Ammli hjá litlum manni…

…ég get svo svarið það ég held að ég þjáist af andleysi þegar það kemur að því að halda svona sumarafmælispartý.  Það er eitthvað við alla möguleikana sem að myndast við þennan árstíma – halda afmælið úti við, grilla eða kökur, eða bara eitthvað annað – sem gerir þetta flóknara fyrir mig heldur en að halda bara venjulegt “innikökuafmæli” heima hjá okkur í febrúar 🙂
Afmæli litla mannsins var á föstudaginn en við vorum ekki búin að ákveða hvort að við myndum halda veislu á laugardag eða sunnudag, síðan var ákveðið að sunnudagurinn væri sá eini rétti en ég var enn að ákveða hvað ég myndi bera fram um kvöldmatarleyti á laugardaginn – hohohoho valkvíði.is!
Síðan var ákveðið að gera þetta einfalt, grilla bara úti – hammarar og pylsur…..en þá tók mamman kast! En blessað barnið!  Þá fær hann ekki kökur og að blása á kerti, að sitja við borð með öllum krökkunum!  Þá var tekin smá U-beygja, byrja með smá möffinskaffi handa krílum og stórum, og svo yrði grillað eins og vindurinn.
En þemað?
Ég átti svo sæta pappadiska sem að ég keypti í Tiger fyrir 1 og hálfu ári, sko – er alltaf að safna í sarpinn – mér fannst þeir svo dásamlega fallegir og var alveg sjúr á að finna tækifæri til þess að nýta þá einn góðan veðurdag.  Sá dagur kom í gær!
…og úr varð skógardýraafmæli…
…þetta var að mestu leyti bara endurvinnslan góða.
Hlutum safnað saman sem til voru á heimilinu…
…fyrir utan tvo hluti sem að duttu í körfuna hjá mér í Ikea og fengu að vera í aðalhlutverki á borðinu…
…þannig að fyrir rétt rúman 2þús kr var ég komin með aðalleikendur í litla skóginn minn…
 
…gat nýtt mér sæta litla kertahólkinn sem að ég keypti á Vík Í Mýrdal, og hann var að krúttulegum felustað fyrir annan broddgöltinn…
…og auðvitað var Ikea-baðmottan úr afmæli dömunnar nýtt á nýjan leik sem gras.
Þar sem þetta var svona skógarþema setti ég engan dúk á borðið, þannig að brúnn viðurinn fengi að njóta sín…
…bannerinn bjó ég til úr skrapppappír og útklipptum stöfum, líkt og með páskabannerinn fyrr á þessu ári (sjá hér)… 
 
…ég notaði síðan líka trétrumba sem að húsbandið sagaði niður fyrir mig seinasta sumar, og mér fannst kjörið að nota gulu blómakertastjakana með – því það eru auðvitað blóm í skóginum 🙂 – guli liturinn er svo kátur með og hann kom vel út á trjátrumbinum.  Því það er vitað mál að það þarf upphækkanir á svona veisluborð, ekki satt??
…og svo var sest að borði.
Matseðill að “forréttarkökuboði”:
Súkkulaðimöffins
Gulrótarmöffins
Pönnukökur a la Guðrún sis… 
…litli kall er orðin svo æfður í að blása á kerti að það næst ekki einu sinni að taka mynd áður en hann blæs – og já, ég er “vonda mamman” sem gerði ekki afmælisköku, heldur fékk hann bara afmælismöffins með kertum – honum var slétt sama en mömmusamviskubitið nagar mig…
…afi Gæi og litli Gæi…
…Það var ótrúlega gaman að sjá muninn á litla manninum núna og í fyrra, hann var sko alveg að njóta sín í botn með pakkana núna – “pakka, pakka, pakka” heyrðist sönglað…
…fékk mótórhjól, dugar ekkert minna…
…og svo fékk hann einn “smápakka”…
…og í honum var: “nenna” = rennibraut/renna 🙂
…og það var bara stöðug biðröð í þetta skemmtitæki 🙂
…loks búið að grilla: “maaaaaaaaaaatur!”…. 
…hrikalega djúsí allt saman, bæði kjúllinn og aðstoðarkonurnar…
Matseðill aðalréttur:
Grillaðar kjúklingabringur
Hammarar
Pylsur
Risalega gott salat
Niðurskornar kartöflur í báta
gular baunir og alls konar sósur
= ommnommnomm
…borðað bæði inni og úti, enda um 30 manns á staðnum… 
…og að lokum gekk heimasætan um með körfu fulla af ís- og frostpinnum, eitthvað fyrir alla 🙂 
Yndislegur dagur og yndislegt fólk, gerist varla betra en það!

12 comments for “Ammli hjá litlum manni…

  1. Anonymous
    30.07.2012 at 12:22

    Glæsilegt hjá þér eins og svo oft áður 🙂 Og innilega til hamingju með Garðar Frey 🙂

    Bkv. Þóra Björk

  2. Anonymous
    30.07.2012 at 12:29

    Æðisleg grillveisla, allt svo flott eins og þín er von og vísa. Innilega til hamingju með unga manninn 🙂

    kv. Elva

  3. 30.07.2012 at 13:02

    vvvváááá hvað þetta er flott hjá þér Dossa mín þú er greinilega að afmælisdrottningin það er sko engu logið um það. Ég er alveg að elska þessa broddgelti
    kveðja Adda

  4. Anonymous
    30.07.2012 at 17:59

    glæsilegt afmælisborð að vanda, til hamingju með drenginn.
    Ég myndi alveg sleppa afmæliskökusamviskubitinu, því minn 7 ára vildi sko enga köku í ár bara muffins. Raða 7 muffins í hring og setja kerti svo hægt væri að blása, þannig að afmæliskökur eru ekkert “must” 🙂
    kveðja
    Kristín S

  5. 30.07.2012 at 18:26

    skógarþemað er æðislegt- ég frábært í svona strákaafmæli! Gaman að hafa úti – og inni- grillmaturinn lítur ansi hreint vel og girnilega út!

  6. Anonymous
    30.07.2012 at 21:34

    Alltaf gaman að lesa bloggið þitt!
    Hvar færðu stafina sem þú notar sem skraut heima hjá þér? Finnst þeir æði.

  7. Anonymous
    30.07.2012 at 22:47

    Vá þú ert svo mikill snillingur, ekkert smá flott og svo sniðugt þema, verst að þú keyptir þessa diska fyrir svo löngu annars væri ég rókin í Tiger til að kaupa svona fyri afmælið fyrir strákinn minn í haust

    Kveðja María 🙂

  8. 31.07.2012 at 02:58

    Kærar þakkir allar saman 🙂

    Stafirnir koma úr ýmsum áttum: sumir eru frá Pottery Barn í USA, aðrir eru frá Söstrene Greenes, og enn aðrir – eins og þetta gula G á borðinu – er frá Tiger!

    Hjartans kveðja
    Soffia

  9. 03.08.2012 at 19:54

    Váá flott hjá þér og til hamingju með strákinn 😛

  10. Anonymous
    09.08.2012 at 21:49

    Hversu gaman það er fyrir krakkana að koma í afmæli til þín. Æðislegt borðið. Fallegur afmælisdrengur líka

  11. 24.08.2013 at 11:37

    Vá hvað þetta er glæslilegt!

    kv Ásta

  12. mAs
    24.08.2013 at 12:48

    Svakalega flott hjá þér og til hamingju með snúðinn 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *