auður, þessi hafa verið að koma inn reglulega og þú getur kíkt hérna:
http://www.skreytumhus.is/?cat=139