…svona smá pælingar 🙂
Hvað eruð þið mömmur að gera við ööööööll listaverkin frá börnunum ykkar sem að fjölfaldast með degi hverjum?
Það er náttúrulega alltaf hægt að setja eitthvað í ramma,
en það er takmarkað.
Ísskápurinn tekur aðeins takmarkað magn af myndum.
Sumir taka myndir af listaverkunum og geyma þær í tölvunni en henda “orginal-inum”.
Hvaða lausnir hafið þið á þessu “vandamáli”? 😉
Hlakka til að heyra frá ykkur og góða helgi krúttin mín!
Ég er með sumar uppi við en svo er ég með plastkassa og geyma allt þar 😛
Hendi auðvitað mjög mörgu en geymi flest allt 🙂
kv. Sara Björk
ég hendi slatta, þau búa til möppu í teikningu í skólanum og það fer allt í hana sem við viljum geyma… og auðvitað fer eitthvað uppá veggi
sumar myndir fara upp á vegg, sumar í ruslið, en margar fara í plastvasa í möppu. Bara að muna að setja dagsetningar og jafnvel hvar listaverkin voru gerð t.d. á ferðalögum eða í sumarbústað :)Það er svo gaman að sýna minni 13 ára hvað hún gerði krúttlegar sjáfsmyndir í leikskólanum og hvað hún var gömul þegar hún teiknaði okkur á ferð um Danmörku fyrir nokkrum árum 🙂
Kv. Hannaha
Hér er eiginlega allt geymt;)
Kv.Hjördís
hér er farið í gegnum og valið úr og það sem er ákveðið að eiga er sett í plastvasa (merki alltaf dagsetningar og líka ef myndirnar heita eitthvað ákveðið hjá listamanninum). Plastvasana er ég svo með í möppu. Við erum líka með segultöflu í eldhúsinu þar sem listaverk fara oft á og er skipt út reglulega og þá enda þau sem hafa verið á töflunni í plastvasa og möppu. En hér eru teknar tarnir og teiknaðar 20 myndir af því sama oft og þá fer það besta í möppuna en hitt í ruslið. Ef það væri ekki gert, myndum við kafna fljótt úr blöðum með myndum á hehehhe
kveðja
Kristín S
Ég á ekki barn en ég geymi stundum teikningar eftir frændsystkini mín og ég geymi það í plastkassa inní fataskáp 🙂
Myndirnar sem mín börn teikna/mála eru merktar með dagsetningu og hvað er á myndinni. Þær eru svo settar í “kórmöppur” þunnar svartar með íföstum plastvösum. Stelpan mín er mikil listakona og á orðið margar möppur en bróðir hennar færri enda ekki hans uppáhalds að teikna.
Það fer ekki mikið fyrir þessum möppum og okkur þykir öllum gaman að skoða þær og sérstaklega börnunum sjálfum:)
Það rata auðvitað líka einhverjar á ísskápinn og veggina.
Úff ég er nú svoldið kræf og geymi bara lítið magn !! Geymi flest sem er meira en bara pennastrik en hendi td öllum myndum sem þar sem börnin hafa verið að lita á útprentaðar myndir í leikskólanum !!
kv.
Halla
🙂 ég er sjalf í krísu með þetta þar sem ég á bara eitt barn, strák og held öllum myndum meira og minna en ég veit ekki hvernig ég á að geyma allt þar sem þetta er allt missstórt td það sem hann gerir í skólanum… úr leir og þess háttar… er reyndar að fara hengja upp eitt slikt verk upp á vegg, átti djúpann ramma og kemur bara vel út 🙂 🙂 … annars er þetta í möppum og þunnum kassa þarf að finna eitthvað annað eigulegra þá er skemmtilegra að geta skoða það síðar 🙂
Vona að það komi einhverjar þrusugóðar hugmyndir hérna 😀 sem hægt væri að nýta.
kv AS
Frábært að fá hugmyndir hér! Ég á tvo stráka, hef sett aðeins í möppur en þó ekki nógu skipulega. Eitthvað í ramma, aðrar með kennaratyggjói upp á vegg í herbergin þeirra, sumar rata á ísskápinn. Svo er ég með plastkassa fyrir hvorn strákinn og set í þá alls konar hluti sem ég vil geyma fyrir þá og þangað fara nokkrar myndir, sérstaklega þær stærri sem ekki komast í möppur. Þessi kassar verða því einskonar minningakassar 🙂
Anna
Ég sá einhvern tímann á netinu fólk sem skannaði inn allar myndirnar inn á tölvu og bjuggu síðan til litla bók með listaverkunum sem þau létu prenta út og binda hjá ljósmyndastofu. Skemmtileg hugmynd sem tekur lítið pláss
kv.
Jóhanna Björg
Eg hendi sumu, en flest geymi eg. (min eru 21/18 og 12….Eg hef gert svona minningar album fyrir krakkana mina…teikningar, minnismidar, Einkunnarspjold, ljosmyndir, bodskort og thesshattar…thau hafa endalaust gaman ad thvi ad skoda…
Kv. Brynja
vá, margar góðar hugmyndir hér! vona að ég verði svona dugleg fyrir litla manninn minn!