…okkar fagra þá er minn innri skreytir ávalt með augun opin ef ég skyldi rekast á spennandi staði, þar sem eitthvað fagurt gæti leynst sem gaman væri að eignast og koma með heim.
Fyrstu dagana dvöldum við á Snæfellsnesi, og ekkert datt í fangið á mér þar, en hins vegar þegar við duttum inn í höfuðstað norðursins, þá var öldin önnur…
…og fyrst má ég til að segja að Akureyri er alltaf jafn dásamleg heim að sækja…
Það er náttúrulega alltaf möst að fara í Sirku þegar að maður kemur norður, stundum dettur mér helst í hug að fljúga norður, til þess eins að kíkka í þessa dásamlegu búð. Ég var búin að sjá þennan púða á Fésbókarsíðunni þeirra og þegar að hann féll í fangið á mér þá voru örlög okkar samtvinnuð 🙂
Annað keypti ég ekki þar í þetta sinn, var eitthvað óskaplega þæg og prúð.
Í sömu götunni og ísbúðin Brynja er, er lítil antíkverslun.
Þangað rölti ég þegar að restin af liðinu kláraði ísinn sinn.
Þar fann ég þessar obbalega sætu og dúllulegu, vintage barnamyndir.
Fyrir þó nokkru þá fann ég þessa hérna í Daz Gutez Hirdoz og þessar nýju eru barasta í stíl,
og mér finnast þær svo krúttaralegar inn í herbergi hjá litum gaur.
Bara til að kíkja á þær nánar…
Síðan var hún Kikka, sem er með blúndubloggið Blúndur og Blóm, búin að segja frá Flóamarkaðinum í Dæli sem að systir hennar er með. Þar sem að við gistum í Systragili í Vaglaskógi, aðeins steinsnar frá Dæli, þá var kjörið að kíkja við þar. Að vísu var nýbúið að loka en þegar við rendum heim að bænum þá var frúin svo elskuleg að opna fyrir okkur og var ekkert nema elskulegheitin.
Þar fann ég þennan fallega bakka, svona líka sætur og enn með miðanum á, algerlega ónotaður og bjútifúl…
Einnig keypti ég þar svona sætan lítinn sifurbakka og mér fannst haldið á honum kjörið fyrir armbönd.
Er hann ekki sætur? 🙂
Í Vaglaskógi er líka lítil skógarsjoppa, og mér skilst að systurdætur hennar Kikku séu með þá sjoppu (jeminn, ég sver það ég er ekki að sitja um fjölskylduna), og daginn sem við keyrðum af stað var Skottmarkaður hjá Skógarsjoppunni. Þar eignaðist ég þennan yndislega ugluvin, hann er níðþungur og er hugsanlega einn af nýju bestu vinum mínum…
Síðan líður og bíður og eftir fjööööööööölmarga kílómetra þá vorum við komin að Vík í Mýrdal…
…þar datt ég inn á einhverja búð, Víkurprjón – takktakk 🙂 sem ég man ekki hvað heitir, á meðan bóndinn tók bensín á bílinn.
Ef einhver veit hvað búðin heitir þá má hinn sami endilega pósta nafninu.
Þetta er sem sé verslun sem deilir planinu með bensínstöð.
Þar fann ég þessa tvo, og já, JÁ ég veit, það er fullsnemmt fyrir jólaskraut! En mér fundust þeir bara algerlega ómótstæðilegir, sem og kannan sem kúrir á bakvið þá.
…í alvöru, get ég ekki bara farið að jólaskreyta?
…svo skemmtilegaútskeifir 🙂
…og kannan mín fríða…
…er ansi skotin í henni líka 🙂
Einu sinni enn, er of snemmt að stilla upp jólaskrauti?
…ójá, áður en ég geymi – þá keypti ég líka þennan viðarkertahólk…
…svo fínn og sætur 🙂
Hvernig líst ykkur á góssið? Hvað er uppáhalds?
Kíkjið þið í kringum ykkur á ferðum ykkar um landið?
Eruð þið búnar að finna eitthvað fínt?
Mælið þið með einhverjum búðum sem þið missið ekki af, eins og t.d. Sirka?
Er of snemmt að jólaskreyta? 😉
Þegar ég fer í höfuðstað Norðurlands þá fer ég ALLTAF í bakgarðinn sem er dásamlegasta verslun norðan Alpafjalla að mínu mati, þar get ég gleimt mér í pælingum og að skoða þessar dásamlegu vörur.
Reundar kosta þessar dásamlegu vörur skildinginn en það er bara svo frábært að láta sig líka dreima og geta eignast hlutina smátt og smátt hehe svo eru þau líka með algjörlega ómótstæðilega borða til sölu sem að ég stenst ALDREI!!!!
Þessir jólasveinar eru geggjaðir 🙂 skil þig vel að eiga erfitt með að pakka þeim niður og bíða í 4 mánuði í viðbót:(
Já Dossa mín, það er of snemmt að jólaskreyta, meira að segja fyrir þig!!!!!!
Svala í S&G
Búðin heitir Víkurprjón 🙂
Mikið hefurðu verið dugleg að safna saman gersemum á ferðinni.
Ég sit um að komast í búðirnar á Selfossi þegar ég fer þangað, þar sem ég hef ekki farið norður í háaherranstíð. Þyrftum bara að hóa saman í bloggara verslunarferð norður:)
Varðandi sveinana fríðu.. jaskooo.. geturðu ekki bara kallað þá ferðasveina og látið þá standa? ég meina jólahvað!
Verð að segja að allt nýja gossið þitt er fallegt…. finnst samt jólasveinarnir bera af…..
Dossa mín á ég að trúa því að því að þú hafir verið að spássera á Akureyri og ekki látið mig vita? Ég hefði svo sannarlega vilja bjóða þér í kaffi eða hvít. Þú klikkar nú ekki á þessu aftur og hefur mig í huga þegar þú renni hér í gegn næst
kveðja Adda
Bakkinn og kannan eru æði!
hahahah nú gat eg ekki annað en hlegið 🙂 jólahvað ?! þeir eru ekki einu sinni jólarauðir svo þú getur bara leyft þeim að standa hér og nú 🙂
Fórst í allar búðirnar sem eru flottastar á Ak … fórstu í Frúnna lika ?? Hún er að loka núna á laugardag. Svo það tekur sig kanski ekki en þú ert ansi nösk á að finna hluti sem passa heima hjá þér, ánægð með hvað á að kalla það “þetta er flottnef” sem nær alltaf að þefa uppi/finna flotta hluti 😉
Gott að þið nutuð ferðarinnar 🙂
kv…
Kæra Dossa.
Hversu dásamlegt er það að hafa farið sitt hvorn hringinn um landið á sama tíma og hafa keypt sitt hvora garðkönnuna sem til var í Vík í Mýrdal? Ekkert smá skemmtilegt 🙂
Og takk fyrir að halda fjölskyldunni uppi rétt á meðan ég (dyggi viðskiptavinur þeirra!) skrapp af svæðinu, ekki nóg með Flóamarkaðinn og skottsöluna því hún Björk sem á Sirku er sko líka frænka mín 🙂 Svona er nú landið okkar lítið og krúttlegt!
Ég elska gömlu myndirnar. Eldri systkini mín fædd ’59, ’61 og ’64 áttu hvert um sig eina svona mynd þannig að ég geri ráð fyrir að þær hafi verið keyptar áður en ég fæddist ´68, svona gamlar eru þær!
Og diskurinn undir armböndin er snilld, ekki hafði mér dottið þetta í hug, frábær notkunarhugmynd hjá þér!
Nú svo finnst mér kannan auðvitað rosa flott enda á ég núna eina slíka, svo gott verð á þessum könnum þarna í Vík.
Með norðankveðju,
Kikka
ps. Adda, alveg róleg, þú varst líka á ferðalagi þegar Dossa átti leið hér um – og Stína Sæm var ekki heima fyrir sunnan þegar mér datt í hug að kíkja á hana – við þurfum greinilega að skipuleggja okkur MUN BETUR sko 🙂
Myndirnar eru dásamlegar og mig langar í bakkann þinn! 🙂
Fallegir munir!
Ég er nú svoddan jólaálfur að ég segji sko bann við að setja svona flotta sveina í kassa, myndi sko pottþétt lauma þeim einhversstaðar inn á milli 😛
En búðin heitir Víkurprjónn og ég stoppa alltaf þar þegar ég fer þarna framhjá. Segji sko alltaf við karlinn að ég sé bara að fara að kaupa SOKKA en kem alltaf einhverra hluta vegna út með eitthvað meira 😉
En það er ein búð sem þú VERÐUR að kíkja á…. Sóleyjarbúð, staðsett í Flóanum.(by the way æðislega fallegur rúntur þangað, mæli líka með að kíkja á rjómabúið Baugsstaði þar rétt hjá).
Ég kíkti inn í þessa búð fyrir tilviljun fyrir örfáum árum síðan og ég er alltaf að hugsa um hana, æðislega sæt lítil búð með æðislegar vörur. Læt fylgja með link um hana og þú veeeeerður að kíkja á hana!
http://www.tunga.is/displayer.asp?Page=93&p=ASP\Pg93.asp
Kv. Guðbjörg V. 🙂
Held þetta sé örugglega Klakkur en ekki Víkurprjón (er hjá Orkunni). Ýmislegt fallegt þar að finna á góðu verði.
Þetta er verslunin Klakkur (þekki vörurnar) en Orkan er á næstu lóð, en Víkurprjón er ferðamannaverslun við hliðina á N1. (ekkert jóladót þar)