Í augnablikinu…

…eru allar rásir uppteknar eða þú ert einfaldlega utan þjónustusvæðis!

En að vera í augnablikinu, það er líka bara góður staður að vera í!

01-2014-10-31-153342

…utanfarna daga hefur mér fundist allt ganga aftur á bak, eða í það minnsta ég, og þá er oft bara best að stoppa og staldra aðeins við.
Reyna að draga djúpt andann og einbeita sér að einhverju öðru…

02-2014-10-31-153343

…eins og hversu fullkomlega fallegar rósir eru, þrátt fyrir að vera með smá brúna bletti og alls ekki fullkomnar.

Er það ekki bara svoldið eins og lífið sjálft, eru það ekki einmitt litlu gallarnir sem gera hlutina fullkomna fyrir mig, eða þig?

03-2014-10-31-153350

Við erum alltaf að keppa við einhverja ímyndaða staðla, sem við setjum okkur oftast sjálf/ar.  Oft erum við kannski hreinlega að keppa við einhvern, eða eitthvað sem ekki er til í raun og veru!

04-2014-10-31-153356

…þá er stundum best að hætta að keppast við, stoppa aðeins, og draga djúpt andann!

05-2014-10-31-153406

…þessi póstur er ég að draga djúúúúúpt andann!

06-2014-11-02-224700

…og þegar þér finnst vera myrkur…

07-2014-11-02-224712

…prufaðu að kveikja á kertum…

09-2014-11-02-224733

…og laumaðu inn einu og einu sem minnir á árstíminn sem framundan er…

08-2014-11-02-224730

…sem í mínu tilfelli eru víst helst hreindýrin…

10-2014-11-02-224737

…og hreindýrin…

11-2014-11-02-224751

…lofa að vera skemmtilegri, á morgun eða bara bráðum 🙂

32-2014-11-02-222237

8 comments for “Í augnablikinu…

  1. Þorbjörg Gunnarsdóttir
    03.11.2014 at 09:18

    Alveg nauðsynlegt að anda reglulega 🙂
    Hlýjar kveðjur til þín með þökkum fyrir alla fallegu póstana þína!
    Kveðja úr þokudumbungnum fyirr austan, Þorbjörg.

  2. Ása
    03.11.2014 at 10:04

    Taktu þann tíma sem þú þarft, ég verð þó hér og bíð!
    Yndislegar myndir!

  3. Kolbrún
    03.11.2014 at 10:56

    Allir þurfa að anda í það minnsta annað slagið taktu bara þinn tíma en hugsaðu um leið öll fallegu kommentin og allt það góða sem þú hefur gefið öðrum og vonandi fengið eithvað fallegt og gott út úr þeim fyrir þig sjálfa.
    Við verðum hér áfram þú getur treist því.
    Vetrarkveðja Kolbrún

  4. Margrét Helga
    03.11.2014 at 11:13

    Voðalega dregurðu fallega andann mín kæra (ef þessi póstur ert þú að draga andann 😉 ).
    Því miður getur maður ekki haft stjórn á öllu en þá er um að gera að gera það besta úr því sem maður getur stjórnað.
    Það er líka nauðsynlegt að sjá það fallega í augnablikinu, og hvað maður í raun hefur það gott þótt að hlutirnir fari ekki alveg eins og maður ætlar. Mér finnst þú einmitt svo dugleg að fanga öll þessi fallegu augnablik og sýna okkur hinum (sjáðu t.d. myndirnar í þessum pósti! Gullfallegar og svo friðsælar að maður slakar ósjálfrátt á).
    Vertu bara utan þjónustusvæðis eins lengi og þú þarft mín kæra…við verðum hér þegar þú kemur aftur!

    Knús til þín!

  5. Þuríður
    03.11.2014 at 13:28

    Maður gerir það besta úr því sem maður hefur og getur stjórnað í augnablikinu,(Ég segi eins og hún Margrét,, þú sérð altaf það fallega í hverju andartaki og öllum póstum sem frá þér koma. hvað maður í raun hefur það gott þótt að hlutirnir fari ekki alveg eins og maður ætlar. Mér finnst þú einmitt svo dugleg að fanga öll þessi fallegu augnablik og sýna okkur hinum) Myndirnar þínar eru svo fallegar og friðsælar og með þær mátt þú sko vera virkilega ánægð, allir þær/þeir sem filgjast með þér hér daglega væru ekki hér ef að þú værir ekki þessi gullmoli fyrir okkur og hugmyndir þínar eru mörgum okkar ljós inn í daginn 🙂
    (Vertu bara utan þjónustusvæðis eins lengi og þú þarft mín kæra…við verðum hér þegar þú kemur aftur)

  6. Heida
    03.11.2014 at 19:51

    Gerðu hlutina ljúfust á þínum hraða, við bíðum rólegar…

  7. Guðríður
    04.11.2014 at 14:42

    Alveg nauðsynlegt fyrir alla að draga andann djúúúpt inn. Þú átt það svooo sannarlega skilið eftir alla póstana, allar hugmyndirnar, búðina þína, vera mamma, eiginkona og allur pakkinn. ÁFRAM ÞÚ!!
    Hlakka til þegar þú kemur aftur, hvort sem það verður á morgun eða í næstu viku.

    Það er bara til ein Soffía 😉

  8. Margrét Traustadóttir
    04.11.2014 at 19:11

    Vonandi jafnar þú þig fljótt. Það er ekki endalaust hægt að vera frjór í sköpun. Stundum þarf að safna í sarpinn. Það sem ég hefði viljað sjá hérna er meira af frjóleika frá öðrum. Ekki bara – hvar fékkst þú þetta o.s.f.r.v. Þér er einstaklega lagið að raða saman hlutum á fallegan hátt og það leikur engin eftir. Þess vegna ætti hver og einn að reyna að finna sinn farveg og láta hugann reika. Þó þú gefir tóninn þá er hægt að leika sér í kring um það. Bið þess vegna um frjóa lesenda, ekki eftiröpun 😉 Bestu kveðjur Soffía – alltaf gaman að skoða síðuna þína en þú mátt svo sannarlega eigna þér þínar hugmyndir og ættir auðvitað að fá greitt fyrir það 🙂 Margrét.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *