…en ég er svo skotin í því hvað það eru komnir margir nýjir hlutir í nýja uppáhaldslitnum mínum í Ikea.
Uppáhalds þarna er kollurinn og svo hjólaborðið, mér finnst það geggjað 🙂
Lampinn er reyndar silfraður, en hann fékk að fljóta með…
…síðan var að koma sægur af flottum myndum, kortum og plagötum.
Held að mitt uppáhald sé strauramyndin af fuglunum, síðan er antíklega fiðrildaplagatið ansi fínt 🙂
…flotti liturinn er líka kominn í kertin.
Síðan eru líka yndislega falleg ilmkertaglös,
svo sæt að manni langar í hvert og eitt einasta.
…og ég verð að segja að þessir vasar, eins og gamlir mjólkurbrúsar, eru alveg hreint yndislegir!
omg nú vildi ég að ég væri búsett fyrir sunnan 🙁
Fullt fullt sem mig langar í núna segir satt þetta er sko flott, mjólkurbrúsarnir eru gjeggaðir og sömuleiðis ilmgkertaglösin 🙂
kv AS
ó mæ … hvernig vissi Ikea af litnum á ljósinu í hjónaherberginu mínu ??? Spúkí …. 🙂 Kveðja til þín elskan … ding dong ding dong … Edda
Fór einmitt í IKEA um helgina og rak augun í þetta yndisfagra rúmteppi og að sjálfsögðu rataði það í körfuna mína og unir sér vel núna inni hjá drengnum mínum 😉
Verst þykir mér að hafa ekki séð þennan flotta koll sem myndi smell passa inn til hans.
Kv. Guðbjörg V.
æðislegur litur og alltaf nóg af fallegum hlutum í Ikea- langar nú dálítið ilmkertið með haustlitunum 🙂