Útsalað í Ilva…

og eins og gengur og gerist þá datt hitt og þetta ofan í körfuna mína.
Óþekktaranginn ég!
…þessi litla klukka gekk beint inn í hjarta mér, svo fögur og fim, og perfektó í alls kyns uppstillinar.
Dáltið vintage, en mest bara dáltið sæt.  Kostaði á útsölu 1300kr en áður næstum 5þús 🙂

….ohhhh hvað mér finnst hún fín!

…Síðan var það þetta litla box, eða míní hattaaskja…

..skreytt með litlu laufum og í nettum grænum tónum…

…kostaði áður eitthvað um 1500kr, en nú 999kr – frábær til þess að fela alls kyns ljótar snúrur og þess háttar sem að eiginmenn vilja hafa greiðan aðgang að…

…í lengri tíma hef ég reynt hýru auga á þennan fuglavasa – og nú er hann minn 🙂

…kostaði áður um 3500kr, en núna rétt um 1000kr minna…

…og ég er svona líka sæl með hann!
Annars er ég komin aftur, did ya miss me?
Skrapp í kringum landið okkar fagra, eyddi tíma með góðum vinkonum og fjölskyldu.
Græddi smá góss í hinum ýmsu landshlutum sem ég á eftir að sýna ykkur, lagði á ráðin með breytingar á tveimur herbergjum hér innanhúss, pantaði GEGGJAÐAR vörur frá Land of Nod, og svo eru spennandi nýjungar í vændum.  Til að toppa allt saman, þá á ég barasta afmæli í dag líka 🙂
Allt að gerast, en tókuð þið eftir að ég hvarf smá svona?
*knúsar og góða helgi krúttin mín!

25 comments for “Útsalað í Ilva…

  1. Anonymous
    20.07.2012 at 09:00

    Innilega til hamingju með daginn 🙂

  2. Anonymous
    20.07.2012 at 09:12

    Innilega til lukku með daginn 😉
    verð að segja að ég saknaðist aðeins í póstanna frá þér, en það er líka alveg nauðsynlegt að taka sér frí endrum og eins 😉 góða helgi mín kæra bloggvinkona. G.

  3. 20.07.2012 at 09:21

    Innilega til hamingju með daginn!!!
    Þetta blogg er bara dásamlegt.
    Hattaaskjan finnst mér hreint og beint geggjuð.
    Bestu óskir
    Ásthildur Skessuskott…

  4. Anonymous
    20.07.2012 at 09:22

    Til hamingju með daginn! Ossoss, svo gaman að eiga afmæli, njóttu dagsins.

    Já, ég tók sko eftir því að þú “varst ekki við”, kíki hingað á hverjum degi (en hef aldrei kvittað) spennt eftir næsta bloggi – frábær síða hjá þér. Kv. Ellen

  5. Anonymous
    20.07.2012 at 09:23

    Innilega til hamingju með daginn! Elska fuglavasan en ég er einmitt búin að horfa á hann lengi í Ilvu. Þín var saknað en gaman að fá þig aftur;)

    Kv.Hjördís

  6. Anonymous
    20.07.2012 at 09:53

    Til hamingju með afmælið 🙂 Já, þín var hellings saknað en að sjálfsögðu skilningur á smá ferðaþörf 😉 Hlakka til að sjá næstu pósta og gott að fá þig aftur. Kv., Guðrún

  7. Anonymous
    20.07.2012 at 10:00

    til hamingju með daginn þinn, vona að þú eigir súper góðan dag og já maður var að velta þessum rólegheitum hér inn á síðunni…en datt í hug sumarfrí ;0)

  8. Anonymous
    20.07.2012 at 10:09

    Auðvitað söknuðum við þín heilan hellings 🙂 Velkomin aftur og innilega til hamingju með afmælið 🙂
    kv. Sigga

  9. Anonymous
    20.07.2012 at 10:20

    Ójá ég saknaði þín sko!
    Og til hamingju með afmælisdaginn þinn!

    A

  10. 20.07.2012 at 11:04

    velkomin aftur 🙂

    Maður þarf greinilega að kíkja aðeins í ILVU og versla sér eitthvað góðgæti !

    ….og til lukku með daginn þinn

  11. Anonymous
    20.07.2012 at 11:07

    til lukku með daginn:-) það verður spennandi að fylgjast með breytingum og skemmtilegu bloggi:-) kv Guðrún

  12. Anonymous
    20.07.2012 at 11:29

    ója tók eftir því 🙂

    Til hamingju með daginn!

  13. 20.07.2012 at 11:39

    Innilega til hamingju með daginn

    Jà það var sko tekið eftir því að þú fórst í frí

    Hlakka til að sjà það sem er í vændum

    ………… jæja farin í ilvu: -)

  14. Anonymous
    20.07.2012 at 12:04

    Til hamingju með daginn þinn! 🙂

    ….og já, “misst jor blogg bigg tæm” 😉

    Kv. Guðbjörg V.

  15. 20.07.2012 at 12:25

    glæsileg innkaup og innilega til hamingju með afmælið. Þú verður bara að kíkja í kaffi til mín í næstu ferð
    kveðja Adda

  16. Anonymous
    20.07.2012 at 13:36

    Þín var sko saknað. En frí er alveg nauðsynlegt. Hlakka til að sjá hvað varð á vegi þínum um landið.

    og by the way: til hamingju með daginn.
    kv.
    Sigga Maja

  17. Anonymous
    20.07.2012 at 13:43

    til lukku með daginn 🙂

    gott að fá þig aftur og miðað við það sem þú ert búin að plana fáum við fullt af skemmtilegum póstum á næstunni sem “bæta upp” fríið hehhehe

    kveðja
    Kristín S

  18. Anonymous
    20.07.2012 at 14:06

    Til hamingju með daginn. Gott að þú ert mætt aftur. Klukkan er dásemd og ég bara verð að næla mér í þannig…..nauðsyn að fylgjast með tímanum, ekki satt. 🙂 kv. Gulla

  19. 20.07.2012 at 14:32

    Til lukku með daginn 🙂

    Fallegir hlutir sem þú hefur keypt í Ilvu!

  20. Anonymous
    20.07.2012 at 15:39

    Til hamingju með daginn þinn 🙂

    en þessi klukka er sko gullfalleg, er smá klukkuóð sjálf 🙂 keypti mér eina pinkuponsu litla klukku í Sverige.

    Það er alveg nauðsynlegt að fara í sumarfrí og hlaða batteríin og svona 🙂

    Hlakka til að sjá breytingar sem eru í vændum hjá þér 🙂 🙂 verður spennandi að sjá….

    kv AS

  21. Anonymous
    20.07.2012 at 16:33

    Gaman að fá þig aftur … og til hamingju með afmælið 🙂
    Ég bíð spennt eftir maili frá þér .. iða af spenningi 😉

    kv. Sara Björk

  22. Anonymous
    20.07.2012 at 21:58

    Til hamingju með daginn þinn 🙂
    og já ég tók sko eftir því að þig vantaði hérna 🙂 velkomin aftur og flott innkaup hjá þér 🙂
    Kveðja,
    Halla

  23. 20.07.2012 at 23:12

    velkomin aftur og til hamingju með daginn. já ég tók sko eftir því að þú varst ekki við…. maður kíkir daglega inn hjá þér 😉

  24. Anonymous
    20.07.2012 at 23:43

    Til hamingju með daginn, tók eftir að þig vantaði ;o)
    alltaf gaman að kíkja hingað “í heimsókn”
    kv

  25. 21.07.2012 at 12:16

    Flott Blogg….mun fylgjast med….
    Verst ad hafa misst af Utsolunni…;-$

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *