…gerð af Jones Design-blogginu.
Risastór og fyrir aðeins um 5000kr með ramma og málningu, ekki mjög slæmt 🙂
…það sem þarf í þetta verkefni:
er Ribba-rammi frá Ikea 102x72cm, gróft snæri og krítarmálning…
Notast var við rammann frá Ikea, en honum snúið þannig að glerið og bakhliðin “skipta um sæti”. Þá er glerið upp við vegginn og slétta bakhliðin (ekki þessi hrúfótta) er máluð með krítarmálningu…
…til þess að gera þetta en meira spes, þá tók hún vírinn sem fylgdi með rammanum og vafði grófu snæri utan um hann. Kemur skemmtilega út 🙂
…en vissuð þið að þegar þið eruð með nýjar krítartöflur þá þurfið þið alltaf að “krassa” þær þegar skrifað er á þær í fyrsta sinn. Þið takið sem sé krítina og leggið hana langsum á töfluna og krítið þannig yfir allann flötinn. Þannig losnið þið við að vera með “drauga” af fyrstu skrifunum eða teikningunum á töflunni af eilífu 🙂
…og svo er þetta nú fallegt þegar að upp er komið 🙂
Hægt að sjá allt um málið hér, myndir og hugmynd frá Jones Design Company!
þessi tafla er æðislgeg.
Snilld!