…í gær hóf hún dóttir mín grunnskólagöngu sína.
Þetta var mikil spenna – enda búið að bíða lengi og lengi
og lengi og lengi eftir að þessi dagur rynni upp…
…mér sem finnst svo stutt síðan að hún var svona smá snuð og ég rölti með henni yfir götuna fyrsta leikskóladaginn…
…awwwww – sjáhúnerbarapínlítilsnúlla…
…og svo þjóta árin áfram…
…og stóra fallega stúlkan mín er bara byrjuð í skóla 🙂
Henni fannst þetta nú ekki leiðinlegt, og var alveg tilbúin…
…sætustu vinkonurnar…
…en ein ástæðan fyrir að ég er að þreyta ykkur með fjölskyldualbúminu, er hér.
Þegar hún kom heim þá tók ég nokkrar myndir af dömunni, sem var eins og sést, mjög sátt með daginn – og með nýju skólatöskuna sína, aaaaaaaaaaa 🙂
Það var mamma hennar líka, en þessi kemur frá Pottery Barn Kids,
og er alveg svakalega sæt – finnst mér…
…jeminn hvað litla barnið mitt er orðið stórt!
Nú í öðrum uglufréttum er þetta helst: fór í Söstrene Grene, og þar voru komnir þessir dásemdarpokar í nokkrum stærðum, ásamt drykkjarflöskunum! Leyf mér að hugsa, já takk 🙂
…yndislegur litur á flöskunum…
…og pokinn er yndislegur.
Þeir eru líka til stærri og með rennilás – sem væri líka sniðugt í geymsluna
til þess að geyma smábarnadót eða föt!
Þar rak ég líka augun í þessa stafalímmiða og kippti með mér spjaldi, á 199kr…
…síðan setti ég einn svoleiðis á hjarta sem hékk á krukkunni minni…
K fyrir kerti
K fyrir krukka
K fyrir klikkað kjút?
…og btw, leynigestur gærdagsins, var að sjálfsögðu Þvottabjarnapúðinn sæti frá The Land of Nod – hægt að panta hann hér.
ofboðslega er ég nösk… þrátt fyrir hita og hor 🙂
æðisleg skólataskan hennar 😀 og púðinn líka sjúklegur 😀
og gleymdi aðalkommentinu, til hamingju með þessa yndislegu skólastelpu 😀
eigum við að ræða flottu uglurnar hjá ykkur mæðgum? omg, taskan er æði, brúsin er æði og pokin er æði….. allt æði 🙂
Til hamingju með skólastelpuna! Mín var einmitt líka að byrja í 1.bekk ótrúlega spennt;)
Æðisleg taskan og já allt ugludótið;)
Kv.Hjördís
Hún er nú meira krúttið hún dóttir þín 🙂 En hvar fékkstu þesar krúttkrukkur kona?
Kv. Svala ($&G)
Æðisleg skólastelpan. Já þau stækka um nokkur nr við að byrja í skóla. Minn stækkaði allavegana um 2 þegar hann byrjaði á föstudaginn og hann fann það alveg sjálfur hehe. Æðisleg taskan hennar og pokinn og það allt. Var það til í öðrum litum ( mig vantar eiginlega alveg stelpu til að fullnægja ugluæðinu mínu ).
innilega til hamingju með dótturina það eru altaf stór tímamót þegar börnin byrja í grunnskóla. Uglurnar klikka ekki frekar en fyrri daginn. Krukkurnar eru æðislegar hvar fékstu þær? Ég átti eina svipaða krukku bara minni sem ég fékk í RL en hún brotnaði og ég er búin að vera að leita að annari
kveðja Adda