…eftir mikinn gestagang (eins og hér í afmæli litla mannsins) þá líður mér svo innilega vel þegar að eldhúsið verður aftur svona…
…það eru enn skreytingar á borðum…
…kerti kveikt og blóm í vasa.
Var einmitt að fá glæra stjakann og vasann í afmælisgjöf frá elskunni henni systur minni, keypt í Antíkbúð og hannað af Timo Sarpaneva í kringum 1960 (1926-2006).
Svo fallegt!
…það er eitthvað svo mikil ró yfir öllu…
…hliðarborðið er enn grasi vaxið – en fyrr um daginn var það hlaðið glösum…
…og ég verð að segja að mér finnst það ósköp indælt þegar það er farið að dimma aftur á kvöldin, og maður kveikir á kertum og hefur kósý…
…uglan og sveppurinn fengu dagsleyfi úr herbergi litla mannsins,
og fengu að kúra fyrir framan arinninn…
…sjáið bara hvað það er dimmt úti…
…friður og ró, og allt komið á sinn stað – aaaaaaaahhh…
…nei sko, hver vissi að broddgeltir væru náttdýr?
…ég festi litlar greinar í ljósakrónuna, 2x grænar og 2xgrænar með blómum…
00:10 – kvöldið rétt að byrja
…og garðarósinn getur verið ansi falleg 🙂
alltaf svo fagggglegt hjá þér 🙂
Ró og friður og huggulegt:-)
GUÐRÚN
Yndislega fallegt.
En manstu hvar þú fékkst bakkann undir nýja fallega stakanum þínum?
ahhhhhhhhhh, hlakka til að koma heim í íbúðina mína eftir frí og kveikja á kertum og hafa það kósý 🙂
kveðja
Kristín S
Hvaðan er veggklukkan þín?
Takk allar saman 🙂
Bakkinn er frá Ilva en veggklukkan er úr Heima-húsinu!
Sæl Dossa mér finnst gaman að skoða bloggið þitt og fylgjast með skemmtilegum hugmyndum þínum fyrir fallegt heimili 🙂 Ég er nýflutt í nýju íbúðina mína og langar rosalega mikið í svona “PLAT-ARINN”…var erfitt að setja svona upp og hver býður upp á svona þjónustu ? 🙂 Til hamingju með bloggið og fallega heimilið þitt !Kv Aneta
Vá þú átt svo fallegt og kósí eldhús. Hvar fekkstu ljósakrónuna sem er yfir borðinu hjá þér ?
Æðisleg síða, takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með 🙂