….og þá er vikan búin.
Hlutirnir að komast í rútínu á nýjan leik, litli kallinn að byrja í aðlögun í leikskólanum á mánudag og daman komin á námskeið allan daginn þar til skólinn byrjar. Því litla barnið mitt er víst orðin 6ára skólastelpa innan skamms, jeminn!
Ég persónulega er hrifin af ágústmánuði, þegar myrkrið skellur aftur á á kvöldin, kertaljós og kósýheit, og jafnvel þegar að rokið byrjar að hrista gróðurinn hressilega.
Það þýðir líka að það styttist í jól 😉 – og já, ég er farin að hlakka pínu til!
Er líka með hin ýmsu verkefni í gangi, bæði stór og smá. Hér kemur smá sýnishorn, en bara svona pínu smá – til þess að ýta undir forvitnina hjá ykkur.
Góða helgi krúttin mín, njótið hennar í botn! 🙂
oohhh já það er svo gott að fara í rútínuna aftur eftir rútínuleysi sumarsins, litli karlinn minn er einmitt að byrja í aðglögun á leikskólanum eftir viku!! finnst hann hafa fæðist í fyrradag :-p
Hlakka MIKIÐ til að sjá verkefnin hjá þér.
Já það er gott að fá rútínuna aftur;) Stelpan mín er einmitt að byrja líka í skóla. Það verður gaman að sjá flottu verkefnin þín!
Kv.Hjördis
Thessi bakki er sjuklegur!
Varstu ad fondra eda kom hann svona?
Kv.
Brynja
Takk fyrir Hjördís og Gauja, þið trónið efstar sem yfir-kommentarar!
Brynja, helduru að þetta bakkakrútt hafi ekki bara beðið mín eitt og yfirgefið í Góða Hirðinum einn góðan veðurdag 🙂 Var snögg að bjarga honum!