…eða hvað skal kalla það?
Í einni af mínum ferðum til Góða Hirðarans þá fann ég svona skrautlista-thing-a-ma-bob,
eða eitthvað svona vegghengiskreyterí 🙂
Vissi ekki hvað ég ætlaði að gera við það.
Vissi ekki hvert það ætti að fara.
Vissi ekki hverra manna það var.
En ég tók það með mér heim….svona er ég nú næs 🙂
Mitt fyrsta skref var að nota Kópal grunninn sem ég fékk í Litaland, þar sem að ég fæ alltaf endalaust góða þjónustu og aðstoð…
…og svo bara máli, máli, máli…
…og eftir eina umferð…
…síðan var það dásamlega kalkmálningin hennar Auðar Skúla…
…og svo var bara meira máli mál…
…hún virkar mikið grárri en hún er á meðan hún er að þorna…
Skreyterí-ið er ekki enn komið á endanlegan stað, en á meðan þá fær það að kúra þarna uppi á skáp, á bak við kökudiskaflóruna…
…fór aðeins yfir þetta með sandpappír, svona til að gera þetta aðeins grófara…
…en hvað segið þið annars?
Eru ekki alveg einhverjir hérna inni ennþá?
Skreyti-lista-thing-a-ma-bob, spilun eða bilun? 🙂
*knúzar!
Ég er hérna ennþá og finnst skreytingarhluturinn spennandi og vona að hann fái eitthvað meira spennandi hlutverk en að standa á bakvið kökudiska.
Kveðja María
Ég er hérna;)
Kv.Hjördís
skoða alltaf og fæ hugmyndir 😉
kv. Hugrún
auðvitað erum við hérna … sumar kannski bara ennþá í sumarfríi :-)Kveðja Edda sem er ennþá með skiltið þitt góða. Segðu bara “hó” og ég kem brunandi …
Ég er hér….. það vill svo skemmtilega til að ég á svona lista aðeins minni að visu og ég hleyp með hann reglulega um íbúðina. Ekki ennþá búin að finna endastöð fyrir hann. Hlakka til að sjá þínar hugmyndir
kv.
Sigga Maja
Já já já – er hér ennþá.
Eitt sem mig langar að forvitnast um, bakkar – hvar finnurðu bakka….?! Ég leita og leita en finn enga sæta og ekki einu sinni ljóta til að gera sæta. Skrapp meira að segja í Ilva og Pier um helgina og það var bara nada af sætum bökkum 🙁
Gurrý
Spilun 🙂
Kv. Herdís
Nú jæja 🙂 Gott að heyra að þið eruð hérna ennþá, einhverjar 🙂 *knús til ykkar!
Gurrý, bakkarnir eru greinilega uppseldir í Ilva en voru til þar í massavís. Hins vegar var ég í Blómaval í Grafarholti og þar voru til alls konar flottir bakkar, misgrófir, mjög líkir þessum sem voru í Ilva.
Svo eru líka í Ikea og auðvitað detta inn í Góða Hirðinn endrum og sinnum 🙂 Gangi þér vel!
ég var í góða hirðinum fyrir helgi og datt niður á nokkra góða bakka sem sumir þurfa smá dundurs við en bara gaman að því. Einnig getur maður dottið niður á skemmtilega bakka í nytjamarkaði ABC í Skútuvogi og ekki skemmir fyrir að maður er að styrkja þar verðugt málefni. Mig vantar einmitt eitthvað svona skrautlista thingy til þess að setja á skáp sem ég er að dunda við að lagfæra, vitið þið hvar maður finnur svona annarsstaðar en í GH? kv.Sigrún