Að lýsa upp myrkið…

…með kertum er eitthvað sem ég geri mikið af!

Mér finnst það yndislegt, það gefur mér ró, orku og fegurðin og mýktin er eitthvað sem ég “nærist” á.

Hins vegar deilir eiginmaðurinn ekki þessum óslökkvandi (haha óslökkvandi kerti) kertaáhuga, og á meðan ég sit með sælubros og horfi í kringum mig.  Situr hann með rauðar kinnar, og blæs og stynur yfir þessari sænsku saunu sem hann býr í (og hún er í raun sænsk því megnið af kertunum eru úr Ikea)…

12-2014-11-02-224809

…seinasta sunnudag sat ég og dáðist af kertunum, og eiginmaðurinn lá meðvitundarlaus á gólfinu í hitakófi, þegar ég ákvað að taka myndir af þeim kertum sem kveikt var á.  Óuppstillt, bara mynda það sem var kveikt…

14-2014-11-02-214827

…elska til dæmis að kveikja á kertum hjá Maríustyttunum mínum, það kemur svo mikill heilagleiki við það…

15-2014-11-02-214848

…og oftast nær er ég með kerti í glerkertakassanum á stofuborðinu, ef ég væri með há kerti þá sæist illa á sjónvarpið…

16-2014-11-02-214904

…auðvitað kveikt á stóru kertunum á eyjunni.  Enda lýsa þau eins og nokkurs konar vitar – hvernig ættum við annars að vita hvar eldhúsið væri…

17-2014-11-02-215005

…og kertaljós í luktinni minni, sem er enn með yndislega fuglinum á…

18-2014-11-02-215015

…það má auðveldlega breyta nánast hverju sem er í kertastjaka, eins og þessari sósukönnu…

19-2014-11-02-215029

…sem inniheldur nú ilmkerti sem gæti hugsanlega verið með cinnamon-lykt…

20-2014-11-02-215100

…ljósin sem sjást þarna í baksýn er reyndar sería, en notó er birtan af þeim…

21-2014-11-02-215048

…í luktinni minni er hinsvegar lítill lampi, en það er notalegt engu síður…

22-2014-11-02-215113

…og auðvitað eru kertaljós á nýju hillunni í stofunni okkar…

23-2014-11-02-215146

…það er eitthvað svo fallegt við þessa mjúku birtu…

24-2014-11-02-221022

…eins og sést þá voru þessar myndir teknar á sunnidaginn, sem sé áður en klukkubakkinn fór á borðið…

25-2014-11-02-221027

…og séð inn í eldhúsið úr stofunni…

26-2014-11-02-221041

…þessir tveir oftast reiðubúnir í myndatöku, annar þó meira en hinn…

27-2014-11-02-221753

…þarna sést líka í nýja fína bakkann minn frá Ikea, sem á eftir að sýna ykkur betur…

28-2014-11-02-221813

…mér fannst ljósið verða eins og hattur, eða bara geislabaugur yfir vængjunum…

29-2014-11-02-222053

…og þannig var stemmingin þennan sunnudaginn…

30-2014-11-02-222154

…skil ekkert í þessu kvarti í eiginmanninum, þetta voru rétt 20+ kerti sem kveikt var á, varla að það taki því að nefna það.  Ekki kvartaði þessi yndislegi vinur, og hann var í pels allann tímann ❤

Hlakka svo til að sjá ykkur sem flestar í Rúmfó á Korputorgi í kvöld!

31-2014-11-02-222220

Svo langar mig að bjóða ykkur að kíkja við í Litlu búðinni minni, kanna hvort að þið finnið ekki eitthvað fallegt sem heillar ykkur ❤

Post navigation

4 comments for “Að lýsa upp myrkið…

  1. Ein forvitin
    06.11.2014 at 13:21

    Sæl, allt svo fallegt hjá þér 🙂
    Mætti ég forvitnast hvar þú fékkst skófluna í morgunkorns krúsinni? Ég er búin að leita af svona skóflu mjög lengi en ekki fundið hana 🙁

  2. Margrét Helga
    06.11.2014 at 14:02

    Mennir okkar eru sem sagt þjáningabræður! Einhverntímann þegar ég fór til höfuðborgarinnar þá spurði ég hann hvort það væri eitthvað sem ég gæti gert fyrir hann. Hann svaraði: Já…ekki kaupa meira undir kerti 😉 Gott að fá þessa hugmynd að það sé hægt að nota hvað sem er fyrir kertastjaka 😀

    En ég er hins vegar alveg sammála þér, það kemur hrikalega kósí birta af kertum og manni hlýnar einhvernveginn öllum að innan (og þá er ég ekki að meina á sama hátt og mönnunum okkar 😉 )

    Hlakka annars hrikalega til í kvöld 😀

  3. Guðný Ruth
    06.11.2014 at 14:42

    Ég get ekki annað en hlegið 🙂 Hvernig er hægt að vera svona orðheppin? Ég sé manninn ljóslifandi fyrir mér í hitakófi á gólfinu. Minn tekur kertaljósunum sem betur fer fagnandi en hann verður ekki eins hress ef ég kveiki upp í arninum…
    Reyndar er kötturinn á heimilinu í hálfgerðri lífshættu þegar ég er með kveikt á kertum um allt hús, því hún er alveg dáleidd af fallegu birtunni og hættir sér einum of oft aðeins of nálægt… Veiðihárin eru allavega orðin í styttri kantinum núna eftir að fór að hausta!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *